SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 44
44 19. júní 2011 John Birmingham - Weapons of Choice bbbnn Eitt af því sem einkennir vísindaskáldskap um- fram aðra bókmenntageira er spurningin „hvað ef“ og einn af undirgeirum vísindaskáldskapar tekur á spurningum um hvað ef saga heimsins hefði þróast á annan hátt. Weapons of Choice fjallar um alþjóðlegan herskipaflota sem fyrir skelfilegt eðlisfræðilegt slys er fluttur frá árinu 2021 aftur til ársins 1942. Þessir hermenn fram- tíðarinnar eru því fastir í heimsstyrjöldinni síðari og þurfa að gera upp við sig að hve miklu leyti þeir vilja hafa áhrif á gang sögunnar. Bókin er stórskemmtileg, en það verður þreytandi að nær hver ein- asti maður frá árinu 1942 er rasískur kvenhatari en nær allt framtíð- arfólkið eru hæfileikaríkir og umburðarlyndir einstaklingar. Ef les- andinn leiðir þessa galla hjá sér getur hann skemmt sér vel yfir bókinni. Dan Wells – I Am Not A Serial Killer bbbmn Söguhetjan í bókinni, hinn fimmtán ára gamli John Wayne Cleaver, er haldinn þeirri persónu- leikaröskun sem á íslensku er kölluð siðblinda en er e.t.v. betur þekkt sem sociopathy á ensku. Hann er ófær um að tengjast öðru fólki tilfinn- ingalega og á það til að líta á aðrar manneskjur sem hluti. Þetta er einmitt sú persónuleika- röskun sem einkennir meirihluta raðmorðingja. John er meðvitaður um þetta og gerir sitt besta til að halda sínum slæmu kenndum í skefjum. Þegar yfirnáttúrulegur og djöfullegur raðmorðingi hefur störf í bæn- um þarf John hins vegar að fórna sumum reglunum til að finna morðingjann. Því verður ekki neitað að grunnhugmyndin að bók- unum um John Cleaver er ekki ósvipuð Dexter-bókunum, en maður gleymir þeirri tengingu mjög fljótt við lesturinn. Dan Wells – Mr. Monster bbbbn Önnur bókin um John Wayne Cleaver tekur við þar sem þeirri fyrri lauk. Nýr yfirnáttúrulegur raðmorðingi gengur laus og virðist vera að reyna að tala við John í gegnum morðin. John á hins vegar í erfiðri glímu við sjálfan sig. Hann þurfti að sleppa skrímslinu í sjálfum sér lausu í fyrstu bókinni og virðist ekki geta lokað það inni aftur. Bókin er ef eitthvað er myrkari en sú fyrri og það er óhugnanleg upplifun að komast inn í huga drengs sem er eins skemmdur af náttúrunnar hendi og John Wayne Cleaver. Erlendar bækur Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Eymundsson 1. Worth Dying For – Lee Child 2. Mini Shopaholic – Sophie Kinsella 3. Life: Keith Richards – Keith Richards 4. Tigerlily’s Orchids – Ruth Rendell 5. Angelology – Danielle Trus- soni 6. Sunset Park – Paul Auster 7. The Cobra – Frederick For- syth 8. That Perfect Someone – Jo- hanna Lindsey 9. Happy Ever After – Nora Ro- berts 10. At Home – Bill Bryson New York Times 1. The Help – Kathryn Stockett 2. Something Borrowed – Emily Giffin 3. 10th Anniversary – James Patterson & Maxine Paetro 4. Summer Secrets – Barbara Freethy 5. Just Like Heaven – Julia Quinn 6. Water for Elephants – Sara Gruen 7. Buried Prey – John Sandford 8. A Game of Thrones – George R. R. Martin 9. Dreams of Joy – Lisa See 10. Creed’s Honor – Linda Lael Miller Waterstone’s 1. The Midnight Palace – Carlos Ruiz Zafon 2. Lord of the Flies – William Golding 3. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 4. Breaking Dawn – Stephenie Meyer 5. A Dance with Dragons – George R. R. Martin 6. The Girl Who Kicked the Hor- nets’ Nest – Stieg Larsson 7. Passion – Fallen – Lauren Kate 8. Kiss of Death – Rachel Caine 9. Midnight – L.J. Smith 10. The Lost Symbol – Dan Brown Bóksölulisti Lesbókbækur U mræða um bækur og framtíð þeirra snýst alla jafan helst um form en ekki inntak; það býst væntanlega enginn við því að menn hætti að skrifa bækur, að skáld hætti að semja ljóð, skáldsagnahöfundar að skrifa sögur eða aflóga