SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 19
12. júní 2011 19
lyfjaneytenda. Binda þurfi enda á mann-
réttindabrot, sem framin hafi verið undir
yfirskini meðferðar á borð við að loka fólk
nauðugt inni, nauðungarvinnu og lík-
amlegar og sálrænar misþyrmingar.
Líf milljóna manna eyðilagt
Höfundar skýrslunnar segja að þessi sömu
viðhorf eigi að gilda um þá, sem eru í
neðsta þrepi hinna ólöglegu eitur-
lyfjamarkaða og nefna þar bændur, sendla
og smásala. „Margir þeirra eru sjálfir fórn-
arlömb ofbeldis og hótana eða háðir lyfj-
um,“ segir í skýrslunni. „Með því að hand-
taka og loka inni tugi milljóna manna úr
þessum hópum á undanförnum árum hafa
fangelsi fyllst og líf þeirra og fjölskylda
þeirra verið eyðilagt án þess að dregið hafi
úr framboði ólöglegra lyfja eða valdi
glæpasamtaka.“ Niðurstaða skýrslunnar er
að nánast virðist engin takmörk vera á
fjölda þeirra, sem eru reiðubúnir til að taka
þátt í að fara út í eiturlyfjamisferli til að
bæta líf sitt, sjá fyrir fjölskyldum sínum eða
losna úr fátækt: „Peningum til að koma
böndum á eiturlyf er betur varið með öðr-
um hætti.“
Í skýrslunni er hvatt til þess að verja fé
bæði í að koma í veg fyrir að ungt fólk neyti
eiturlyfja og einnig að koma í veg fyrir að
þeir, sem noti eiturlyf, leiðist út á alvarlegri
brautir. Sérstaklega er varað við því að
senda út einfeldningsleg skilaboð á borð
við „segðu einfaldlega nei“ og harð-
neskjulegri löggæslu, „zero tolerance“, þar
sem minnsta feilspori er mætt af fullri
hörku.
Tekið er til þess í skýrslunni að í upphafi
hafi þeirri stefnu, sem nú er fylgt í barátt-
unni gegn eiturlyfjum, verið ætlað að ná
árangri. Draga hafi átt úr skaða bæði ein-
staklinga og samfélagsins, fækka glæpum,
bæta heilsu og ýta undir efnahagslegar og
félagslegar framfarir. „Við höfum hins veg-
ar fyrst og fremst mælt árangur okkar í
stríðinu gegn eiturlyfjum á allt öðrum
mælistikum, sem gera grein fyrir ferlinu,
til dæmis fjölda handtaka, haldlögðu magni
og þyngd refsinga. Þessir vísar kunna að
segja okkur hvað við erum hörð í horn að
taka, en segja ekkert um hvernig gangi að
bæta „heilsu og velferð mannkyns“.“
Lögleiðing í Portúgal
Í júlí 2001 varð Portúgal fyrsta ríkið í Evr-
ópu til að leyfa notkun allra eiturlyfja og að
hafa þau í fórum sínum. Margir gagnrýndu
þessa ákvörðun og sögðu að hún myndi
leiða til aukningar í notkun eiturlyfja og
tengdra vandamála. Nýlega var birt rann-
sókn tveggja vísindamanna, Caitlin Hughes
við háskólann í Nýju Suður-Wales og Alex
Stevens við Kent-háskóla, sem sýndi að
það hefði ekki gerst. Í rannsókn þeirra
greindist örlítil aukning heildarnotkunar
eiturlyfja í Portúgal á þeim tíu árum, sem
liðin eru frá breytingunni, en hún sé í sam-
ræmi við þróunina þar sem notkunin telst
glæpsamleg. Hins vegar dró verulega úr
notkun heróíns, sem var helsta áhyggjuefni
portúgalskra stjórnvalda þegar breytingin
var gerð. Heildarniðurstaðan var sú að með
því að afnema refsingar og bjóða fólki með
eiturlyfjavanda upp á meðferð hefði verið
dregið úr byrðinni á réttarkerfið og vand-
anum, sem fylgdi eiturlyfjanotkun.
Í skýrslunni er lögð áhersla á að binda
þurfi enda á bannhelgarnar í umræðunni
um eiturlyfjavandann. Stjórnmálaforingjar
og opinberar persónur þurfi að hafa hug-
rekki til að segja opinberlega það sem
margir þeirra viðurkenni í einkasamtölum:
að ekki sé hægt að sigra í stríðinu gegn eit-
urlyfjum.
Lögregluþjónn stendur vörð
fyrir utan líkhús í Mexikóborg
við flutningabíl með fimmtíu
líkum, sem fundust í fjöldagröf
í norðurhluta landsins í apríl.
Dómsmálaráðherra landsins
kenndi eiturlyfjahringnum Ze-
tas um ódæðisverkið.
Reuters
Afganskur herforingi, Imran að nafni, segir bændum í þorpinu Jelaw-
ar í Arghandabdal norður af Kandahar að þeir verði að eyðileggja val-
múaakra sína eða eiga aðgerðir bandarískra hermanna yfir höfði sér.
Sprautur, plástrar og sótthreinsandi umbúðir bíða sprautufíkla í
borginni Vancouver í Kanada. Insite er eina aðstaðan í Norður-
Ameríku þar sem fíklar geta sprautað sig með ólöglegum lyfjum
með leyfi yfirvalda. Samkvæmt rannsókn, sem birtist í lækna-
blaðinu Lancet í apríl, hefur dauðsföllum vegna ofskammta fækkað
verulega með tilkomu Insite.
Hermaður leiðir kameldýr, sem tekin hafa verið með ópíum. Smygl-
arar nota kameldýr, sem gerð hafa veri háð ópíumi, til að flytja eitrið
án reiðmanna. Áfangi á leiðinni til Evrópu.
Fíkniefnalögregla í Panama stendur vörð á meðan sex tonn af eit-
urlyfjum, sem gerð hafa verið upptæk á undanförnum mánuðum,
eru brennd til ösku.
Ættingjar fjögurra manna, sem hafa verið myrtir, syrgja á vettvangi
glæpsins í útjaðri Ciudad Juarez, háborg glæpa í Mexikó.
Mexikanski herinn sýnir vopn, sem tekin voru af eiturlyfjasamtök-
unum Zetas í byrjun mánaðar. Þar á meðal voru 154 rifflar, ein
sprengjuvarpa og yfir 90 þúsund skothylki.
Lögregla í Súrinam staflar 115 kg kókaíni og 55 kg marijúana, sem
gert var upptækt í höfuðborginni Paramaribo til brennslu. Talið er að
eitrinu hafi átt að smygla til Afríku, Bandaríkjanna og Evrópu.
Lögreglan í Bangkok handtók 1752 einstaklinga vegna eitur-
lyfjamisferlis og annarra glæpa í byrjun júní. Á blaðamannafundi
voru nokkrir hinna handteknu leiddir fram í handjárnum.