SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 14
14 12. júní 2011 L íf stjórnmálamannsins er erilsamt. Þennan stutta tíma sem samtalið við Bjarna Bene- diktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, stend- ur yfir hringir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og svo hverfur hann yfir í næsta herbergi til að ræða einslega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Áður en samtalinu lýk- ur þarf hann að rjúka yfir í Alþingi til að taka þátt í harðvítugum umræðum og samningalotum lokadagana fyrir sumarleyfi. Ekki gefst næði til að ljúka samtalinu fyrr en undir miðnætti! En um nóg er að tala, enda hart tekist á um grunnforsendur íslensks samfélags og hvert skuli stefna. – Þú talaðir um það þegar þú tókst við formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrir rúmum tveimur árum að það væri langhlaup að endurvinna traust kjósenda. Er flokkurinn á réttri leið undir þinni forystu? „Já, okkur hefur miðað vel. Ríkisstjórnin hóf kjör- tímabilið með stuðningi um tveggja þriðju allra kjós- enda,“ svarar Bjarni. „En á þessum tveim árum sem liðin eru frá kosningum hefur hún misst helming fylgi- sins. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið fylgi sitt um 50%. Það hvarflaði aldrei að mér að Sjálfstæðisflokkurinn gæti endurheimt traust kjósenda í einu vetfangi. Það var óraunhæft og mér finnst það býsna bratt þegar ég heyri frá mönnum sem skilja ekkert í því að við séum ekki 50% flokkur. Það gleður mig hinsvegar að finna slíka trú á möguleikum okkar og auðvitað er það rétt, að ríkisstjórnin ætti að vera fallin. En það er ekki vegna þess að ekki sé haldið uppi kröftugri stjórnarandstöðu, heldur einfaldlega vegna slímsetu þeirra sem sitja í rík- isstjórn. Stjórnarflokkarnir leggja slíka ofuráherslu á að halda völdum, að þeir láta sig engu varða hvort árangur næst og leggja hugsjónir til hliðar. Þetta er áberandi í hverju málinu á fætur öðru og það dregur auðvitað úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Þjóðin glímir við tilvistarkreppu Ég hef fundið fyrir mikilli viðhorfsbreytingu þegar ég fer á fundi um landið, eins og ég hef gert reglulega frá síðustu kosningum. Áherslan er að færast frá uppgjöri til nýrrar framtíðarsýnar. Þetta er jákvætt, ekki vegna þess að ég vilji ekki ræða um fortíðina, heldur vegna þess að við sem samfélag þurfum að ljúka uppgjörinu og halda áfram. Það var mitt helsta viðfangsefni í rúmt ár eftir kosn- ingar að ræða um fortíðina, hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn hygðist gera upp hrunið og hvernig við myndum takast á við það sem stæði í rannsóknarskýrslu Alþing- is. Margt af okkar traustasta fólki kom á fundina til að ræða uppgjörið, umræðan var mjög gagnrýnin og við fórum af heilum hug í gegnum hana lið fyrir lið, hvaða lærdóm við gætum dregið af hruninu. Aðrir flokkar hafa ekki tekist á við sinn þátt í aðdraganda þess með viðlíka hætti. Margt fór úrskeiðis, en eftir því sem frá hefur liðið, hefur komið skýrari mynd á hlutina, til dæmis sú stað- reynd að fjármálakrísan á Íslandi var hluti af al- þjóðlegri kreppu í fjármálaheiminum, sem hitti okkur sérstaklega illa fyrir. Það gerðist ekki vegna þess að bankarnir voru einkareknir, enda eru þeir einkareknir um allan heim; ekki vegna þess að það væri rangt að byggja á opnu og frjálsu markaðshagkerfi, heldur vegna þess að í bankaheiminum fylgdi frelsinu ekki ábyrgð. Erlendir fjárfestar og lánastofnanir fóru fram úr sér í því að aðstoða áhættusækna íslenska banka- menn við að stækka bankakerfið, allt í trausti þess að íslenska ríkið myndi ábyrgjast þá ef illa færi. Svo rann það upp fyrir mönnum að ríkið hafði aldrei bolmagn til þess og það stóð aldrei til.“ – Þú talar um framtíðina. Hvað er það í framtíð- arsýn Sjálfstæðisflokksins sem á erindi við þjóðina, fremur en sú stefna sem ríkisstjórnin fylgir? „Mér finnst margt í þjóðmálaumræðunni bera ein- kenni þess að þjóðin glími við mikla tilvistarkreppu eftir það sem hér gerðist. Það kemur fram í því að menn efast um alla hluti, jafnvel það sem sameinar okkur sem þjóð og hefur gagnast okkur best. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ríkisstjórnin er hvað verst í þessu. Hér er alið á því að stjórnarskráin hafi brugðist, síð- an rokið yfir í að kosningafyrirkomulagið sé ónýtt, að gjaldmiðillinn gagnist alls ekki, að ganga þurfi í ESB til Bjarni Benediktsson segir það forsendu kraftmikils sam- félags, að sá þeirri tilfinningu meðal fólks, að vilji það láta til sín taka, þá sé Ísland land tækifæranna. Sjálfstæðis- flokkurinn á erindi í ríkisstjórn Það hefur gengið á ýmsu í þjóðmálunum frá því Bjarni Benedikts- son var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmum tveimur árum. Hér ræðir hann stöðu Sjálfstæðisflokksins, ESB og sjávarútvegsmálin, formennskuna og framtíðarsýnina, hugsjón- irnar sem liggja til grundvallar, stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og hvað þarf til að hefja viðreisn í íslensku efnahagslífi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.