SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 16
16 12. júní 2011 LÍÚ og vilji því engu breyta í fiskveiðistjórn- unarkerfinu? „Því fer fjarri. Og það er þrennt sem mér finnst mikilvægt að benda á í því samhengi. Í fyrsta lagi var það í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem auð- lindanefndinni var komið á fót á sínum tíma, en í framhaldi af niðurstöðum hennar var veiðigjaldinu komið á. Var það af greiðasemi við stórútgerðina? Auðvitað ekki. Þar var unnið með yfirveguðum hætti og í samráði allra flokka að grundvallarbreytingum, sem ætlað var að skapa sátt um nýtingu fiskistofnanna við landið. Stefna okkar í framkvæmd hefur því verið sú, að það þurfi að tryggja sanngjarna hlutdeild fólks- ins í landinu af nýtingu þessarar auðlindar. Veiði- gjaldið var sáttargjörð, en ég legg áherslu á að ávinn- ingur þjóðarinnar verður þegar upp er staðið mestur ef útgerðinni eru búin hagstæð skilyrði. Í öðru lagi áttum við aðild að hinni svokölluðu sátta- nefnd, sem starfaði í fyrra, og studdum megin- niðurstöðu hennar. Þar var til umræðu að gera þá grundvallarbreytingu að aflaheimildir yrðu tíma- bundnar en ekki varanlegar, enda væri búið svo um hnútana að fyrirtækin hefðu fast land undir fótum. Í þriðja lagi var byggðakvótanum komið á í okkar stjórnartíð og ráðist í fleiri byggðatengdar aðgerðir. Það stenst því enga skoðun, að við höfum viljað standa vörð um óbreytt kerfi eða verið í sérhagsmunagæslu. Við höfum hinsvegar staðið fast á því að það megi ekki fórna markmiðinu um arðsemi til langs tíma af veið- unum við Ísland í þágu ómarkvissra félagslegra úrræða og pólitískra afskipta. Þannig stöndum við vörð um hagsmuni allrar þjóðarinnar.“ – Hver er staðan í þinginu varðandi frumvörpin um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu? „Það hafa tvö frumvörp legið fyrir þinginu. Fyrra málið er frumvarp til nýrra heildarlaga um stjórn fisk- veiða. Hætt hefur verið við að lögfesta það á þessu þingi, enda fullkomlega vanbúið til alvöru umræðu. Þar voru lagðar til meiriháttar kerfisbreytingar sem gerðu lítið annað en að draga úr hagkvæmni og skapa óvissu. Ég er sannfærður um að þegar metin hafa verið hag- ræn áhrif af þeim breytingum sem þarna voru lagðar til, þá verður niðurstaðan algjör falleinkunn. Það er óásættanlegt að menn leggi til nýja heildarlöggjöf um okkar mikilvægustu atvinnugrein án þess að hafa raunverulegt samráð um það við nokkurn mann. Rík- isstjórnin sat ein við frumvarpssmíðina og hleypti hvorki öðrum þingflokkum né hagsmunaaðilum að gerð frumvarpsins. Því fór sem fór. Síðan erum við með litla frumvarpið svokallaða, sem þó felur í sér miklar breytingar og hefur fengið vond viðbrögð hjá öllum umsagnaraðilum, hverjum og ein- um einasta. Sú mótsögn er í frumvarpinu að hækka veiðigjaldið í þeim tilgangi að auka tekjur ríkissjóðs en setja um leið fram tillögur sem augljóst er að draga úr arðsemi veiðanna. Þar er einnig lögð til hækkun á svo- kölluðum pottum, bæði strandveiði og byggða, og ljóst er að ef þetta miklar aflaheimildir eru teknar út úr kvótakerfinu til ráðstöfunar fyrir sjávarútvegs- ráðherra, þá verður eitthvað undan að láta annars staðar. Maður hlýtur að spyrja sig um tilganginn með stór- auknum pólitískum afskiptum og eins skortir alla rétt- lætingu fyrir því að ganga á hlut þeirra sem hafa keypt aflaheimildir undanfarin ár og ráðstafa þeim til ann- arra, sem ekki þurfa að greiða fyrir þær. Margir þeirra hafa meira að segja selt sig út úr greininni á und- anförnum árum og koma inn að nýju um bakdyrnar. Sjá menn ekki í hvers lags óefni stefnir?“ – Ertu með því að segja, að verið sé að búa til fyr- irgreiðslukerfi, þar sem ráðherrar geta úthlutað sínu fólki? „Já, tvímælalaust og þetta er í þveröfuga átt við það sem ákveðið var 1990 þegar dregið var úr áhrifum sjávarútvegsráðherra. Nú, þegar við höfum náð þess- um mikla árangri undanfarna tvo áratugi, vill ríkis- stjórnin auka aftur pólitísk afskipti og draga úr hag- kvæmni, allt í nafni réttlætis og sanngirni. En þegar betur er að gáð, þá verið að troða fólki um tær – í hvert sinn sem verið er að auka réttlæti eins, þá er – Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að tala ekki nógu skýrt um afstöðu þína í Evrópusambandsmálum? „Ég verð að segja að mér finnst það afar einkennileg fullyrðing. Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt fyrir okkur að halda okkur fyrir utan Evrópusambandið og er á móti aðild,“ segir Bjarni. „Það skipti okkur öllu máli að hafa fullt forræði og fulla stjórn á okkar mikilvægustu auðlind, sem er fiskveiðiauðlindin, og við höfum ekkert með það að gera að undirgangast fiskveiðistjórnunarstefnu ESB. Ég hef fylgst með stöðugri sókn Brusselvaldsins til meira áhrifa og tel að við yrðum algerlega jaðarsett með því að ganga lengra en orðið er í samruna við aðrar Evrópuþjóðir. Það einkennir málflutning margra Evrópusinna að við séum of lítið og of viðkvæmt samfélag til að ráða okkar málum ein og óstudd. Ég vísa því alfarið á bug og bendi á þann gríðarlega árangur sem náðst hefur frá því lýðveldið var stofnað á Þingvöllum. Við fórum frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til þess að búa við eina mestu hagsæld í heimi á einum manns- aldri. Við urðum bjargálna fyrir eigin rammleik.“ – Fylgismenn ESB hafa einnig talað um að nauð- synlegt sé fyrir Íslendinga að taka upp evru? „Staða gjaldmiðilsins er afleiðing af efnahagslegu heilsufari þjóðarinnar en ekki öfugt. Lítil mynt eins og íslenska krónan kallar á þeim mun meiri aga og stöðugleika. Þess vegna á áherslan að vera á að efla efnahagslífið og þar er núverandi ríkisstjórn ekki á heimavelli. Og við þurfum að átta okkur á því, að síg- andi lukka er best, í stað þess að sækjast eftir skjótum og miklum ávinningi sem getur kallað yfir okkur tímabil ójafnvægis og sveiflna. Gengið of langt í kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar gengu of langt í því að ráð- stafa hagvexti, sem ekki er öruggt að skili sér í hús. Fari svo, að það mistakist að skapa þennan 4-5% hagvöxt, sem nauðsynlegur er til að standa undir kjarasamningunum, sekkur atvinnulífið að nýju í hið gamalkunna far víxlverkunar kauphækkana og verð- bólgu. Hverjir greiða þann kostnað? Það er almenn- ingur með minnkandi kaupmætti og versnandi lífs- kjörum. Krónan gefur eftir, verðbólga eykst, verðtryggð lán hækka og launþegarnir sitja eftir með sárt ennið. Við skulum vona að það gerist ekki, en ef svo fer, hvoru er þá um að kenna, óraunhæfum launahækkunum eða krónunni? Mér finnst óvarlega teflt, þótt ég vilji að sjálfsögðu sjá launþega í landinu fá sinn hlut bættan eftir þá kaupmáttarrýrnun sem átt hefur sér stað. Mér hefur þótt skorta á almenna umræðu um þró- unina innan ESB þessi misserin, ekki síst meðal evru- ríkjanna, sem er okkur alveg sérstakt tilefni til að fara varlega. Ég notaði tækifærið til að ræða þau mál þegar ég hitti forsætisráðherra Svíþjóðar og Bretlands í fyrra. Það stefnir allt í að evruríkin þurfi að gefa æ meira eftir af efnahagslegu fullveldi sínu til þess að renna stoðum undir evrusamstarfið. Þróunin innan ESB hefur verið, er enn og verður áfram, í átt til auk- innar samhæfingar og miðstýringar. Mér hugnast það ekki fyrir okkar litla samfélag, að selja okkur undir miðstýringarvaldið í stórauknum mæli, og ég tel að kjósendur á Íslandi verði ekki hrifnir af því, að geta ekki kallað neinn til ábyrgðar í sífellt fleiri mála- flokkum. Verð áfram málefnalegur Kannski er það hluti af gagnrýninni á mig að ég sé of málefnalegur þegar ég ræði um ESB, en ég vil mál- efnalega umræðu um jafnmikið stórmál og það er. Og ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þetta séu ekki trúarbrögð. En það að ég standi ekki upp á stól og hrópi hátt og snjallt: ,,NEI“ – heldur sé tilbúinn til þess að taka þátt í umræðunni og sýni andstæðum sjónarmiðum skilning þýðir ekki að ég sé vaklandi í minni afstöðu og það þýddi það ekki heldur, þegar flokkurinn setti málið á dagskrá með Evrópunefnd- inni, sem Björn Bjarnason fór fyrir, og Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins, sem Kristján Þór Júlíusson og Árni Þór Sigfússon stýrðu. Það þýðir ekki annað en að flokkurinn hefur ekki forðast umræðu um málið, sem er forsenda heilbrigðrar skoðanamyndunar og ákvarðana.“ Er ekki vaklandi í afstöðu minni til ESB

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.