SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 27
12. júní 2011 27 Fæddur Þingeyingur, sjálfmenntaður harmonikkuleikari sem spilaði fyrir dansi í sinni heimasveit. Bjarki flutti til Siglufjarðar 1943 og bjó þar síðan. Hann starfaði fyrst á Hóli í Siglufirði, síðar sem byggingarmeistari og kaupmaður. Á Hóli samdi hann meðal ann- ars „Dísir vorsins“ 1943 og „Hólasveinabrag“, sem urðu fljótt mjög vinsæl og fóru um allt land sem „húsgangar“ án þess þó að vera nokkurn tímann hljóðrituð. Bjarki var vin- sæll dansspilari á síldarárunum á Siglufirði og spilaði mikið, oftast undir sínu eigin nafni, einn eða með öðrum, svo sem Þórði Kristinssyni, Sæmundi Jónssyni, Guðmundi og Þórhalli Þorlákssonum (Gautar) og fleirum. Hann var þekktur hagyrðingur og liggur eftir hann mikið magn af gamanvísum og lausavísum, margar landskunnar. Um 1963 fer Bjarki að gera texta við ýmis lög fyrir karlakórinn Vísi, til dæmis „Okkar glaða söngva- mál“, „Siglufjörður“ (lag og texti) og fleiri. Guðmundur Ó. Þorláksson (Gauti) sló svo í gegn með texta Bjarka, „Sem lindin tær“, við erlent lag. Það er svo í kringum 1970 að þeir félagar Bjarki og Þórður Kristinsson leiða saman hesta sína að nýju, hefja ballspila- mennsku og stofna upp úr því hljómsveitina Miðaldamenn ásamt Magnúsi Guðbrands- syni og Sturlaugi Kristjánssyni. Á þeim árum semur Bjarki marga dægurlagatexta við erlend lög, svo sem „Mónika“, „Ævisaga“, „Vilt’ ekki eiga mig?“, „Kysstu mig“, og svo framvegis. Heimild: http://is.wikipedia.org. Bjarki Árnason Bjarki Árnason höfundur textans. (fæddur 3. maí 1924, dáinn 15. janúar 1984) eri bella, eri mia, [þú varst falleg, þú varst mín,] vedo un’ombra, sembri tu, [ég sé skugga, virðist vera þú,] quant’eri bella, non so più. [þú varst svo falleg, ég veit ekki lengur.] Mare grande, mare blù, [Stóra haf, hafið bláa] sembri piangere anche tu. [það er eins og þú grátir líka.] Ma quando sento questa melodia [En þegar ég heyri þessa melódíu] rimpianto e la tristezza vanno via, [hverfa grátur og sorg,] le cose de passato le cancello, [ég þurrka út hluti úr fortíðinni,] il mio mondo adesso [heimurinn minn núna] è questa melodia, [er þessi melódía,] i sogni del passato non li voglio, [ég vil ekki draumana úr fortíðinni,] ma vorrei riaverti [en ég vildi hafa þig] ancora quì con me. [aftur hér hjá mér.] Per chi suoni, melodia? [Fyrir hvern ertu að spila, melodía?] Eri bella, eri mia. [Þú varst falleg, þú varst mín.] Mare grande, mare blù, [Stóra haf, hafið bláa,] sembri piangere anche tu. [það er eins og þú grátir líka.] Í þessari mynd hefur þessi perla lifað á Ítalíu og gerir enn, en upphaflega út- gáfan, með Isabellu Iannetti, týndist og gleymdist. Um þetta leyti er Karlakórinn Vísir á Siglufirði að viða að sér efni á nýja hljómplötu og Bjarki ákveður að þýða ekki enskuna heldur gera nýjan texta. Og afraksturinn er Sem lindin tær. Þá var sungið: Ó, hve gott á lítil lind, leika frjálst um hlíð og dal, líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd, lauma kossi’ á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði dag og nætur. Þá öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína undrastrengi slær. Hvísla ljóði’ að grænni grein, glettast ögn við lítil blóm. Lauma kossi’ á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Þetta er skrifað upp eftir hljóðupptök- unni 1969. Frumtexti Bjarka Árnasonar hefur samt varðveist til þessa dags. Hann er vélritaður 5. apríl 1969 og í hann settar pennalagfæringar litlu síðar. En það merkilega er, að hann fellur ekki að lag- inu – hvorki fyrri eða seinni útgáfunni. Eins og hér á undan má sjá eru fyrstu er- indi ítölskunnar og enskunnar sex ljóð- línur og viðlagið einnig, en íslenski frumtextinn er einungis með fjórar línur og svo aftur jafn margar í öðru erindi; viðlagið er hins vegar með sex. Líklega hefur Bjarki ort þetta eftir snögga hlustun og ekki munað allt í þaula, en textinn hefur svo verið felldur að laginu eftir prófun, í samræmi við það sem Bretar höfðu gert. Þegar lagið kemur út í annað sinn á Ís- landi, í flutningi Guðrúnar Gunn- arsdóttur, hefur það verið stokkað upp, búið er að kasta sex-línu forminu en taka upp fjórar línur