SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 16
16 19. júní 2011 jakkafataklæddan Range Rover-eiganda, sem brýtur öll boðorðin á einum degi. Hann segir auglýsingagerð góða þjálf- un. „Þar er virk kvikmyndagerð, frá viku til viku, og þar fá menn reynsluna og þjálfunina.“ Talið berst að Latabæ því viðtalið fer einmitt fram í græna herberginu í upp- tökuveri þáttanna. „Það var virkilega gott fyrir kvikmyndabransann að fá Latabæ hingað inn. Menn fengu að prófa nýjustu tækni. Hér inni er eitt fullkomn- asta „green screen“ stúdíó í Evrópu. Síð- ustu ár hefur verið mikill uppgangur í ís- lenskri kvikmyndagerð hvað varðar fagmennsku og aðgang að tækjum. Það er frábært starfsfólk hérna,“ segir hann og nefnir erlendu myndirnar sem hafa verið teknar hér en hann vann sjálfur einmitt við mynd Clints Eastwood, Flags of our Fathers. Honum finnst gott að vera kvik- myndaleikstjóri á Íslandi í dag og segir yfirbygginguna í kringum bandarískar myndir vera mikla og strangar verka- lýðsreglur í gildi. Gleði í samvinnunni „Hér er meiri samvinna og hún smitar út frá sér í gleði sem síðan smitast í mynd- ina. Eins og í Eastwood-myndinni þá fengum við lánaða ljósastanda í ljósa- deildinni, þurftum að kvitta upp á lánið og svo fóru þau með þá út í fjöru. Það byrjaði síðar að flæða að og við sáum að þeir voru að fara að lenda í sjó. Við hlup- um til og ætluðum að taka þá en máttum það ekki því það var í verkahring ljósa- deildarinnar. Það fólk var hins vegar langt í burtu svo standarnir blotnuðu all- ir og ryðguðu. Þetta fannst manni svolít- ið asnalegt. Hér er meiri ástríða fyrir kvikmyndagerð. Hana vantar víða í bíó- myndir í heiminum finnst mér. Það skil- ar sér á tjaldið ef þér er annt um það sem þú ert að segja og gera.“ skápur,“ segir hann dularfullur í bragði. Auk Sveppa og Villa leikur Gói í mynd- inni en hann er líka fastagestur í þátt- unum. Hvernig er að vinna með þessum strákum? „Það er bara yndislegt. Það er besta efni sem leikstjóri getur ímyndað sér að vinna með svona gaurum.“ Eftir að Bragi Þór og Sveppi eru búnir að skrifa handritið lesa þeir allir yfir það saman. „Þá fæðast oft góðir punktar sem eru til að styrkja söguna og galdrana. Það eru allir ótrúlega mikið í takt hver við annan í þessum hópi. Þeir skilja mig og það sem ég vil ná myndrænt. Þeir skilja hver annan. Þetta gengur eins og smurð vél.“ Viðtalið fór fram undir lok síðasta mánaðar, á fjórða degi af tökum, en áætl- að var að tökurnar stæðu yfir út næstu viku. Æsilegur eltingaleikur í myndinni „Við förum bæði í Þjóðskjalasafn Íslands og Þjóðminjasafnið. Það er eltingaleikur sem fer frá Þjóðminjasafni niður Há- skólalóðina, framhjá Norræna húsinu, út á flugvöll, yfir flugbrautina og niður í Nauthólsvík. Æsilegur eltingaleikur!“ Það er kannski nóg til af barnaefni á ís- lensku en ekki úr íslenskum veruleika en fólk hefur auðvitað gaman af því að sjá staði sem það þekkir. „Þetta er ævintýri sem gerist á okkar tímum, í okkar um- hverfi, borg og landi.“ Leikstjórinn rifjar upp ævintýramynd- irnar sem höfðuðu til hans þegar hann var strákur. „Myndir eins og Back to the Future, E.T., Indiana Jones og Star Wars. Það er gaman að heimfæra æsing- inn, ævintýrið og hasarinn í þessum myndum. Mér finnst við svolítið hafa náð því. Það er alltaf eitthvað að gerast og hetjurnar uppskera ávallt laun erfiðis síns.“ Hann kemur með vísanir úr þessum gömlu myndum í eigin myndum. „Eins og í mynd númer tvö eru þeir í Ghost- busters-göllum, með byssur að skjóta á drauga,“ segir Bragi Þór en honum finnst mikilvægt að koma með eitthvað sér- staklega fyrir foreldrana. „Við könnumst allir við það að fara með börnin okkar í bíó á mynd sem við okkur finnst ekkert skemmtileg. Börnin horfa en við erum hrjótandi úti í sal. Okkur er mjög um- hugað um að gera eitthvað fyrir foreldr- ana líka og lítum á Toy Story og Shrek í þessum efnum. Koma með eitthvað sem krakkarnir ekki skilja en foreldrarnir eru ofboðslega þakklátir fyrir og gera þannig bíóferðina með fjölskyldunni enn meira virði.“ Byrjaði í auglýsingum Bragi Þór stofnaði fyrirtækið Hreyfi- myndasmiðjuna árið 1997, þegar hann var aðeins 23 ára. „Ég stefndi til að byrja með inn á auglýsingar. Ég var alltaf að reyna að fá að leikstýra auglýsingum fyrir stærri fyrirtæki en það gekk illa að sann- færa þau því ég var nýr í þessu. Ég ákvað að búa til eitthvert batterí til að koma sjálfum mér á framfæri.“ Það gekk eftir og Hreyfimyndasmiðjan gerði margar auglýsingar. Það var síðan árið 2003 sem Bragi Þór gerði sína fyrstu stuttmynd, Síðasta kynslóðin: Boðorðin 10, sem fjallar um ungan athafnamann, „Það eru allir ótrúlega mikið í takt hver við annan í þessum hópi. Þeir skilja mig og það sem ég vil ná myndrænt. Þeir skilja hver annan. Þetta gengur eins og smurð vél,“ segir Bragi Þór um samstarfið við strákana. Frá fjórða degi af tökum á Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Stjörnurnar þrjár, Vilhelm Anton Jónsson (Villi), Guðjón Karlsson (Gói) og Sverrir Þór Sverr- isson (Sveppi) slaka á í græna herberginu í upptökuveri Latabæjar á milli taka. Leikstjórinn spáir í spilin ásamt Sveppa og Villa. ’ Við könnumst allir við það að fara með börnin okkar í bíó á mynd sem við okkur finnst ekkert skemmtileg. Börnin horfa en við erum hrjótandi úti í sal. Okkur er mjög um- hugað um að gera eitthvað fyrir foreldrana líka, koma með eitthvað sem krakk- arnir skilja ekki en foreldr- arnir eru ofboðslega þakk- látir fyrir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.