SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 17
12. júní 2011 17
gengið á réttlæti annars. Og það eru ráðherrarnir sem
taka sér það vald.“
– Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að axla forystu-
hlutverk í íslenskum stjórnmálum?
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ þessa spurn-
ingu,“ segir Bjarni og hristir höfuðið. „Ég spyr á móti:
Hvað bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki tilbú-
inn? Hverskonar nálgun er það við stjórnmálaflokk,
sem mælist ítrekað stærstur í skoðanakönnunum og
hefur á að skipa næststærsta þingflokknum á Alþingi,
þeim stærsta í sveitarstjórnum, að spyrja í sífellu: Getið
þið þetta? Viljið þið þetta? Að sjálfsögðu! Sjálfstæð-
isflokkurinn á ríkt erindi í ríkisstjórn við núverandi
aðstæður. Við viljum leiða endurreisnarstarfið og hefja
næsta framfaraskeið.
Ég er stundum spurður að því, hvað við ætlum ná-
kvæmlega að gera, til dæmis í efnahagsmálum. Þá get
ég bent fólki á að okkar efnahagstillögur liggja fyrir í
sérstökum þingskjölum, ef menn vilja kynna sér þær í
smáatriðum, en ég tel að sá listi sé ekki nálægt því
jafnmikilvægur og hugmyndafræðin sem býr að baki
þessum tillögum. Höfum í huga að þótt skýr stefna
liggi fyrir veit engin ríkisstjórn fjögur ár fram í tímann
hvaða verkefni rata til hennar á kjörtímabilinu. Hún
gerir áætlun um hverju eigi að hrinda í framkvæmd,
hvaða markmiðum eigi að ná, en eins og sagan sýnir
gerist margt á einu kjörtímabili sem ekki er fyrirséð.
Þess vegna skiptir höfuðmáli að þeir sem ráði för
byggi lausnirnar á hugmyndafræði sem kosið hefur
verið um – að fólk viti fyrir hvað stjórnmálaflokkarnir
standa. Og við munum nálgast lausnir í efnahags-
málum á grundvelli þess að örva hagkerfið, virkja
kraftinn í samfélaginu, halda sköttum í lágmarki og ná
að nýju jafnvægi og stöðugleika. Við viljum opið mark-
aðsdrifið hagkerfi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá
að njóta sín, og erum sannfærð um að það geri okkur
kleift að styðja við það öfluga velferðarkerfi sem er á
Íslandi. Þetta er skýr hugmyndafræði og menn vita, að
þegar til okkar rata ný verkefni, ný viðfangsefni, þá
munum við byggja lausnina á þessum grundvelli.“
– Nú er landsfundur í haust. Hver er staða þín inn-
an Sjálfstæðisflokksins?
„Ég hef skýrt umboð til að leiða flokkinn. Ég sagði
það þegar ég gaf kost á mér fyrir rúmum tveim árum
að verkefnið snerist um að endurheimta traust á okkar
stefnu og við erum á réttri leið. Það er vandasamt verk
að gegna forystuhlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þannig hefur það alltaf verið og ekki á það síður við nú
en áður. Um leið er það gefandi að takast á við krefj-
andi verkefni. Þegar ég byrjaði var sótt að flokknum úr
öllum áttum og það hefur einnig margoft verið sótt að
mér persónulega. Ég var viðbúinn því.
En verkefni mitt, í samstarfi við varaformann
flokksins, lýtur líka að innra starfi flokksins sem ég vil
efla og örva í samstarfi við aðildarfélögin. Ég vil vera í
góðum tengslum við flokksmenn og hlusta þegar
menn vilja leggja gott til málanna. Eins og gefur að
skilja hafa verið skiptar skoðanir um hlutina og sumir
jafnvel spáð endalokum flokksins ef ég gerði ekki
þetta eða hitt. Því var haldið fram við mig af málsmet-
andi manni, sem gjörþekkir stjórnmálin og þjóðmála-
umræðuna langt aftur í tímann, að ég ætti engan ann-
an kost en að taka þátt í að ákæra Geir H. Haarde, ella
fyki traust á flokknum út í veður og vind um langa
framtíð. Ég var hugsi yfir þessum skilaboðum en gat
ekki fallist á þau. Ég fylgdi minni sannfæringu og það
mun ég halda áfram að gera. Réttarhöldin yfir Geir H.
Haarde eru ömurlegur kafli í sögu okkar og öllum sem
tóku þátt í þeirri ákvörðun til skammar.“
– Áttu von á mótframboði?
„Mér finnst best að gera alltaf ráð fyrir því, að það
kunni að vera aðrir áhugasamir fyrir því að leiða
þennan stærsta stjórnmálaflokk landsins.“
– Voru það mistök að fylgja sannfæringunni í Ice-
save-málinu?
„Nei, ég tók mína ákvörðun, ég hef fært fyrir henni
rök og ég vildi jafnframt að málið færi á endanum í
dóm kjósenda. Nú er komin niðurstaða í það mál, og
ég mun berjast fyrir því að hún verði farsæl. Eins og
öðrum verða manni eflaust á einhver mistök en ég
mun ekki láta það stoppa mig í því að komast að nið-
urstöðu og taka ákvarðanir.“
– Í eldhúsdagsumræðum töluðu stjórnarþingmenn
um að teikn væru á lofti um betri tíð?
