SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 38
38 12. júní 2011
S
uðurlandsskjálftar riðu yfir kl. 15:46 hinn 28. maí 2008. Jörð
bifaðist í skjálfta sem mældist 6,3 á Richter-kvarða. Margir
eftirskjálftar fylgdu og færðist virknin í vesturátt eftir því
sem á leið. Ingólfsfjall hvarf í rykmekki og hávaðinn var
ógurlegur. Alls slösuðust 28 í jarðskjálftunum, þar af 21 með minni-
háttar meiðsl og sjö leituðu aðstoðar á slysadeild – þó enginn alvar-
lega slasaður, sem mest var um vert. Eignatjón var mikið. Á hundr-
uðum heimila á Árborgarsvæðinu, svo sem á Selfossi og í Hveragerði,
mélaðist allt niður og tugir húsa fóru svo illa að ekki var um annað að
ræða en méla þau undir jarðýtutönn og moka burt. Viðlagatrygging
Íslands fékk tilkynningar um tjón á liðlega 3.500 mannvirkjum og
voru greiddar bætur sjóðsins 7,5 milljarðar kr. í heild.
Allur gangur var á því hversu illa heimili urðu fyrir barðinu á jarð-
skjálftanum. Í götu einni á Selfossi höfðu öll húsgögn farið á flug, en í
næstu götu varla nema rétt að myndir skekktust á veggjum. Heimili
Björns Sigurðssonar við Laufhaga á Selfossi kom sérstaklega illa út úrBjörn Sigurðsson á Selfossi á heimili sínu eftir Suðurlandsskjálftana 2008. Allt á tjá og tundri.
Morgunblaðið/ Golli
Myndasafnið 31. maí 2008
Skjálftarnir
reyndu á fólk
V
erðlaunahátíð Samtaka fatahönnuða í Banda-
ríkjunum (CFDA) var haldin í New York í vikunni
en þar voru fatahönnuðir heiðraðir og fyrirfólk
úr tískuheiminum lét sjá sig. Þetta eru
stærstu tískuverðlaunin í Bandaríkjunum, ef ekki
heiminum öllum.
Poppdrottningin Lady Gaga var verðlaunuð en
hún var valin tískutáknmynd ársins, enda hefur
hún verið mest áberandi einstaklingurinn í popp-
heiminum síðastliðið ár og hafa áreiðanlega fáir
skipt jafn oft um föt og hún. Til viðbótar nálgast
klæðnaður Lady Gaga oftast það að vera hreinlega
búningur. „Múnderingin“ sem hún var í við athöfnina var
kjóll frá Thierry Mugler við himinháa hæla (30 sentimetrar!) og
svo var hún með grænbláa hárkollu.
Ruglaðist á Önnum
Í þakkarræðu sinni sagðist hún ekki trúa því „að henni væri hleypt þarna inn“. Svo
sagði hún söguna af því hvernig hún frétti af verðlaununum. „Anna Wintour [rit-
stjóri bandaríska Vogue] sendi mér skilaboð en ég hélt að þetta væri Anna Treve-
lyan sem er ein af bestu vinkonum mínum,“ sagði hún en vinkonan er jafnframt
aðstoðarkona stílista söngkonunnar. „Ég svaraði: „Já, tíkin þín, okkur tókst
það!“ en svarið sem ég fékk var: „En indælt!““
Fyrrverandi fyrirsætan Iman (og eiginkona Davids Bowie) var valin tískutákn-
mynd ársins í fyrra. Fyrri verðlaunahafar eru m.a. Kate Moss (2005), Sarah Jes-
sica Parker (2004) og Nicole Kidman (2003).
Fjölmargar stjörnur voru mættar á staðinn, meðal annars til þess að afhenda
verðlaun, af þeim má nefna Jessicu Alba, sem er kasólétt, Gerard Butler, Kanye
West, Karolinu Kurkova og Naomi Watts.
Það er ekki ókeypis að mæta á þessa verðlaunahátíð en sætið kostaði um 1,1
milljón króna og söfnuðust um 150 milljónir króna fyrir samtökin, sem þau
eyða í ýmis uppbyggileg verkefni í tískuheiminum. Kynnir á hátíðinni var
hinn silfurhærði fjölmiðlamaður Anderson Cooper.
Aðrir verðlaunahafar eru meðal annars Marc Jacobs, sem fékk sérstök
heiðursverðlaun, Hilary Alexander frá breska blaðinu Daily Telegraph fékk
fjölmiðlaverðlaun kennd við Eugeniu Sheppard, Alexander Wang var valinn
fylgihlutahönnuður árins, Phoebe Philo fékk alþjóðleg verðlaun, Michael
Bastian var valinn herrafatahönnuður ársins og kvenfatahönnuðir ársins eru
Jack McCollough og Lazaro Hernandez, frá tískuhúsinu Proenza Schouler.
Verðlaunahátíð Samtaka fatahönnuða
í Bandaríkjunum var haldin í vikunni
en þar var meðal annars Lady Gaga
verðlaunuð en hún var valin tísku-
táknmynd ársins.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Poppdrottningin
klæddist kjól frá
Thierry Mugler á
verðlaunahátíðinni.
’
Lady Gaga er með
sérstakan stíl og lítur
oft út fyrir að vera í
búningaleik.
Fatahreyfingin
verðlaunuð
Frægð og furður
Reuters