SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 15
12. júní 2011 15 að komast af, kollvarpa skipulagi fiskveiða, stöðva orkunýtingaráform og draga úr iðnaðarframleiðslu. Þegar þessi umræða nær til fólks byrja efasemdir að grafa um sig. Menn vita ekkert hvert á að stefna eða hvar á að byrja. Taktu eftir því að öll framangreind mál hafa verið á dagskrá án þess að stjórnarflokkarnir hafi í sjálfu sér komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut! Það er eins og ráðamenn þjóðarinnar hafi einsett sér að skapa glundroða á öllum sviðum. Ekki gefst færi á að skoða neitt ofan í kjölinn eða vanda til verka, allt er flausturslegt sem gert er, og ekki er einu sinni hægt að halda kosningar um stjórnlagaþing án þess það fari út um þúfur. Á sama tíma fullyrða ráðherrar að vandi okkar liggi í því að skattarnir hafi verið alltof lágir! Og ríkisstjórnin hikar ekki við að innleiða ýmis höft og auknar álögur á atvinnustarfsemina og heimilin, sem þegar eru að sligast undan skuldabyrðinni. Allt ber þetta einkenni upplausnar, óstjórnar og stefnuleysis, sem dýpkar þá tilvistarkreppu sem þjóðin er í. Og kannski er það tilgangurinn með þessu öllu saman, að troða inn á þjóðina breytingum á samfélags- gerðinni áður en hún nær áttum. Dæmi slíks eru þekkt úr mannkynssögunni.“ Atvinnusköpun brýnasta verkefnið – Nóg um ríkisstjórnina. En hvað stendur Sjálfstæð- isflokkurinn fyrir? „Okkar erindi er í hnotskurn að vinna að framfara- málum í landinu, að bæta lífskjörin fyrir komandi kynslóðir. Í þeirri upplausn sem ríkir er mikilvægast að koma á stöðugleika á ný, lækka skatta, örva atvinnu- lífið og stíga fram af festu með skýra sýn á það hvert Ísland eigi að stefna. Brýnasta verkefni stjórnvalda er að greiða fyrir atvinnusköpun og taka með trúverð- ugum hætti á skuldum heimila og fyrirtækja. Við höfum í hendi okkar stórkostlegt tækifæri til að koma Íslandi á tiltölulega skömmum tíma úr þessari sjálfheldu. En lykillinn að því liggur ekki í því að um- bylta öllu sem hér hefur verið gert, heldur læra af reynslunni, gera meira af því, sem gefið hefur góða raun, og vera áfram opin fyrir nýjum sóknarfærum. Við erum fámenn þjóð og ekkert síður en aðrar þjóðir viðkvæm fyrir meiriháttar breytingum í efnahag og stjórnskipulagi. Þess vegna þarf að fara fram af festu og skynsemi. Þrátt fyrir að við eigum okkur ekki langa sögu sem sjálfstætt og fullvalda ríki, þá hefur okkur tekist að skapa hér góð lífskjör, með því að nýta auð- lindirnar og nota arðinn af þeim til þess að styrkja innviði samfélagsins, byggja þannig upp velferð- arkerfið og efla menntun í landinu. Þetta hefur okkur tekist fyrst og fremst með því að gefa einstaklingum svigrúm, þannig að kraftar þeirra fái notið sín, og virkja þannig frumkvæðið sem í þeim býr. Það er nauðsynleg forsenda kraftmikils samfélags, að sá þeirri tilfinningu meðal fólks, að vilji það láta til sín taka, þá sé Ísland land tækifæranna. Ég vil að við höldum áfram á þeirri braut, að við nýtum auðlindirnar og stöndum vörð um það sjálfbæra og markaðsdrifna fiskveiðistjórnunarkerfi sem við höf- um byggt hér upp, enda er það forsenda áframhald- andi velferðar í landinu. Við eigum að halda í sérkenni okkar og þann styrk sem íslenskt samfélag býr yfir.“ – Þú nefnir sjávarútveginn, talað hefur verið um að Sjálfstæðisflokkurinn sé í hagsmunagæslu fyrir Morgunblaðið/Kristinn ’ Það er vandasamt verk að gegna forystuhlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hefur það alltaf verið og ekki á það síður við nú en áður. Um leið er það gefandi að takast á við krefj- andi verkefni. Þegar ég byrjaði var sótt að flokknum úr öllum átt- um og það hefur einnig margoft verið sótt að mér persónulega. Ég var viðbúinn því.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.