SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 36
36 12. júní 2011 Matur Þ egar maður sér tilkomumikið nafnið, Eldhrímnir, kemur manni fyrst gamall og góður ís- lenskur matur í hug, hangikjöt, hrútspungar og aðrar krásir sem bornar eru fram á þorranum, gallsúrar. Eld- hrímnir var nefnilega potturinn í Valhöll, þar sem Andhrímnir, hinn galvaski mat- ráður, eldaði kynjaskepnuna Sæhrímni dag eftir dag ofan í æsi og einherja. Það er öðru nær, í Eldhrímni í Borgartúni er persneskur matur á borðum. Eigandi staðarins er írönsk kona, Elham Tehrani, en framkvæmdastjóri er frændi hennar, Máni Radmanesh. Að þeirra sögn á stað- urinn margt sameiginlegt með Valhöll. Hann sé bjartur og rúmgóður og „eilífð- aruppspretta góðra rétta“. Elham, ígildi Andhrímnis, skolaði fyrst á land hér á hjara veraldar fyrir áratug. „Það var forvitnin sem rak mig hingað,“ segir hún. „Máni frændi var búinn að búa hérna lengi og mig langaði að kynnast þessu framandi landi.“ Elham kom ekki bara til að skoða sig um, heldur settist á skólabekk í Háskóla Íslands og nam matvælafræði. Vinir og kunningjar áttuðu sig fljótlega á því að Elham býr til betri mat en flest annað fólk og fóru smám saman að skora á hana að setja á laggirnar veitingastað. „Fólk verð- ur að fá tækifæri til að smakka matinn þinn,“ var viðkvæðið. Færðu út kvíarnar Fyrst um sinn lét Elham þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Það var ekki fyrr en í ársbyrjun 2009 að hún ákvað að láta slag standa og opna veitingastað, þar sem áhersla yrði lögð á gómsætan mat. Hún fékk Mána móðurbróður sinn til liðs við sig og fundu þau fljótlega hentugt hús- næði í Borgartúni 16. Þar var Eldhrímnir síðan opnaður í ágúst 2009. Elham Tehrani er eigandi persneska veitingastaðarins Eldhrímnis í Borgartúni 16. Hún er mjög ánægð með viðtökur Íslendinga en segir þá mega gefa sér meiri tíma yfir matnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æsir upp hungrið Eldhrímnir nefnist nýlegur veitingastaður í Reykjavík þar sem persnesk matargerðarlist er í öndvegi. Fólkið á bak við staðinn, frændsystk- ini frá Íran sem sest eru að á Íslandi, segja mat- arvenjur Íslendinga og Írana gjörólíkar. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Te er snar þáttur í persneskri matarmenningu. Það kemur úr þessum forláta katli.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.