SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 26
26 12. júní 2011 Ó hætt er að fullyrða að sum- arplata ársins 2010 hafi ver- ið Þú komst í hlaðið, með Helga Björnssyni og reið- mönnum vindanna. Mánuðum saman vermdi hún efsta sæti Tónlistans og setti víst Íslandsmet. Alvinsælasta lag hennar var Sem lind- in tær. Eins og margir vita er hinn góð- kunni Bjarki Árnason (1924-1984) höf- undur íslenska textans og kom lagið fyrst út á 15 laga hljómplötu með Karla- kórnum Vísi síðla árs 1969. Fálkinn gaf hana út. Einsöngvari í umræddu lagi var Guðmundur Ó. Þorláksson en um und- irleik sáu Hljómsveit Vísis og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var geysivinsælt í þessum flutningi og er enn. Fleiri hafa raunar gert því skil. Guð- rún Gunnarsdóttir söng það á geisla- diskinum Minningar 3 árið 1994, Álfta- gerðisbræður á geisladiskinum Bræðra- lög 1999 og Karlakórinn Jökull í Austur-Skaftafellssýslu einnig það sama ár, á diskinum Í jöklanna skjóli, Hlöðver Sigurðsson á geisladiskinum Svona var á Sigló: skip og bátar – bryggjur og plön, 2004, og svo Dúi Benediktsson á geisla- diski Miðaldamanna 2007, sem hafði að geyma texta (og nokkur lög) Bjarka Árnasonar. Þar á ofan var fyrsta upptakan endur- útgefin á snældunni Hér við Íshaf árið 1988, en hún var gefin út í tilefni af 65 ára söngafmæli Karlakórsins Vísis og svo aftur árið 2004 og þá á tveimur geisladiskum, í tilefni 80 ára afmælis hans; og svo enn árið 2008, en þá kom út safndiskurinn Svona var 1969: 16 vinsæl lög frá árinu 1969. Jafnframt lét Guðný, dóttir Guðmundar Ó. Þorláks- sonar, taka saman 14 bestu lög hans og gefa út á diski 21. júní 2008, en þá hefði Guðmundur orðið 80 ára. En hvaðan er lagið? Jú, það er ítalskt að uppruna, eftir þá Franco Cassano og Corrado Conti og heitir Melodia; textinn er eftir Gianni Argenio. Það kom fyrst út á B-hlið smá- skífunnar Ricorda ricorda með ítölsku söngkonunni Isabellu Iannetti árið 1968. Textinn var svona (bein íslensk þýðing er innan hornklofa): Canta triste la cicala [Söngtifurinn syngur leiður] tra i cespugli laggiú. [inni í runnanum þarna niðurfrá.] Scende l’ombra della sera, [Kvöldskugginn kemur niður,] chissá dove sei tu? [hver veit hvar þú ert?] Chiudo gli occhi e ti sorrido, [Ég loka augunum og brosi til þín,] vedo il sole che si é acceso. [ég sé sólina sem kviknar á.] Lo sogno un colle verde e un cielo blu [Mig dreymir græna hæð og bláan himin] e da quel colle stai scendendo tu, [og niður af þessari hæð ert þú að koma,] tra i fiori si é aperto un sentiero [á milli blómanna hefur opnast leið] e tu stai correndo, [og þú ert hlaupandi,] corri incontro a me. [hleypur í áttina að mér.] Nell’aria c’é tanta poesia [Loftið er ljóðrænt] e la melodia [og melódískt] e io canto a te. [og ég syng til þín.] Sul mio viso brilla il sole [Á andlit mitt skín sólin] e una lacrima d’amore. [og ástartár.] Á svipuðum tíma var lagið markaðs- sett á spænsku með umræddri söng- konu. Í byrjun árs 1969 kom það út á tveggja laga plötu með enskum texta eftir Roger Greenaway og Roger Cook og hét það nú The way it used to be; það var á A-hlið, en A Good Thing Going á B-hlið. Flytj- andi var breski söngvarinn Engelbert Humperdinck. En nú hafði laglínunni verið breytt nokkuð. Textinn var á þessa leið: Lonely table just for one in a bright and crowded room, while the music has begun I drink to memories in the gloom; though the music’s still the same, it has a bittersweet refrain. So play the song the way it used to be, before she left and changed it all to sadness. And maybe if she’s passing by the window she will hear a love song and a melody. And even if the words are not so tender she will always remember the way it used to be. Friends stop by and say hello, and I laugh and hide the pain. It’s quite easy ’til they go, then the song begins again. Sama ár kom lagið aftur út á Ítalíu, en nú með öðrum texta eftir sama höfund og áður, Gianni Argenio; nauðsynlegt var að semja nýjan vegna tilfæringanna sem Bretar höfðu gert – fyrst þessi leið var far- in í stað þess að endurútgefa fyrri gerðina. Flytjandi núna var Jimmy Fontana (á A- hlið var Melodia, á B-hlið Amore a prima- vera). Nú var textinn orðinn svona: Suona, suona, melodia, [Spilaðu, spilaðu, melódía,] Sem lindin tær Gamalt dægurlag, Sem lindin tær, sló rækilega í gegn á síðasta ári í flutningi Helga Björnssonar og reiðmanna vindanna. Lagið á sér merka sögu – og ekki síður textinn sem ekki hefur alltaf tek- ist að fara rétt með. Sigurður Ægisson sae@sae.is Hér má sjá frumtexta Bjarka. Helgi Björnsson gerði Sem lindin tær gríðarlega vinsælt á ný á síðasta ári.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.