SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 29
12. júní 2011 29 U ndanfarna daga hafa birst hér í Morgunblaðinu athygl- isverðar greinar um hlýnandi veðurfar og áhrif þess á náttúru landsins. Orsök hlýnunar jarðar er meðal annars talin vera aukning svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Þegar talað er um gróðurhúsalofttegundir er yf- irleitt átt við lofttegundina koldíoxíð. Ýmis starfsemi okkar mannanna skapar aukna framleiðslu á kol- díoxíði, notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og kola skiptir þar hvað mestu máli. Það verða því að kallast góðar fréttir fyrir náttúr- una að mikill samdráttur hefur orðið í allri umferð hér á landi. Sem dæmi má nefna að ferðir um Hvalfjarðargöng hafa dregist saman um 11% miðað við sama mánuð í fyrra. Umferð í göngunum dróst saman um 8,15% fyrstu fimm mánuði þessa árs en samdrátturinn á landsvísu, samkvæmt tölum Vegagerðarinnar, var 8,8% á sama tíma. Gífurlegur samdráttur er í umferð á þjóðveginum yfir Hellisheiði eða um 22% á milli ára. Sé litið á þróunina eftir lands- hlutum kemur í ljós að samdrátturinn milli mánaða er mestur á Suðurlandi eða 19,9, 15,1% á Vesturlandi, 13,4% á Norðurlandi, 12,7% á Austurlandi og 4,5% á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við spá Vegagerðarinnar stefnir samdráttur á árinu í 8-9 prósent. Það er metsamdráttur síðan 1975 og þrisvar sinnum meiri samdráttur en hann hefur orðið mestur áður. Við losum sem sagt minna af koldíox- íði út í andrúmsloftið, eyðum minna af eldsneyti og spörum verð- mætan gjaldeyri. Jákvæð áhrif kreppunnar gera víða vart við sig. Við förum betur með hlutina en áður, nýtum matvæli og ýmsan varning betur en fyrir hrun. Heildarmagn úrgangs minnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina fróðir menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður, það er 17% minna sorp. Hins vegar er mikilvægt að hafa það í huga að hlýnun jarðar hefur margvísleg neikvæð áhrif á lífríkið, einkum þó sunnar á hnettinum. Við hér á Íslandi sjáum þessi neikvæðu áhrif, jöklar hopa, Snæfellsjökull gæti horfið á næstu ár- um. Talsvert veiðist nú minna af sjóbleikju, þá hefur dregið úr loðnuveiði hér við land, loðnan er, eins og bleikjan, kaldsjávarfiskur sem virðist nú leita á norðlægari slóðir. Þá hefur verulega dregið úr varpi lunda og kríu. Lundastofninn við sunnanvert landið hefur dregist verulega saman. Varp lunda í Vestmannaeyjum hefur brugðist sjö ár í röð og síðastliðin þrjú ár hafa um 90% af ungum í stóru kríuvörpunum á Snæfellsnesi drepist. Þetta eru alvarleg tíðindi ef það er haft í huga að hér á Íslandi verpa 20-30% kríustofnsins í heiminum. Í þessu sambandi er þó mik- ilvægt að hafa í huga að Ísland er á mörkum hins byggilega heims. Kostir hlýnunar jarðar eru því talsvert meiri fyrir okkur Íslendinga en ókostirnir. Siglingaleiðir um norðurslóðir opnast og hægt verður að bora eftir olíu mun norðar en áður hefur verið gerlegt, þessar breytingar geta skapað talsverðar tekjur hér á landi á komandi ár- um. Landið gæti klæðst birkiskógum á ný, en vaxtarskilyrði birkiskóga eru nú átta sinnum betri en þau voru fyrir 1970. Staða matvælafram- leiðslu á Íslandi mun batna, hægt verður að stórauka kornrækt og skógrækt verður mun arðbærarri en áður. Sjór hefur hitnað um eina til tvær gráður á undanförnum fimmtán árum, framleiðsla í vistkerfi hafsins hefur aukist og fundist hefur 31 ný tegund af fiskum við landið. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings eykst grasspretta um nálægt 15% fyrir hvert stig sem hlýnar. Svartsýnir vísindamenn telja hlýnun jarðar vera alvarlegustu ógnina sem mannkynið stend- ur frammi fyrir. Það á greinilega ekki við um okkur Íslendinga, meira að segja kreppan virðist ætla að skapa fjölda nýrra tækifæra. Í gamalli revíu var í texta eins lagsins þessi lína: „Blessað stríðið, sem gerði syni okkar ríka.