stjórn- málamenn að skrifa varnarrit, svo dæmi séu tekin frá síðustu bóka- vertíð hér á landi. Frá því um miðja fimmtándu öld hafa pappír og texti verið svo samofin að fyrir flestum er bók texti sem prentaður er á pappír – sjá til að mynda hvernig Dagur bók- arinnar á Íslandi er hylling pappírsins. Þetta hefur þó breyst á síðustu árum og breytist ört, eins og sjá má á því að Amazon, sem er helsti bóksali heims, skýrði frá því um miðjan maí að fyrirtækið seldi orðið fleiri rafrænar bækur en bækur á pappír. Í bókinni This is Not the End of the Book ræða þeir Umberto Eco og Jean-Claude Carrière um framtíð bókarinnar og þá með áherslu á formið, þ.e. þeir eru að ræða framtíð bóka sem prentaðar eru á pappír (þess má geta að hægt er að kaupa rafræna útgáfu bókarinnar). Báðir eru þeir frægir fyrir bókasöfnun, meðal annars, en Eco er heimsþekktur ítalskur rithöfundur, meðal annars höfundur met- sölubókarinnar Nafn rósarinnar, og virtur tákn- fræðingur, og Carrière þekktur franskur rit- og handritshöfundur. Eco safnar bókum kjána fyrri alda, þ.e. bókum þar sem menn halda fram fárán- legum eða heimskulegum vísindakenningum, og Carrière safnar fallegum bókum, en báðir eru mjög áhugasamir um svonefndar incunabula-bækur, bækur sem prentaðar voru á fimmtándu öld. Í samtalinu, sem rithöfundurinn og fræðimað- urinn Jean-Philippe de Tonnac stýrir, segir Eco að bókin, en hér eftir í þessari grein vísar orðið bók alltaf til texta sem prentaður er á pappír og inn- bundinn, sé eins og matarskeið – þegar búið sé að finna hana upp á annað borð sé ekki hægt að beturmbæta hana. Hann endurtekur þessa staðhæfingu nokkrum sinnum í samtalinu með tilbrigðum, en með því vísar hann í að kostum bókarinnar sé erfitt að ná nema með bók. Eins og getið er eru þeir báðir bókasafnarar, Eco á víst 50.000 bæk- ur eða svo sem hann geymir á ýmsum stöðum, þar af 1.200 sem kalla má rarítet, og Carrière 30.000-40.000, þar meðtaldar 2.000 sannkallaðar fornbækur. Það eyða líka talsverðum tíma í að ræða um slíkar bækur, rekja sögur af öðrum söfnurum, velta fyrir sér eðli söfn- unar og söfnunaráráttunnar, grobba sig af bestu kaupunum og því hvaða bækur þeir halda mest upp á í safninu, hvaða bókum þeir sjá helst eftir og svo má telja. Hvaða bók myndu þeir til að mynda forða ef bókasafnið yrði eldi að bráð? Eco: Ferðabókin „Peregrinatio in Terram Sanctam eftir Bernhard von Breydenbach, úgtáfa Peter Drach frá 1490. Carrière: Kvikmyndahandrit eftir Alfred Jarry og annað slíkt eftir André Breton, auk bókar eftir Lewis Carroll sem inniheldur meðal annars bréf eftir hann. Allt þetta tal um gamlar bækur skyggir eðlilega nokkuð á hugleiðingar þeirra um nýjar bækur, eða réttara sagt bækur framtíðarinnar, og fyrir vikið er This is Not the End of the Book ekki gagnleg fyrir þá sem eru að spekúlera í slíku – heiti bókarinnar hefði kannski átt að vísa meira í fortíðina: Þetta er ekki endir bókarinnar, en samræður um uppruna henn- ar. Gott dæmi um það hvaða augum þeir líta bækur er sú frásögn Carrière að hann fari stundum inn í bókaherbergi sín til að horfa á kilina, en ekki endi- lega til að snerta bækurnar eða lesa þær. Eco gengur þó lengra; honum finnst gaman að nusa af bókum: „Hver okkar hefur ekki sótt sér næringu í angan bóka í hillu, þó að maður eigi ekki viðkomandi bæk- ur?“ Bókabéusarnir Umberto Eco og Jean-Claude Carriére komu saman til að ræða um framtíð, en þó aðallega fortíð, bókarinnar. Ljósmynd/LEONARDO CENDAMO/GRAZIA NERI Framtíð og (aðal- lega) fortíð bóka Þegar bókabéusar koma saman til að ræða um framtíð bókarinnar kemur væntanlega fáum á óvart að talið fari snemma að snúast um fortíð hennar. Það kom á daginn þegar þeir Umberto Eco og Jean-Claude Carrière tóku spjall saman. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.