SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 31
Skælbrosandi Hrafnhildur um það bil tveggja ára gömul. Hrunalaug í Hrunamannahreppi. Þar var ég í sveit á bænum Þverspyrnu og lenti ég í ýmsum ævintýrum. Við áttum það til að vera með skemmtiatriði í fjölskyldunni. Þarna erum við syst- kinin Grímur, Ketill, ég með bollukinnarnar og Guðrún. Ég, Smári Ríkharðsson, eig- inmaður minn, Sindri, Selma og Sandra á fermingardegi Selmu. Ég og Hjördís Sigurðardóttir vinkona mín að dansa með frumbyggjum í Marrai Mara eyðimörkinni í Kenya árið 1999. Golfhópurinn minn: Herdís, Hildur, Vallý, Ingunn, Addý, Guðbjörg og ég á Flórída. Þið getið rétt ímyndað ykkur hlátrasköllin í ferðum hjá okkur. Ofvirka út- varpskonan Hrafnhildur Halldórsdóttir út- varpskona RÚV opnar mynda- albúmið sitt að þessu sinni. Fjölskyldan skellti sér til Toscana í tilefni af 80 ára afmæli föður míns, Halldórs Björnssonar. Ég og Soffía á góðri stundu í Tirol í Austurríki ásamt austurrískri vinkonu okkar Birgit. Við Smári giftum okkur 2. apríl 1994 í Dómkirkjunni og það er enn talað um fjörið umrætt kvöld. Það þurfti að minna brúðurina á að fara heim á undan síðustu gestum. Ég og mennirnir í lífi mínu, Smári og Sindri, sonur minn á toppi Vífilfells sl. haust. Útsýnið var dásamlegt. Fjölskyldan í Hlíðarfjalli síðustu áramót með systur minni og fjölskyldu hennar. Þetta hefur verið okkar annað heimili. H rafnhildur Halldórsdóttir fæddist árið 1964. Hún ólst upp í Kópavogi og lauk þar grunn- og framhaldsskólanámi. Eftir stúdentspróf lá leiðin til Salzburg í Austurríki og bjó hún þar í 6 ár. Þar nam Hrafnhildur fjölmiðlafræði við Háskólann í Salzburg og útskrifaðist árið 1992. „Þetta var hreint ynd- islegur tími þar sem ég bjó á slóðum Mozarts og Sound of music og hreinlega andaði að mér menningunni“. Hrafn- hildur ferðaðist mikið á þessum tíma. Árið 1994 hóf Hrafnhildur störf hjá Ríkisútvarpinu og var þar meðal annars pistlahöfundur, umsjónar- maður morgunútvarpsins á Rás 2 og fleira. Í dag er Hrafnhildur umsjónarmaður Samfélagsins í Nærmynd á Rás 1 og var þulur í Eurovision nú síðast. Vinir Hrafnhildar segja hana ofvirka en hún stundar skíði á veturna, og á Hrafn- hildur þrjú börn sem öll hafa æft skíði. Á sumrin spilar hún golf og skellir sér einnig í veiði af og til. „Ég er enginn ofurgolfari eða ofurveiðimaður, ég er meira svona dúllari. Í sumar ætla ég að reyna að bæta forgjöfina, fara í úti- legur, veiða og vera sem mest úti við og njóta sumarsins sem er í vændum.“ gunnthorunn@mbl.is Ég fór á Ólafsvöku í Fær- eyjum 2007 ásamt Guðna Má, vinnufélaga mínum en við sendum út beint þaðan. Kæling í hitabylgju í Bret- landi með kærri vinkonu minni Guðrúnu Gunnars. Ég hef gaman af því að veiða og er hér að vigta einn væn- an sem ég fékk í Hrútunni. Úr einhverju Reykjavík- urmaraþoninu. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.