SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 37
síðan, eins og við sjálfan sig; „ég ætla að taka púpurennsli á þetta á eftir“. Hann snýr sér síðan aftur að mér og segir að þarna fyrir ofan séu nokkrir góðir veiðistaðir sem við eigum eftir að skoða. „Þeir eru ekki jafn hraðir og þessi. Við leyfum mönnum að veiða upp að Krák- árbakka en þar stóð samnefnt kot. Við félagarnir sem leigjum ána höfum farið með henni allri. Hún breytir sér mjög mikið milli ára, eins og þú sást á breiðunni áðan. Állinn sem við veiddum mest í í fyrra er nú fullur af sandi.“ Veiðiskapur fjarri mannabyggð og uppi á heiðum, eins og býðst í Kráká, heillar marga. Jón segir að á hverju ári mæti þangað litlir hópar veiðifélaga sem láta aka sér upp á heiði og ganga síðan niður með ánni á tveimur eða þremur dögum, þeir gista í tjöldum og veiða sig niður með henni. Það hljómar spennandi. Meira að segja vargurinn heillar Jón Eyfjörð hefur eytt mörgum dögum við veiðar í þessari sveit gegnum árin. Hvern- ig kom það til? „Ég er ættaður utan af Látraströnd norðan Grenivíkur,“ segir hann og í orð- unum felst að hann sé skilgetinn sonur þessa landshluta. „Við vorum samtíða í Kennaraháskól- anum við Hólmfríður á Arnarvatni og sumarið 1983 bauð hún mér að koma hingað að veiða í Laxá í Mývatnssveit. Þannig byrjaði þetta. Ég kolféll fyrir ánni. Fyrstu tvö árin sem ég kom í Laxá fékk ég samt ekki neitt,“ segir hann og brosir. „En fegurðin, kyrrðin, áin – allt hérna var æðislegt! Meira að segja flugan, varg- urinn.“ Hann hlær. „Ég kom fyrst hingað uppeftir í Kráká með Daða Harðarsyni, um 1990. Þá veiddum við í hyljum hérna fyrir ofan. Ég hef verið að koma hingað í 20 ár.“ Hann er farinn að þekkja suðurþing- eyska urriðann vel. „Það má segja það, ég er búinn að veiða víða á þessu svæði.“ Nú stendur Jón líka í því að selja veiði- mönnum leyfi í vorveiði á urriða í Laxá í Aðaldal. „Ég samdi um það við Orra Vigfússon, fyrir hönd Laxárfélagsins, að selja í vor- veiði á svæðum þess, tíu stangir. Það er bara á vorin, áður en laxveðin byrjar. Þetta er samvinnuverkefni okkar Lax- árfélagsins og þetta er þriðja vorið sem ég stend í þessu; það er veitt í nítján og hálf- an dag, frá 1. júní. Þann tuttugasta hefst laxveiðin. Við veiðum frá Spegilflúð á Laxamýri og upp Laxamýrarsvæðið og Núpasvæðið, svo Jarlsstaðaveiðar frá Tjarnarhólmaflúð og upp að Dýjaveitum. Einnig Hagaveiðar og neðri hlutann af Hrauni. Þá höfum við líka farið inn á land Hólmavaðs og Ytra- Fjalls, ég gerði samkomulag um það. Fyrsta vorið, 2009, var mjög kalt. Samt veiddist ágætlega, með því að veiða þungt, hægt og djúpt. Það gildir það sama í Laxá á vorin og hér upp frá, í Kráká. Það þarf ekki að strippa mikið; veiða þungt og djúpt.“ Jón endurtekur þessi orð með sjálfum sér og horfir um stund á Guðmund kasta. Segir síðan: „Ég dýrka þessi svæði.“ Nær hann eitthvað að veiða sjálfur urr- iða í Laxá á vorin? „Ég kem hingað norður upp úr 20. maí, fer yfir svæðin og geri klárt – en ég prófa oft líka eitthvað að kasta,“ segir hann og brosir. „Svo hefst veiðin 1. júní og ég er hér til 19., með örfáum undantekningum, og þá gefst ekki mikill tími til að veiða sjálfur því ég er að segja öðrum til – vinn- an getur truflað veiðina!“ Aftur brosir Jón. „Í fyrra ætlaði ég að vera mjög dug- legur við að veiða sjálfur hér en það varð lítið úr því. En það stefnir í að ég nái að veiða meira núna, því von er á eitthvað færri veiðimönnum en í fyrra.“ Er Laxá í Aðaldal ekki að vissu leyti ókannað land hvað urriðan varðar, hann hefur einkum verið meðafli í laxveiði? „Jú, þetta eru ókönnuð lönd. Urriðinn hefur ekki verið veiddur með svo mark- vissum hætti. Bændur hafa verið að hleypa mönnum í ána en nú hef ég skipt þessu upp í sex svæði og á þremur dögum fara veiðimenn á þau öll. Þeir veiða því víða. Og þar, eins og hér í Kráká, er von á rígvænum urriðum. Í hittifyrra var stærsti fiskurinn í vor- veiðinni í Laxá 67 cm og sá stærsti í fyrra 64 cm. Ég fékk um daginn einn 60 cm, á Grjóteyri við Haga. Það var í stórhríðinni um daginn.