SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 35
12. júní 2011 35 fjölmargir þeirra sem troðfylltu tónleikasalinn verið komnir til að sjá Dickov, stúlka við hlið mér tók í það minnsta myndir af henni í sífellu, en Helgi heill- aði þá og fékk frábærar viðtökur. … og þá annað Af öðrum norrænum sveitum sem ég sá á hátíðinni er það að segja að best hugnaðist mér framlag Finnanna – þó sveitirnar hafi verið keimlíkar um margt, tvær þeirra, Siina og KXP, spiluðu klifunarkennt tilrauna- rokk, en þær gerðu það á frumlegan hátt hvor fyrir sig. Þær sveitir danskar sem mest er látið með nú um stundir, til að mynda Alchoholic Faith Misson, Thu- lebasen og Powersolo voru ekki spennandi og ekki heldur Katrine Ottosen, eða CALLmeKAT, sem tróð upp í samstarfi við Erika Spring (úr Au Revoir Sim- one), nú eða Bon Homme (sólóverkefni Thomas Høffding úr WhoMadeWho) sem menn voru mjög spenntir fyrir. Skemmtilegri þótti mér heimstón- listarbræðingurinn hjá Frisk Frukt og Hymns from Nineveh, hugarfóstur Jonas Petersens, var fram- úrskarandi skemmtileg. Önnur frábær sveit dönsk var unglingaflokkurinn Raised Among Wolves – ótrúlega skemmtilegir og einlægir strákar með til- raunakennda tónlist. Spái því að tvær síðastnefndu hljómsveitirnar muni troða upp á Airwaves fyrr eða síðar, kannski á næsta ári. F.U.K.T., sem spilaði í Ridehuset, var líka skemmtileg, Drum & Bass spilað á hljóðfæri. Vááááááááá! Af norsku hnossgæti er rétt að nefna Honningbarna, frábærlegar skemmtilega pönkað rokk og tilhlökkun að sjá hana á Airwaves í haust. Bernhoft var líka góð- ur á sinn hátt, en ekki heillandi. Þá fannst mér meira gaman að sænsku söngkonunni Jenny Wilson sem tróð upp með soul-skotið gospel með gospelkvartett sér til halds og trausts. Ekki má svo gleyma færeyska söngvaranum Budam sem tvinnaði saman fram- úrstefnulega leiksýningu og magnaða tónleika. Á hverri hátíð er eitthvað sem maður fellur flatur fyrir; ég man enn þegar ég heyrði í Under Byen í fysta sinn á Spot fyrir nokkrum árum. Þetta árið stóð þrennt nýtt uppúr; hin finnska KXP var framúrskar- andi súr skemmtun, magnþrungin klifun og skemmtileg, danska sveitin Hymns from Nineveh var líka frábær, þó ég hafi reyndar séð hana spila áður. Svo var það Nisennenmondai frá Japan – þvílíkt og annað eins. Þegar þær stöllur höfðu lokið leik sínum var ég sem lamaður og þegar ég fékk hreyfigetuna að nýju var ég eiginlega búinn að missa málið: Það eina sem ég gat sagt næsta korterið var: Vááááááááá! Stöllurnar í Nisennenmondai komu sáu og sigruðu - að loknum tónleikunum var kapphlaup að söluborði þeirra og þar var slegist um diska og boli. Ljósmynd/Spot/David Castro Hymns from Nineveh, hugarfóstur Jonas Petersen, var framúrskarandi skemmtileg F.U.K.T. spilaði Drum & Bass með hefðbundum hljóðfærum - magnaður trommuleikur. ’ Svo var það Nisennenmondai frá Japan – þvílíkt og annað eins. Þegar þær stöllur höfðu lokið leik sínum var ég sem lamaður og þegar ég fékk hreyfigetuna að nýju var ég eiginlega búinn að missa málið: Það eina sem ég gat sagt næsta korterið var: Vááááááááá! Ljósmynd/Spot/Peter GaardsøeLjósmynd/Spot/David Castro

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.