SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 28
28 12. júní 2011 Og mamma þín elskaði hann? „Það held ég að hljóti að hafa verið. Allar þessar þrjár systur elskuðu hann.“ Hvatning sem breytti lífinu Þú hefur skrifað ótrúlegan fjölda bóka. Byrj- aðirðu snemma að skrifa? „Þörfin fyrir að tjá mig í skrifuðu máli vakn- aði snemma. Ég fór ekki í skóla fyrr en ég var átta ára gamall og var súpertossi. Ellefu ára lenti ég í bekk þar sem Magnús Sigurðsson, síðar skólastjóri, kenndi. Pabbi hans hét Sigurður Magnússon og var læknir, og ég man að mér fannst gott að vita af þessum nafna mínum. Einn daginn áttum við nemendurnir að skrifa ritgerð um vorið. Daginn eftir sagði Magnús að sá sem best hefði skrifað ætti að lesa sína ritgerð upphátt fyrir bekkinn. Ég átti bestu ritgerðina. Þessi atburður varð hvatning sem breytti lífi mínu. Ég, tossinn, varð efstur á fullnaðarprófi í Laugarnesskólanum. Ég þakka Magnúsi það og engum öðrum. Hann var skilningsríkur, elsku- legur og uppörvandi kennari. Ef það er eitthvað sem mér finnst einkenna líf mitt öðru fremur er hversu annað fólk hefur greitt götu mína, fólk sem ég hitti af tilviljun. Líf mitt hefur verið röð af tilviljunum en stund- um hugsa ég: Er þetta guðleg forsjá?“ Nefndu mér dæmi um þetta. „Rúmlega tvítugur fór ég til Kaupmanna- hafnar með 50 danskar krónur í vasanum. Ég bjó í KFUM-húsinu og þegar ég var að verða blankur kom til mín maður og bauð mér vinnu við að hafa umsjón með íþróttavelli í staðinn fyrir frítt fæði og húsnæði. Ég tók því kosta- eftir dauðann. Ég geri þó jafnvel ráð fyrir að ekkert taki við, og það væri kannski það allra besta.“ Stoltastur af metsölubókunum Þú hefur skrifað fjöldann allan af bókum. Hvaða verkum þínum ertu stoltastur af? „Ég hef fengið margar fallegar kveðjur vegna þýðingar minnar á Ódysseifi eftir James Joyce. Ætli ég sé ekki stoltastur af bókunum sem selj- ast best. Undir kalstjörnu er metsölubókin mín og mest er vitnað í hana. Sennilega hefur mér tekist einna best upp þar.“ Heldurðu að þú hafir lagt meiri tilfinningu í þá bók en aðrar? „Bæði það og svo er hún skrifuð úti í Berlín. Fjarlægðin getur hafa haft áhrif á það hvernig ég skrifaði hana. Það er líka mikið drama í þeirri sögu.“ Bókin er uppvaxtarsaga þín en líka saga föður þíns sem átti börn með þremur systrum og svo segirðu frá erfiðum móðurmissi. Hvaða áhrif heldurðu að það hafi haft á þig að missa móður þína ungur? „Ég var níu ára þegar hún dó. Þetta var hræðilegur missir, gríðarlegt áfall sem tók mig langan tíma að jafna mig á. Ég hef velt því fyrir mér hvað gerðist. Opinberlega er sagt að hún hafi verið með veikt hjarta og það hafi dregið hana til dauða. Hún dvaldi á berklahæli í mörg ár en kom svo heim til okkar. Systir hennar, sem bjó hjá okkur, hafði þá eignast barn með pabba. Rétt áður en mamma dó fór ég með henni út að ganga á Kirkjusandi. Það var mjög þungt yfir henni og ég gat varla fengið hana til að tala við mig. Skömmu seinna var hún dáin, það var mikið af blóði í herberginu þegar komið var að henni. Það hefur hvarflað að mér að hún hafi fyrirfarið sér.“ Hvaða tilfinningar hefurðu borið til föður þíns, manns sem átti börn með tveimur systr- um móður þinnar? „Ég ber til hans óstjórnlega sterka og jákvæða tilfinningu. Ég var harðfullorðinn þegar hann lést en við jarðarförina fékk ég það mikið grát- kast að menn héldu að ég hefði misst vitið. Tengslin við hann voru mjög sterk, þrátt fyrir að hann væri brogaður.“ S igurður A. Magnússon rithöfundur er orðinn 83 ára gamall. Eftir hann liggur fjöldi bóka; endurminningar, ævisög- ur, ferðasögur, skáldsögur, ljóð og leikrit, auk fjölda þýddra verka. Bækurnar verða ekki fleiri því Sigurður er hættur að skrifa. Hann segist sáttur við lífshlaup sitt. „Ég hef gert alls konar mistök í lífinu, ég veit samt ekki hvort ég myndi gert margt öðruvísi ef ég fengi annað tækifæri,“ segir hann. „Ég hef átt farsælt líf, miðað við uppruna minn, fátækt og ömurleika í æsku. Mér finnst hafa ræst ótrú- lega vel úr því öllu saman. Nú er ég kominn á þann aldur að ég sé ekkert framundan nema grafarbakkann. Minnið er tekið að bresta og líkaminn að hrörna. Svona er lífsins gangur og ekkert við því að segja.“ Finnurðu illa fyrir aldrinum? „Ég er með stöðugan svima og verð að gæta mín þegar ég geng um og fjórum sinnum hef ég legið kylliflatur á götunni. Það eru margir fyr- irboðar um það sem koma skal. Auðvitað verð ég stundum leiður vegna þess að ég er að hrörna. En aðalatriðið er að ég er þakklátur fyrir líf mitt. Ég á mjög mikið af góðum vinum sem hafa styrkt mig í þeirri trú að ég hafi gert eitthvað sem skiptir máli. Sú tilfinning er mjög góð. Blessunarlega hræðist ég ekki dauðann, sjálfs mín vegna yrði ég frekar feginn en hitt. En ég býst við að afkomendur verði eitthvað daprir.“ Hvernig er daglegt líf þitt? „Ég vakna, les blöðin, fer út að ganga, hitti vini mína og les bækur. Ég les samt minna en ég gerði, hef ekki eins mikið úthald og áður, það er ellin.“ Þú hefur verið afar afkastamikill rithöf- undur. Geturðu enn skrifað? „Nei. Það er erfitt fyrir mig að lifa með því að geta ekki lengur skrifað. Ég get ekki neitað að því fylgir viss tómleiki.“ Þú talar hreinskilnislega um dauðann. Hvaða trúarhugmyndir hefurðu í dag, trúirðu á líf eftir dauðann? „Trúarhugmyndir mínar hafa verið sveiflu- kenndar í gegnum tíðina. Ég var mjög trúaður á yngri árum en nú er ég fullur efa. Ég trúi ekki á himnaríki en hugsanlega tekur eitthvað við Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég er sáttur maður Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er kominn á ní- ræðisaldur og hættur að skrifa. Hann segir líf sitt hafa verið röð af tilviljunum, en veltir því þó oft fyrir sér hvort guðleg forsjá hafi verið að verki. Í viðtali ræðir hann um skáldskapinn og ellina – og hina guðlegu forsjá. ’ Það eru margir fyrirboðar um það sem koma skal. Auðvitað verð ég stundum leiður vegna þess að ég er að hrörna. En aðalatriðið er að ég er þakklátur fyrir líf mitt. Ég á mjög mikið af góðum vinum sem hafa styrkt mig í þeirri trú að ég hafi gert eitthvað sem skiptir máli.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.