“ Það verður því að segjast eins og er að það er hálfnöturleg staðreynd að hlýnun veðurfars eigi eftir að skapa veru- leg sóknarfæri hér á landi og auðvelda okkur að sigrast á afleiðingum kreppunnar. Vert er þó að hafa í huga að hlýskeið og kuldaskeið verða nokkurn veginn til skiptis á hverju 60 ára tímabili. Vonandi fer því lundinn að verpa aftur í Vestmannaeyjum og sjóbleikjan að taka aftur og krían á Snæfellsnesi að koma upp ungunum sínum. „Blessuð kreppan, sem gerði okkur rík“ ’ Blessað stríðið, sem gerði syni okkar ríka. Hlýnun jarðar Sigmar B. Hauksson boði. Ég fór síðan til Grikklands og var á sigl- ingu um slóðir Páls postula þegar ég hitti prest sem spurði hvort ég vildi ekki vera í Grikklandi um veturinn. Ég sagðist vilja það. Hann hafði samband við biskup og kom mér inn í klaustur þar sem ég fékk frítt fæði og húsnæði. Seinna fór ég til Bandaríkjanna með eitt heimilisfang í vasanum. Guðmundur Steins- son, vinur minn, átti ítalskan vin og gaf mér heimilisfang hans. Þegar ég kom að heimili mannsins sagði mágur hans mér að maðurinn væri á Ítalíu og spurði hvaðan ég væri. Ég sagð- ist vera frá Íslandi. „Ísland, ég á íslenska konu, komdu inn,“ hrópaði hann glaður. Hann var dyravörður í háskóla í New York og vildi koma mér að við skólann. Hann hafði samband við eiganda skólans sem bauð mér frítt bók- menntanám í ár í kvöldskóla. Ég þurfti að finna mér vinnu með skóla og fór á vinnumiðlun. Þegar ég mætti á skrifstofuna var maður að ljúka við símtal. Ég sagði honum að mig vant- aði dagvinnu. „Þetta er merkilegt, það var ver- ið að hringja í mig frá veitingastað þar sem vantar aðstoðarþjón,“ sagði hann. Ég fékk það starf. Þá var framtíð mín í Ameríku ráðin. Ég var þar í fjögur og hálft ár og starfaði meðal annars sem fréttaritari hjá Sameinuðu þjóð- unum. Allt þetta flandur mitt á milli landa fór vel, vegna þess að ég hitti rétta fólkið sem vildi greiða götu mína. Það hefur hvarflað að mér að þarna hafi guðleg forsjá komið mér til að- stoðar.“ Menn sem gleymast ekki Þú ferðaðist mikið árum saman. Eru tengslin við Grikkland ekki sterkustu tengsl sem þú hefur átt við land fyrir utan Ísland? „Það er óhætt að segja það. Grikkir eru alveg sérstök þjóð, öðruvísi en aðrar þjóðir sem ég hef kynnst. Þeir eru ótrúlega opnir og skemmtilegir. Það er margt líkt með Íslend- ingum og Grikkjum, eins og til dæmis gestrisn- in. Á Íslandi þótti, og þykir vonandi enn, glæp- samlegt að úthýsa manni á ferðalagi sem er í þörf fyrir húsaskjól. Grikkir hugsa sömuleiðis á þennan veg og eru eins og Íslendingar ótrúlega gestrisnir og hafa mikinn áhuga á náunganum. Þeir eru samt meiri tilfinningamenn en Íslend- ingar og spilltari en við, og er þá mikið sagt. Indland heillaði mig líka. Ég var blaðamaður í mörg ár á Morgunblaðinu og eitt sinn fór ég á blaðamannafund hjá Indverja sem vann að því að styrkja menningartengsl milli Íslands og Ind- lands. Ég sagði honum að mig hefði alltaf langað til Indlands. Hann sagði mér að skrifa sér sem ég gerði þegar ég var í Grikklandi. Hann svaraði mér og sagði að ef ég gæti fengið tvo góða menn til að mæla með mér gæti hann útvegað mér ókeypis húsnæði í fjóra mánuði á Indlandi. Hall- dór Laxness og Gylfi Þ. Gíslason skrifuðu með- mælabréf. Ragnar í Smára hafði gefið mér tvær tuttugu mynda seríur af eftirprentunum eftir helstu málara okkar og ég hélt sölusýningu á þeim myndum í Aþenu og það borgaði ferðina til Indlands. Ég hélt svo aðra sýningu í Delí og þangað kom Nehru og ég man að hann virkaði alveg ótrúlega feiminn. Ég ferðaðist vítt og breitt um Indland, sá mikla fátækt víða, og skrifaði bók um þá ferð. Ég hitti Dalai Lama sem þá talaði enga ensku og ég talaði við hann með aðstoð túlks. Hann var hláturmildur og elsku- legur. Einn af þeim mönnum sem gleymast ekki.“ Þú hefur kynnst fjölmörgum listamönnum, hverjir eru þeir eftirminnilegustu? „Ég hélt mikið upp á Halldór Laxness þótt okkur semdi ekki alltaf. Ásmundur Sveinsson var sérstakur öðlingur, Guðmundur Steinsson var einn af mínum bestu vinum og við Gunnar Eyjólfsson höfum þekkst í áratugi. Ég nefni líka kæra vini, Þorstein Gylfason, Árna Bergmann, Atla Heimi Sveinsson og Einar Pálsson leikstjóra og leikritahöfund. Svo eru Njörður P. Njarðvík systrungur og Steinar Sigurjónsson frændi minn. Ég gæti nefnt svo ótalmarga aðra sem hafa auðgað líf mitt með því að gefa mér vináttu sína, en það er líklega ekki pláss fyrir þá nafnarunu.“ Hvaða niðurstöðu hefurðu komist að, eftir rúm áttatíu ár, um það hvernig best sé að lifa? „Best er að lifa í sátt við sjálfan sig og aðra. Það er allur gangur á því hvernig maður gerir það. Ég hef verið umdeildur en mér finnst ég hafa lifað í sátt við umhverfið. Ég er sáttur mað- ur, ekki síst vegna þess að ritstörfin hafa gefið mér þá fullnægju sem ég leitaði.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigurður A. Magnússon: Líf mitt hef- ur verið röð af tilviljunum en stund- um hugsa ég: Er þetta guðleg forsjá?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.