SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 2
2 12. júní 2011 Við mælum með … Laugardagskvöld og vikan Dans er góð líkamsrækt en ræktar líka andann. Það mun alltaf létta lundina að taka nokkur dansspor. Þeir sem vilja ekki dansa við reggí á Hemma og Valda geta kíkt á Café Haítí í staðinn en þar munu Juss- anam Dejah og félagar leika fyrir dansi að brasilískum hætti á milli níu og ellefu laugardagksvöldið 11. júní. Svo er hægt að kíkja í tíma á einhverri líkamsræktarstöðvanna en zumba er vinsæl hreyfing núna og sömuleiðis salsa. Reuters … dansi 20 Byggt á reynslunni Magnús Sædal Svavarsson lætur senn af starfi byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Hann hefur unnið við byggingar í hálfa öld. 24 Ögrandi útópía Írsaelsmaðurinn Ilan Volkov, sem tekinn er við starfi aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, brennur í skinn- inu að vinna reglulega með sveitinni. 26 Sem lindin tær Gamalt lag, Sem lindin tær, sem sló enn og aftur í gegn í fyrra, á sér merka sögu – og ekki síður textinn sem ekki er alltaf farið rétt með. 28 Ég er sáttur maður Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er kominn á ní- ræðisaldur og hættur að skrifa. Hann segir líf sitt hafa verið röð af tilviljunum. 31 Ofvirka útvarpskonan Hrafnhildur Halldórsdóttir útvarpskona opnar mynda- albúmið. 36 Æsir upp hungrið Eldhrímnir nefnist nýlegur veitingastaður í Reykjavík þar sem persnesk matargerðarlist er í öndvegi. Lesbók 42 Þreyttist á því að gera sífellt … Sænska skáldkonan Kajsa Ingemarsson fékk nóg af því að hlusta á aðra og vildi ráða sér sjálf. Hún ákvað því að skrifa bækur. 44 Góði dátinn óstöðvandi Hin ómótstæðilega skemmtilega skáldsaga Jaroslavs Haseks um góða dátann Svejk er komin út í kilju. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið É g veit ekki hvað það er en það er eitt- hvað ótrúlega fyndið við það að sjá karlmenn í kvenmannsfötum. Ein- hverjir hvá áreiðanlega við og hugsa að ég sé með vanþróaðan húmor en svo er ekki. Fullur salur af fólki, sem horfði á Húsmóðurina í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöldið, er að minnsta kosti sammála mér. Húsmóðirin er nýr íslenskur gleðileikur að hætti Vesturports. Um- fjöllunarefnið er íslenskur veruleiki á þremur mismunandi tímabilum og er útfærslan farsa- kennd og með kabarettívafi en töluvert er sungið í verkinu. En aftur að skemmtanagildi karla í pilsi. Það er skrýtið hvernig fagurskapaðir karlmannslíkamar verða vanskapaðir og skrýtnir í kjól. Það verður bara of mikið af hárum og vöðvum til sýnis, það vantar alla mýkt í útlit jafnt og hreyfingar. Það er gaman að sjá karlmannlega menn eins og Gísla Örn Garðarsson og Björn Hlyn Haraldsson leika konur (reyndar hárugar og kraftalegar konur). Húsmóðirin er þannig leikrit að ekki er verið að sækjast eftir því að gera kvenhlutverkið full- komlega raunverulegt, það héldi enginn að Gísli Örn væri kona þótt hann hefði vaxað á sér bringuna og leggina! Svo má ekki gleyma Víkingi Kristjánssyni sem er frábær í hlutverki tánings- stúlku á hápunkti gelgjuskeiðsins. Eitt af söng- atriðunum í leikritinu er einmitt stórkostlegt dansatriði með henni og vinkonum (körlum) við lagið „Single Ladies (Put a Ring on It)“ með Beyoncé. Nánari útskýringar ekki þörf (fyrir utan að geta þess að há fótspörk og rassaskak er stór hluti af dansinum). Jóhannes Níels Sigurðsson er líka stórskemmtilegur í hlutverki frænkunnar, sem áhorfendur fylgjast með frá því hún er ung kona þar til hún verður skakklappa gamalmenni. Hún leynir sko á sér og ég er ekki að tala um það sem er undir pilsinu. Nína Dögg Filippusdóttir er síðan eina alvörukonan í verkinu og tekur á sig margar mjög ólíkar kvenmyndir, sem gaman er að fylgjast með. Ein af uppáhaldsmyndunum mínum er einmitt Some Like It Hot en í þeirri mynd leika tveir mjög karlmannlegir og vel skapaðir menn, Tony Curtis og Jack Lemmon, tónlistarmenn, sem verða að fara í gervi kvenmanna til að flýja undan mafí- unni. Þeir leika á móti leikkonu sem er sú kven- legasta af þeim kvenlegu, Marilyn Monroe. Þeir verða því enn stórgerðari og klunnalegri í kven- hlutverkum sínum í samanburðinum. Útkoman er stórkostlegt grín, sem allir ættu að hafa séð. Myndin er frá árinu 1959, sumsé yfir hálfrar aldar gömul, og enn er hægt að hlæja að henni. Það er gott að vita að grín með körlum í kjólum er enn í fullu gildi eins og sannast í Húsmóðurinni. Björn Hlynur og Gísli Örn eru Tony Curtis og Jack Lemmon Íslands en ég ætla ekki að segja hvor er Curtis og hvor Lemmon. Hvað finnst ykkur? Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Gísli Örn í góðri sveiflu í Vesturportssýningunni Húsmóðurinni í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Karlar í kjólum Þessir flóðhestar búa í Whipsnade-dýragarðinum í suðurhluta Eng- lands. Þetta eru engir venjulegir flóðhestar því þetta eru smáflóð- hestar sem verða ekki næstum því eins stórir og þeir sem þekktastir eru. Hér má sjá Floru, móður hins þriggja mánaða Sapo, aðstoða af- kvæmi sitt eftir að það skreið undir hlið í dýragarðinum. Þótt Sapo sé smáflóðhestur verður hann eins metra hár og 250 kíló fullvaxinn. Veröld Reuters Flóðhestur í vandræðum 11. júní Þó að sum- arið hafi lát- ið fara lítið fyrir sér þýðir það ekki að það eigi ekki að vera sól í sinni. Það er vart til betri leið að sálarbirtu en að dansa við reggí. Vill svo til að það er einmitt reggíkvöld á veg- um Rvk Soundsystem laug- ardagskvöldið 11. júní á milli tíu og þrjú í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda við Laugaveg. Fram koma Gnúsi Yones, Kalli Youze, DJ Kári og DJ Elvar en það er frítt inn. Fyrir þá sem missa af þessu má benda á að þessi kvöld eru nú haldin mánaðarlega og fer gott orð af þeim. Mætið í þægilegum skóm! 38 34

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.