“ Og því til áréttingar steypir hrossagaukur sér rétt hjá okkur, með háum trillum. Í veiðistússi allt árið Jón kemur að útgáfumálum, því ásamt Guðmundi veiðifélaga okkar og Heimi Óskarssyni heldur hann út veiðivefnum Vötn og veiði og veftímaritinu Veiðislóð. „Þetta er allt hluti af veiðiástríðunni, það er gaman að stússa í þessu,“ segir Jón. „Ég er svolítið að skrifa en Guðmundur er ritstjórinn og sér mest um þetta. Við höf- um meira verið að ýta Vötn og veiði áfram af vilja en að þetta sé fjárhagslega hag- kvæmt. En þetta er partur af því sama; að vera að veiða, að selja veiðileyfi og að skrifa. Á þennan hátt get ég verið í þessu allt árið.“ Það hlýtur að mega segja að Jón Eyfjörð sé með veiðidellu. „Já já,“ segir hann og brosir. „Ég byrj- aði að veiða á færi. Pabbi var trillukall og þetta er í blóðinu. Ég var sjö ára gamall þegar ég byrjaði að fara á sjó með pabba.“ Hvað er svona spennandi? Er það biðin eftir tökunni, kippurinn? „Ég gekk í gegnum það sama og allir aðrir; fyrst vildi ég bara ná að veiða nógu mikið,“ svarar hann. „En nú er ég alveg hættur að fá út úr því. Nú er það takan, og glíman við fiskinn. Eftir því sem maður verður eldri eykst líka ánægjan við að leyfa honum að synda burtu aftur. Nei, veiðilöngunin dofnar ekkert. Mig fer að dreyma veiðina í mars.“ Guðmundur dregur línuna inn á hjólið, hann hefur ekki orðið var í strengnum. „Nú er sólin að brjótast í gegn – ég ætla að kasta púpu á strenginn,“ segir Jón, þrífur stöngina sem á er þung púpa og tökuvari, og gengur niður að ánni. Hann veður upp strenginn neðst, kastar stutt á undan sér og fylgist með töku- varanum. Innan skamms er hann kominn yfir stórgrýttan strenginn, við bakkann fjær er fallegur spegill, Jón kastar ofan við hann, fylgist með rekinu og lyftir skyndi- lega stönginni – stór urriði er á og stekkur upp úr vatninu. Eftir nokkrar mínútur er Jón kominn með fjögurra punda fiskinn í myndatöku okkar megin við Kráká og síðan er honum sleppt. Ofar við ána nást tveir fallegir fisk- ar til. Það er eins og hann segir; þeir eru kannski ekki margir, og það er spotti milli veiðistaðanna – en þetta eru fallegir urr- iðar og þeir eru sterkir. Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/Einar Falur ’ Ég gekk í gegnum það sama og allir aðrir; fyrst vildi ég bara ná að veiða nógu mikið. En nú er ég alveg hættur að fá út úr því. Nú er það takan, og glíman við fiskinn. Eftir því sem maður verður eldri eykst líka ánægjan við að leyfa honum að synda burtu aftur. Nei, veiðilöngunin dofnar ekkert.“ 19. júní 2011 37 Að þessu sinni er haldið til veiða í Kráká í Mývatnssveit með Jóni Eyfjörð. Hann þekk- ir afar vel þar til, rétt eins og á öðrum sil- ungsveiðislóðum í Suður-Þingeyjarsýslu, en hann er einn þriggja leigutaka árinnar og hefur verið það undanfarin ár. Jón Eyfjörð er annars framkvæmdastjóri verkfræði- og hugbúnaðarhúss sem heitir Staki. Þar hefur hann starfað frá árinu 2008. „Þetta byrjaði í hruninu,“ segir hann og glottir þegar spurt er að því hvernig gangi að standa í rekstri á fyrirtæki í dag. „Þetta lullar,“ bætir hann við. „Við vorum ellefu þegar við byrjuðum en erum 17 núna.“ Jón kemur á ýmsan hátt að stangveiði- málum. Ekki aðeins er hann ástríðufullur veiðimaður, heldur kemur hann einnig að leigu Krákár, eins og fyrr segir, annast sölu á veiðileyfum í urriðaveiði á svæðum Lax- árfélagsins í Aðaldal á vorin, og þá er hann einn þriggja aðstandenda veiðivefjarins Votnogveidi.is og nýs vefttímarits, Veiði- slóð, en það er tímarit um sportveiði og tengt efni. Veitt með Jóni Eyfjörð í Kráká á Mývatnsheiði Jón Eyfjörð hampar fallegum á að giska fjög- urra punda urriða úr Kráká. Kemur á ýmsan hátt að veiðinni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.