SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 32
32 19. júní 2011 B laðamaður hitti þær stöllur, Guðrúnu Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur, á skrifstofu þeirra í Toppstöðinni, gömlu varaaflsstöðinni í Elliðaárdalnum. Þar er nú komið svokallað frumkvöðlasetur þar sem margs konar starfsemi fer fram og má með sanni segja að ný orka sé komin í húsið sem hafði staðið autt í mörg ár. Fyrirtæki þeirra vinkvenna, Puzzled by Iceland, er innan við ársgamalt en margt hefur gerst á þeim stutta tíma frá því hugmyndin varð til. Hver er sagan á bak við Puzzled by Iceland? Þóra: „Síðasta sumar vorum við báðar í framlengdu fæðingarorlofi, með tvö lítil kríli, og hvorug okkar var með atvinnu að fæðingarorlofi loknu. Okkur var farið að langa aftur út á vinnumarkaðinn, en við vorum ekki tilbúnar í fulla vinnu þar sem yngri börnin okkar voru aðeins þriggja og sex mánaða gömul. Því ákváðum við fyrst að stofna fyrirtæki og svo kviknaði hug- myndin.“ Guðrún: „Ég hef mjög gaman af því að púsla og eina nóttina, þegar ég var að gefa dóttur minni, datt mér í hug að það gæti verið skemmtilegt að búa til púsluspil með íslenskum myndum. Ég hafði farið til Svíþjóðar í fjölskylduheimsókn og þar keyptum við hjónin púsluspil með mynd af sænsku konungsfjölskyldunni sem nokkurs konar grínjólagjöf. Ég hugsaði með mér af hverju þetta væri ekki til á Ís- landi, t.d. með Ólafi og Dorrit? Þarna kviknaði hugmyndin um miðja nótt og eins og með flestar hugmyndir þá var hún mjög einföld í byrjun.“ Margt hefur gerst frá því þessa ör- lagaríku nótt, kom ykkur á óvart að verða í 2. sæti í Gullegginu? Þóra: „Já, þetta kom okkur á óvart. Við tökum þetta allt í litlum skrefum, settum okkur fyrst það markmið að lenda í topp 10 hópnum. Þegar við skráðum okkur fyrst í keppnina, fannst okkur fjar- stæðukennt að lenda í öðru sæti þar sem 257 aðrar viðskiptahugmyndir voru einn- ig skráðar til leiks. Eftir að við komumst í topp 10 var næsta markmið að klára keppnina með sigri og við erum svo sannarlega ánægðar með árangurinn. Ey- rún, sem lenti í 1. sæti, ætlar að hjálpa ungbörnum að hætta að gráta á nóttunni. Þar sem við erum báðar tveggja barna mæður erum við auðvitað mjög spenntar fyrir hennar verkefni, enda þekkjum við vel svefnleysið sem nýbakaðir foreldrar upplifa oft á fyrstu mánuðum, jafnvel ár- um, í lífi barna sinna.“ Guðrún: „Þeir sem komust í topp 10 hópinn fengu svo tækifæri til að kynna viðskiptahugmynd sína fyrir 15 manna dómnefnd sem samanstóð m.a. af fjár- festum og stjórnendum úr íslensku at- vinnulífi. Áður en við fórum inn í her- bergið og héldum okkar kynningu, hugsuðum við til þess að við hefðum báð- ar farið í tvígang upp á fæðingardeild og komið samtals fjórum börnum í þennan heim – þessi kynning hlyti að vera barna- leikur miðað við það. Kynningin okkar gekk auðvitað ljómandi vel og við mælum með þessari „pepp-ræðu“ fyrir allar kon- ur.“ Var eitthvað sérstakt sem veitti ykkur innblástur? Guðrún: „Í raun má segja að landið okkar og náttúran sé innblásturinn okk- ar. Á hverju púsli er ljósmynd af íslenskri náttúruperlu eða íslensku dýri. Við höf- um eytt löngum stundum fyrir framan tölvuna og skoðað vefsíður á borð við www.flickr.com í leit að ljósmyndum. Allar ljósmyndir sem við höfum notað á púslin hingað til hafa verið teknar af ís- lenskum áhugaljósmyndurum og eitt af nýju púslunum sem koma í verslanir í lok maí er með ljósmynd úr keppni sem við héldum í samvinnu við vefinn ljos- myndakeppni.is.“ Hvaðan kom nafnið; Puzzled by Ice- land? Guðrún: „Stuttu eftir að hugmyndin kviknaði, komumst við í samband við hönnuðinn okkar, Sóleyju Þórisdóttur vöruhönnuð. Hún stakk í raun upp á nafninu, Puzzled by Iceland, í kjölfarið á langri útskýringu okkar á hugmyndinni. Öll okkar samskipti fara í gegnum Skype þar sem Sóley er búsett í Amsterdam. En samstarfið gengur ótrúlega vel og það er frábært að vinna með svona hæfi- leikaríkum hönnuði. Við Þóra notum einnig Skype í daglegri vinnu, ef við get- um ekki verið samtímis á sama stað – ef t.d. önnur okkar er heima með veikt barn.“ Allir dagar eru föstudagar Fyrirtækið heitir Puzzled by Iceland sem hæfir vel íslensku fyrirtæki sem hannar og framleiðir púsluspil en vörumerkið er „Puzzled by. Vörumerkið býður upp ýmsa möguleika, til dæmis púsluspil fyrir önnur lönd, og það er einmitt það sem koma skal hjá vinkonunum. Hvernig hefur gengið að láta skrásetja vörumerkið? Þóra: „Þar sem varan okkar er afar ein- föld – púsluspil með ljósmyndum af ís- lenskum náttúrperlum og dýralífi – og í mjög einföldum umbúðum þá er í raun ekki hægt að sækja um einkaleyfi á henni. Hins vegar byrjuðum við strax á því að skrásetja vörumerkið ,,Puzzled by á Ís- landi og nú bíðum við eftir svari við um- sókn okkar um skráningu vörumerkisins í Noregi, Evrópusambandinu og Banda- ríkjunum. Skráning vörumerkis er kostnaðarsamt ferli en það borgar sig, ef „Kom á óvart hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt“ Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir hrepptu 2. sætið í Gullegginu nýverið, keppni sem Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur stendur fyrir á hverju ári, með viðskiptahug- mynd sína, Puzzled by Iceland. Keppnin er tæki- færi fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum á framfæri og miðar að stofnun fyrirtækja. María Elísabet Pallé mep@mbl.is Hérna er Þóra með strákinn sinn, Eggert Aron, nýkomin með fyrsta púslið í hendurnar. „Þetta voru sýnishornin okkar sem komu með DHL og ég held við höfum aldrei verið jafn- kátar með DHL sendingu eins og þarna. Þetta var í enda september – rétt rúmum mánuði eftir að við stofnuðum fyrirtækið,“ segir Þóra. Þóra (t.v.),Vigdís Finnbogadóttir og Guðrún þegar Vigdís tók á móti fyrsta púslinu í Unicef útgáfukaffinu. „Það var ótrúlega gaman að hún skyldi koma en hún er auðvitað mjög merki- leg fyrirmynd kvenna og sjálf mikill frumkvöðull,“ segja Þóra og Guðrún.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.