SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 24
24 12. júní 2011
Þ
egar Ilan Volkov talar um tónlist
fer hann á flug. Allt fer á ferð,
munnurinn, hendurnar, augun:
Maðurinn talar með öllum lík-
amanum. Útilokað er að hrífast ekki með.
Nýi aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands hefur bersýnilega brennandi
áhuga á sínu starfi. Við sitjum í forsal
Hörpunnar okkar og mann langar helst að
hlaupa inn í Eldborgina og byrja að spila.
Ég sit þó á mér enda yrði sá gjörningur
engum manni til góðs.
Volkov er í sinni fyrstu heimsókn á Ís-
landi eftir að hann var ráðinn aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar til næstu
þriggja ára og er að kynnast Hörpu í fyrsta
skipti eftir að tónlistarhúsið var tekið í
notkun. „Ég var síðast hér á landi í sept-
ember og kom þá hingað í Hörpu og leist
vel á allar aðstæður, hljómburðurinn var
þegar orðinn mjög góður enda þótt það
vantaði gólfið og stólana. Núna er ég bú-
inn að vera á einum tónleikum í húsinu,
þar sem fjórða sinfónía Mahlers var meðal
annars á efnisskránni, og þeir lofuðu
virkilega góðu. Vitaskuld þarf ég að heyra
miklu fleiri verk og sitja víðar í salnum til
að geta kveðið upp endanlegan dóm en
húsið gefur sannarlega góð fyrirheit.
Hljómburðurinn er mjög góður, salurinn
litríkur og skemmtilegur og andrúms-
loftið notalegt. Salurinn er mjög hljóðlátur
sem kemur sér vel fyrir hljómsveitina.
Lengi getur gott batnað og eins og gengur
þarf að laga eitt og annað smálegt í salnum
en því verki lýkur vonandi strax í haust
þegar hljómsveitin kemur úr sumarfríi.
Frá og með haustinu verður Harpa komin
í toppstand – því lofa ég.“
Flóknari og fágaðri
Volkov þekkir vel til verka hljóðhönnuða
hússins, Artec, og segir fátt í þeirra vinnu
hafa komið sér á óvart. „Þeir hönnuðu líka
hljóðið í tónlistarhöllinni í Birmingham,
sem ég hef oft stjórnað í, en hér er hönn-
unin bæði flóknari og fágaðri.“
Hljómburður er skrýtin skepna, að
dómi Volkovs. „Hljómburður er eins og
bíll, sumir hafa áhuga á honum, aðrir
ekki. Sumir hafa efni á honum, aðrir ekki.
Það geta þó örugglega flestir – ef ekki allir
– verið sammála um að tónleikar í Hörpu
eru allt önnur upplifun en tónleikar í Há-
skólabíói.“
Volkov leggur þó áherslu á, að fleira en
hljómburður þurfi að vera fyrir hendi eigi
tónlistarhús að gera sig. „Í því sambandi
stendur Harpa ákaflega vel að vígi. Hún er
klárlega með þægilegustu tónlistarhúsum
sem ég hef komið í – og hef ég komið í þau
nokkur um dagana. Húsið er mjög hljóð-
látt, hér geta hæglega tvö hundruð manns
verið saman komin án þess að örli á hávaða.
Það er ótvíræður kostur, hvort sem maður
er að spóka sig á göngum eða fá sér bita á
veitingastaðnum.“
Eldborgin verður athvarf Sinfóníunnar
en Volkov er þegar farinn að sjá fleiri
möguleika í húsinu, til dæmis í forrýminu.
„Ég er strax orðinn bálskotinn í þessu rými
og er staðráðinn í að gera eitthvað hér. Það
er líka kostur að Eldborg og Norðurljós skuli
vera á sömu hæðinni, það gefur okkur
tækifæri til að láta viðburði flæða um húsið.
Möguleikarnir í húsinu eru margir og ég sé
ekki annað en auðvelt verði að höfða til
hinna ólíkustu hópa. Það er skylda hús-
bænda í svona glæsilegu húsi að deila því
með sem flestum og Harpan á eftir að lyfta
tónlistarlífinu á Íslandi á æðra plan.“
Volkov segir menn samt ekki mega
gleyma því að húsið sjálft er bara upphafið.
„Harpan er ekki kvöldverðurinn, heldur
eldhúsið þar sem kvöldverðurinn verður
til. Það er okkar tónlistarmannanna að
gæða húsið lífi.“
Að öðrum ólöstuðum mun þar mæða
mest á Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir
Volkov. „Við munum ekki láta okkar eftir
liggja. Dagskráin verður að vanda fjöl-
breytt, boðið verður upp á áskriftar-
tónleika, fjölskyldutónleika, tónleika fyrir
börn, popptónleika, jólatónleika og margt
fleira. Vissulega höfum við gert allt þetta
áður en nú verður gefið í sem aldrei fyrr,
þökk sé Hörpu.“
Hróður Sinfóníuhljómsveitar Íslands hef-
ur borist um víðan völl og sveitin ekki átt í
vandræðum með að laða heimfræga ein-
leikara og stjórnendur til samstarfs við sig
gegnum árin. Volkov segir tækifærin verða
enn fleiri eftir vistaskiptin úr Háskólabíói.
„Hljómsveitin hefur haft allt með sér –
nema húsið. Nú er hún komin með heimili
sem er henni samboðið og um leið og ágæti
hússins og hljómburðarins fer að spyrjast út
munu menn bíða í röðum eftir að koma
hingað til að spila eða stjórna. Það er eitt að
spila Mahler eða Beethoven í Háskólabíói,
annað í Hörpu – allt annað. Tónelskir Ís-
lendingar hafa þegar fengið forsmekkinn af
því.“
Hann segir líka allt annað að æfa í alvöru
tónlistarhúsi, það hafi á köflum verið erfitt
að heyra almennilega hvað var á seyði í Há-
skólabíói, standandi á pallinum. „Það var
svo sem engin kvöl og pína að vinna þar en
ég sá ekki fyrir mér að ég gæti stjórnað þar
fimm eða sex tónleikum á ári. Harpa á stór-
an þátt í því að ég ákvað að taka starf aðal-
hljómsveitarstjóra að mér.“
Volkov gleðst innilega með hljóðfæra-
leikurunum. „Nema hvað? Hljómsveitin
Ögrandi
útópía
Ísraelsmaðurinn Ilan Volkov, sem tekinn er við
starfi aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, brennur í skinninu að vinna
reglulega með sveitinni. Hann hefur mjög skýra
sýn á starfið og ætlar að nýta tímann vel. Íslensk
verk verða ekki látin sitja á hakanum í hans tíð.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is