SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 22
22 12. júní 2011
Þ
að berast sífellt ný tíðindi enda flýgur
stundin hratt. En þegar betur er að gáð
er nýjungin í tíðindunum ekki endilega
alltaf jafnmikil og virðist við fyrstu
sýn. Tvær laustengdar fréttir bárust þannig í lok
þessarar viku. Önnur var góðkynja en hin síður.
Sú fyrri laut að skuldabréfaútgáfu Seðlabankans
fyrir ríkissjóð Íslands. Útboðið gekk vel, eftir-
spurn mikil og vextir innan marka sem hægt var
að sætta sig við. Steingrímur Sigfússon sagði
þetta mikinn sigur fyrir ríkisstjórnina. Það var
skondin yfirlýsing frá honum. Hann var mað-
urinn sem hafði ásamt talsmönnum undirstofn-
ana ráðuneyta haft uppi stóryrtan hræðsluáróð-
ur um að yrðu Icesave-lögin hans og Jóhönnu
felld í annað sinn yrði Ísland útilokað af lána-
markaði um langa hríð. Lögin voru eins og allir
muna felld kirfilega. Og það merkilega var að
hræðsluáróðurinn féll með lögunum og varð að
dufti á augabragði.
Skuldabréfaútgáfan og spá frá 18. mars
Í frétt Morgunblaðsins um skuldabréfaútgáfuna
segir: „Eignastýringasjóðir, tryggingarfélög og
lífeyrissjóðir voru langstærstu kaupendurnir í
erlendu skuldabréfaútboði ríkisins í gær og
keyptu þau 85% af skuldabréfunum en útgáfan
nam einum milljarði Bandaríkjadala. Vogunar-
sjóðir keyptu 8% skuldabréfanna. Um tveir
þriðju þátttakendanna í útboðinu komu frá
Bandaríkjunum en aðrir komu frá Evrópu, Mið-
Austurlöndum og Afríku. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins höfðu íslensk stjórnvöld
ekki sterka skoðun á því hvort skuldabréfaút-
gáfan ætti að vera í evrum eða Bandaríkjadölum
þegar undirbúningur hófst. En eftir að fulltrúar
stjórnvalda höfðu fundað með um 85 fjárfestum
var einsýnt að umtalsverður áhugi var vestan-
hafs á útgáfunni. Upphaflega stóð til að gefa út
skuldabréf fyrir 500 milljónir dala en vegna
mikils áhuga fjárfesta var ákveðið að hækka út-
gáfuna upp í einn milljarð.“
Þessi efnisatriði er rétt að skoða í samhengi
við það sem sagt var í Reykjavíkurbréfi hinn 18.
mars s.l. þegar hræðsluherferðin stóð sem hæst:
„Í hræðsluáróðrinum er áróðurinn um „dóm-
stólaleiðina“ að verða undir. Nú er reynt í stað-
inn að halda því fram að Íslendingar fái ekki
auðveldlega lán nema þeir taki fyrst á sig miklar
en þó óvissar skuldir. Þetta er auðvitað þver-
stæða í sjálfu sér en að auki staðleysa. Bréfritari
setti sig í samband við gamla „kontakta“ er-
lendis sem þekkja best til slíkra mála. Þeir segja
að markaðurinn í Evrópu sé erfiður um þessar
mundir fyrir alla af fjölmörgum ástæðum sem
allir þekkja. Það hafi ekkert með Icesave að gera
og dæmi um tvo byggðastofnanabanka sem lúta
pólitískri stjórn séu með öllu ómarktæk og ekki
innlegg í málið. Í Bandaríkjunum séu mark-
aðirnir á hinn bóginn að opnast. Þar gera menn
ekkert með Icesave nema síður sé. Þeir horfi á
heildarskuldabyrði og framtíðarvaxtarmögu-
leika og -greiðslugetu. Það sé ekki hjálplegt Ís-
lendingum að hlaða á sig Icesave-skuldum og
áhættunni að auki. En að öðru leyti sé Icesave
ekki það sem skipti máli við ákvörðunartöku og
markaðurinn vestra sé smám saman að verða
Íslendingum hagstæðari.“
Niðurstaða skuldabréfaútgáfunnar og frétt
Morgunblaðsins um hana staðfesta í raun allt
sem þarna var sagt fyrir nærri 3 mánuðum,
tæpum mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Og þau kippa rétt einu sinni fótunum undan
einum þætti hræðsluáróðursins. Í Reykjavík-
urbréfinu lauk frásögnum af samtölum bréfrit-
ara við „gamla kontakta“ svo: „Þessi samtöl
gera óljósar og órökstuddar vangaveltur tals-
manns S.Í. á blaðamannafundi nýlega enn sér-
kennilegri. Veit hann ekki betur eða var hann
enn að tala sér þvert um hug til að ganga í aug-
un á pólitískum yfirboðurum sínum?“ Þessi
spurning stendur augljóslega enn opin, en hún
hefur fengið aukinn þunga eftir skuldabréfaút-
gáfuna.
Reykjavíkurbréf 10.06.11
Fréttir sem koma ekki á óvart