„Það var fyrirséð að hagkerfið myndi finna nýtt
jafnvægi á um það bil tveimur árum, og þá væru for-
sendur til að hefja nýjan vöxt. Vandinn er sá að það er
enginn kraftur í þessum vexti, hann er ekki nægur og
ekki drifinn áfram af fjárfestingu. Það er vegna þess að
ríkisstjórnin hefur skapað óvissu um grunnatvinnu-
vegina, tafið framkvæmdir sem tengjast orkunýtingu
og boðað frekari skattahækkanir. Einnig hefur vaxta-
stigið lengst af verið of hátt og loks hefur það verið til
mikils skaða hversu seint og illa hefur tekist að greiða
úr skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Samkeppniseftirlitið benti á það í skýrslu sem kom
út í vikunni að eignarhald á 120 fyrirtækjum úr hópi
þeirra stærstu hefði breyst mikið, áður voru 85% í
eigu einstaklinga, en nú aðeins 48%. Bankar, skila-
nefndir og lífeyrissjóðir eiga nú 40%, en áttu áður 4%.
Enn fremur var bent á að fyrirtækin eru að koma of
skuldsett út úr fjárhagslegri endurskipulagningu. Og
maður hlýtur að spyrja sig, hvort það verði bara fyr-
irtæki í eigu sjóða og banka, sem verði með heilbrigðan
efnahag ? Hversu langan tíma mun það taka okkur að
skapa hér aftur heilbrigt atvinnulíf, þar sem fyrirtækin
eru í eigu einstaklinga? Er raunverulegur áhugi á því
hjá ríkisstjórninni?
Mér hefur stundum fundist eins og eftir hrunið væri
úlfahjörð í kringum atvinnulífið, samansett af erlend-
um fjárfestum og alls kyns fjármunum í sjóðum og
stofnunum langt frá eigendum sínum, sem ætlaði að
tæta í sig alla bitana. Ég hef stórar áhyggjur af því
hversu langan tíma það mun taka að koma aftur á
virkum hlutabréfamarkaði, hóflegri skuldsetningu og
heilbrigðu eignarhaldi fyrirtækjanna á Íslandi. Skýrsla
samkeppniseftirlitsins ýtir undir þessar áhyggjur.“
– Hvað er til ráða varðandi skuldavanda heimila?
„Bankaskýrslan sannar að núverandi ríkisstjórn lagði
lykkju á leið sína til að sinna hagsmunum kröfuhaf-
anna fremur en að hyggja að hagsmunum almennings.
Það er eitthvað verulega bogið við þá mynd. Hags-
munir kröfuhafa, eigenda bankanna, ganga þvert gegn
hagsmunum almennings og fyrirtækja. Fjármálaeft-
irlitið benti á hættuna á þessu þegar unnið var að
stofnun nýju bankanna en á það var ekki hlustað.
Það er augljóslega svigrúm hjá bönkunum, það svig-
rúm á að nýta strax fyrir heimilin í landinu.
Ríkisstjórnin hafnaði tillögu okkar um að þessi mál
fengju flýtimeðferð fyrir dómstólum og svo hefur hún
einungis komið með þunglamalegar stofnanalausnir,
sem skapað hafa langar biðraðir og enginn botn fæst í
neitt. Auðvitað átti að setja þessi mál strax í forgang og
þvinga fram niðurstöðu hjá lánastofnunum, þannig að
það hefði afleiðingar fyrir bankana ef málin yrðu ekki
afgreidd á skikkanlegum tíma.“
– Hvað um fyrirtækin?
„Það er sérkapítuli út af fyrir sig hvað dregist hefur
lengi að ráða fram úr skuldavanda fyrirtækja. Undan-
farna daga hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Sam-
keppnisstofnun bent á hversu skaðlegt það hefur
reynst atvinnulífinu. Seðlabankinn segir mikið svigrúm
hafa verið til staðar, en það hafi ekki verið nýtt. Þetta
er óásættanlegt. Ég veit vel að það eru engar töfra-
lausnir til, en þetta hefur gengið allt of hægt. Víst eru
verkefnin stór sem tekist er á við. En ef tekin eru skref
í rétta átt, hvert á fætur öðru, þá safnast þegar saman
kemur og manni verður ágengt. Þó að ekkert stórkost-
legt gerist á einum degi, þá er hægt að fara langt á einu
ári. En nú eru bráðum liðin þrjú ár frá hruninu.“
Bjarni segir brýnt að leysa úr skuldavanda
heimila og fyrirtækja: „Ríkisstjórnin hafnaði
tillögu okkar um að þessi mál fengju flýti-
meðferð fyrir dómstólum og svo hefur hún
einungis komið með þunglamalegar stofn-
analausnir, sem skapað hafa langar biðraðir
og enginn botn fæst í neitt.“
Morgunblaðið/Kristinn
’
Allt ber þetta einkenni
upplausnar, óstjórnar og
stefnuleysis, sem dýpkar
þá tilvistarkreppu sem þjóðin er
í. Og kannski er það tilgang-
urinn með þessu öllu saman, að
troða inn á þjóðina breytingum
á samfélagsgerðinni áður en hún
nær áttum. Dæmi slíks eru þekkt
úr mannkynssögunni.