tvisvar og taka svo milli- kaflann óbreyttan. Ástæðan er sú, að Guðrún leitaði til dætra Bjarka og fékk upprunalega textann: Ó, hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal, líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítil blóm, lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði daga og nætur. Þá öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína undrastrengi slær. Um tvær mismunandi gerðir er því að ræða upp frá þessu hér á landi. Álftagerð- isbræður fylgja Vísismönnum og eins gera Hlöðver Sigurðsson og Mið- aldamenn, en Karlakórinn Jökull og Helgi Björnsson taka hina stefnuna. Bjagaður texti Ekkert þeirra sem tekið hafa lagið upp á sína arma á Íslandi – nema e.t.v. Guðrún Gunnarsdóttir – hefur farið alveg rétt með textann, alltaf hefur einhverju skeikað. Guðmundur Ó. Þorláksson (1969) söng t.d. „frjálst“ í annarri línu í stað „frjáls“ og hafði „dag“ í stað „daga“, þótt vissulega sé erfitt að heyra muninn og álitamál hvernig eigi með það að fara. Og að beiðni kórstjórans, Gerhards Schmidt (Geirharðs Valtýssonar), setti hann áherslublástur á orðið „undra- strengi“, til að fá í það meiri kraft, sagði í raun „hundrastrengi“, en það virkaði í eyrum margra – og þar á meðal höfund- arins, við litla hrifningu – eins og „hundrað strengi“. En þar eð alla hljóm- plötuna varð að taka upp í einu rennsli í útvarpshúsinu gamla við Skúlagötu, á þremur klukkutímum, var ekkert hægt við þessu að gera. Sennilega er Guðrún Gunnarsdóttir (1994) með þetta allt rétt, en ekki er það samt óyggjandi, því dálítið snúið er að greina hvort sungið er „lítið“ blóm eða „lítil“ og „dag“ eða „daga“. Álftagerð- isbræður (1999) eru með „lítið“ blóm í staðinn fyrir „lítil“ en syngja greinilega „daga“. Karlakórinn Jökull (1999) söng „dag“ í stað „daga“ og eins gerði Hlöðver Sigurðsson (2004); hann var jafnframt með „huggast“ í stað „hugga“ sem gjör- breytir merkingu setningarinnar. Mið- aldamenn (2007) fara rangt með tvennt, syngja annars vegar „dag“ í stað „daga“ og „Að öllu skyldi kveða“ í stað „Þá öllu skyldi kveða“. Og Helgi Björnsson (2010) tekur þetta hvort tveggja upp og glettist jafnframt við „lítinn fót“ í staðinn fyrir „lítil blóm“ og er með „hundrað“ strengi. Hinn fallegi texti Bjarka Árnasonar um lindina komst snemma bjagaður á Netið og er þar enn í ýmsum furðulegum út- gáfum, eins og reyndar mörg önnur ljóð. Þar er eins og menn fari oftar en ekki af stað meira af kappi en forsjá og vand- virkni. Hinar ýmsu söngtextasíður eru besta vitnið um þetta. Og þegar nú á tímum er algengast að leita einmitt þangað að slíkum gögnum, í stað þess að fara á bókasöfn eða í aðrar hirslur, sem kannski ekki er vitað hvar nákvæmlega finnast, er ekki nema eðlilegt að slysin verði. Það fylgdi textablað hljómplötunni með Karlakórnum Vísi á sínum tíma. Og textinn var þar réttur. Engum hug- kvæmdist samt að leita það uppi, að því er best verður séð. Til að koma í veg fyrir að svona gerist er bráðnauðsynlegt að koma upp ein- hverri miðstöð þar sem hægt er að fá vottaða söngtexta, uppáskrif og stimpil um að þeir séu villulausir – eitthvað svipað og Íslensk tónverkamiðstöð, ITM, hefur verið að gera síðan 1968. Fyrir það mætti greiða einhverja tiltekna upphæð. Slíkt mætti líka gjarnan ná yfir sálma og annan kveðskap. Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), Tónlist- .is, málræktarsvið stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og fleiri að- ilar gætu tekið höndum saman um þetta eða einhverjir aðrir riðið á vaðið. Alla vega er ljóst að núverandi fyr- irkomulag er vonlaust, býður upp á pytti sem auðvelt er að detta í en verra úr að komast, eins og dæmin sanna. Höfundur þakkar Brynhildi Bjarka- dóttur, Hannesi P. Baldvinssyni, Jón- asi Ragnarssyni, Kristínu Bjarka- dóttur, Leone Tinganelli og Steinunni Magnúsdóttur fyrir veitta aðstoð. Þegar Engelbert Humperdinck söng lagið árið 1969 hafði því verið breytt allnokkuð. Á ensku nefndist það „The way it used to be“. Plötuumslag Isabellu Iannetti 1968, þegar lagið „Melodia“ kom fyrst út. Ítalski söngvarinn Jimmy Fontana tók upp ensku útgáfuna 1969 með nýjum texta. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.