SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 32
32 12. júní 2011 H ið gamalkunna Hótel Loft- leiðir hefur nú opnað undir nýju nafni, Reykjavík Nat- ura. Það er ekki aðeins nafnið sem er nýtt heldur er búið að gera miklar endurbætur á hótelinu fyrir tæplega milljarð króna. Ekkert hefur því verið til sparað í hönnuninni og er útkoman glæsileg. Margar nýjungar líta dagsins ljós í tengslum við breytingarnar, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Á jarðhæð hefur verið opnaður nýr veitingastaður sem ber nafnið Satt, sem er skipt í tvennt, annars vegar er Eldhús, með áherslu á létt ferskmeti og hraða þjón- ustu og hins vegar Betri stofa fyrir þá sem vilja sitja lengur. Þess má líka geta að í hótelinu er Sóley Natura Spa í kjallara en gamla sundlaugin hefur verið endurnýjuð. Þar verður jafn- framt boðið upp á nýstárlega heilsurækt og dekur við líkama og sál. Norðurljósaherbergi og lækningaplöntur Rekstur hótelsins verður vottaður um- hverfisvænn. Allar snyrtivörur gesta á herbergjum, sem og í spa verða lífrænar vörur frá Sóley Organics. Áhugavert er ennfremur að í end- urbættum gistiherbergjunum er jafn- framt kynnt íslensk náttúra. Gestir geta valið á milli þess að gista í herbergjum sem kynna í máli og myndum mosa, jarðhita, norðurljós, eldvirkni og vatn. Þarna er líka að finna ný fjölskyldu- herbergi, skreytt teikningum Eggerts Péturssonar, listamanns, af flóru Íslands, ásamt upplýsingum um hvernig plöntur á Íslandi hafa verið notaðar til lækninga gegnum árin. Útipallur við hótelið sem áður var kennt við Loftleiðir. Móttakan er stílhrein en jafnframt hlýleg. Hér er sko hægt að hafa það huggulegt. Veitingastaðurinn Satt hefur hafið rekstur á jarðhæð hússins. Starfsfólkið er komið í nýjan búning rétt eins og hótelið sjálft. Myndin er tekin í móttökunni. Teikningar eftir Eggert Pétursson úr bókinni Flóra Íslands prýða þetta herbergi. Náttúruleg upplifun Hótel Loftleiðir hefur nú verið opnað undir nafn- inu Reykjavík Natura eftir gagngerar endurbæt- ur. Reksturinn verður umhverfisvænn, í húsinu hefur verið opnaður nýr veitingastaður og líka spa með vörum frá Sóley Organics. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Innlit

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.