SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 39
12. júní 2011 39 Þ etta sagð’ann Þórsmerkurfarinn við hana Maríu eftir að hafa brýnt hana til að troða sér inn í tjaldið. Hann var alveg undirlagður af birkinu sem ilmaði allt í kringum hann og jú, það var kominn galsi í mannskapinn. Allir helvímaðir af náttúrunni eins og gengur og gerist í íslenskum útilegum. Nú þegar fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins kallar fólk út úr húsum sínum má gera ráð fyrir að útilegufiðringurinn láti á sér kræla. Svefnpokar og tjöld verða dregin fram úr geymslum og næsta víst að það eitt kallar fram ótal minningar og skrautlegar myndir. Og rómantíkin, Drottinn minn dýri. Iðjagræn náttúran hef- ur þessi áhrif á fólk að hún vekur í því brennandi þörf til mökunar. En hún getur verið kúnstug listin að njóta ásta þegar fólk deilir tjaldi með öðrum. Fyrir það fyrsta er ekki mikið pláss til að vera með miklar leikfimiæfingar, sérstaklega ekki ef fólk treður sér saman ofan í svefnpoka. En það getur líka haft sinn sjarma, snertiflöturinn er mikill í þéttri samloku. Öll húðin við alla húð hins. Hún getur vissulega verið trufl- andi vitundin um að einhver sefur þétt upp við hliðina, nú eða þykist sofa. En sumum finnst það barasta þrælörvandi að hafa andardrátt sofandi vinar eða vinkonu í öðru eyranu en stynjandi másið í maka sínum í hinu. Það er ákveðin tilbreyting í því að þurfa að hemja sig í sam- förunum, láta sem minnst fyrir sér fara, hreyfa sig hægt og hafa hljótt. Þótt fólk þurfi kannski ekki að deila tjaldi með einhverjum öðrum á meðan það eðlar sig, þá er hljóðeinangrun tjald- veggja takmörkuð (engin) og ef stutt er í næsta tjald eða fólk á stjákli fyrir utan er eins gott að halda hvort fyrir annars munn og láta ekki fullnægingarópið sleppa út. Allt er þetta skemmtileg tilbreyting fyrir okkur nútímafólk sem eigum því að venjast að athafna okkur í prívat svefn- herbergjum í einbýlishúsum og getum gargað og gólað eins og okkur lystir. Og lítum jafnvel á það sem blæti að fara út í guðsgræna og gera’ða. Að deila svefnstæði með öðrum leiðir hugann að gömlu baðstofunum þar sem margir sváfu saman í litlu rými og fólk varð að gera sér að góðu að stunda kynlíf í mikilli nálægð við aðra. Ekki víst að það hafi verið neitt sérstaklega spennandi til lengdar. Engan skal undra að fólk hafi hlaupið bakvið heysát- ur eða skellt sér milli þúfna um leið og veður leyfði. Mikið held ég það hljóti að hafa verið kærkomið næði að hafa óravíddir himinsins yfir sér og fuglana eina sem vitni, nú eða hestana, sem báru turtildúfur langt frá bæ. Á puttanum á leið út í óvissuna, útileguna, náttúruna. Síðan ætl’ég að sofa hjá þér ’ Þá er eins gott að halda hvort fyrir ann- ars munn og láta ekki full- nægingarópið sleppa út. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is jarðskjálftanum, segir í frétt Morgunblaðsins, og má segja að innbúið hafi meira eða minna allt fallið á gólfið. Mikil mildi var að skápur og sjónvarp féllu ekki ofan á átta ára snáða sem svaf í rúmi í einu her- berginu. Þá sluppu sjö kettlingar óhultir úr brakinu. „Það er við- bjóður að lenda í þessu helvíti,“ sagði Björn sem tók atburðum af stakri yfirvegun. „Það er best að það urðu engin slys. Allt sem skemmdist eru bara hlutir sem hægt er að kaupa aftur.“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, var sem lög- reglustjóri í héraði stjórnandi aðgerða almannavarna í skjálftunum. „Skjálftarnir reyndu mjög á fólk. Ég var sýslumaður á Ísafirði snjó- flóðaárið 1995 og þá var mikil áhersla lögð á sálræna hjálp til handa íbúunum. Áfallahjálp var einfaldlega ofarlega á baugi sakir þess hve margir áttu um sárt að binda eftir að hafa misst ástvini sína. Suður- landsskjálftunum sumarið 2008 fylgdi hins vegar ekkert manntjón og fyrir vikið varð andlegur stuðningur til fólks, sem jafnvel hafði misst hús sín og innbú, aðeins til skemmri tíma. Því grunar mig að margir hafi ekki unnið sem skyldi úr þeirri erfiðu reynslu sem þeir gengu í gegnum. Í kjölfarið, aðeins fáum mánuðum síðar, féllu ís- lensku bankarnir og allt íslenska efnahagskerfið hrundi sem reyndi á alla þjóðina. Raunar tel ég að í kjölfar hrunsins hefðum við þurft að vinna samkvæmt skipulagi Almannavarna; það er veita fólki áfalla- hjálp og allan þann stuðning sem gerlegur er. Fólk sem hefur í nægu að snúast gleymir sér í verkefnum dagsins en þeim sem hafa minna við að vera getur orðið erfitt að vinna úr erfiðum atburðum. Að öllu samanlögðu segir það okkur að hinn mannlegi þáttur má aldrei gleymast.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Hinn mann- legi þáttur má aldrei gleymast. Ólafur Helgi Kjartansson Alexander Wang var valinn fylgihlutahönnuður ársins og það var Iris Apfel sem afhenti þau verðlaun. Reuters Þjóðverjar voru kosnir ófyndn- asta þjóð heimi í nýrri könnun Badoo.com. Fast á hæla Þjóðverja komu Rússar og Tyrkir. Bandaríkjamenn eru hins vegar fyndnasta þjóð í heimi, samkvæmt könn- uninni, og Spánverjar fynd- asta Evrópuþjóðin. Bretar, heimaland Office og Monty Python, lentu aðeins í sjö- unda sæti, á eftir til dæmis Brasilíubúum, Frökkum og Mexíkönum. Bandaríkjamenn fyndnastir Mike Myers er kan- adískur og fyndinn. Maðurinn sem bandaríska alrík- islögreglan (FBI) hefur nefnt „sítt að aftan-ræningjann“ hef- ur látið til sín taka að nýju. Hann rændi banka í Ohio á mánudaginn, sem er fjórða rán hans á svæðinu á síðastliðnum mánuði. „Um leið og starfsfólk sá manninn koma inn í bankann vissi það strax að þetta var „sítt að aftan-ræninginn“,“ sagði rannsóknarfulltrúinn Harry Trombitas frá FBI við Reuters. „En þá var það orðið of seint.“ Maðurinn er um þrjátíu ára gamall og um 180 sentimetrar á hæð og eins og nafnið gefur til kynna með sítt hár að aftan. Bankaræningi með sítt hár að aftan Dæmi um sítt að aftan hárgreiðslu. Leikstjórinn Sofia Coppola ásamt Marc Jacobs. Grace Coddington, tískuritstjóri hjá Vogue.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.