SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 8
8 19. júní 2011 Það er til marks um vegsauka svartmálmsins í norsku tónlistarlífi að ein fremsta sveit þeirrar gerð- ar í landinu, Dimmu Borgir, hélt nýverið tónleika ásamt Norsku útvarpshljómsveitinni og Schola Can- torum, sem er kammerkór starfræktur innan veggja tónlistarháskólans í Ósló. Vöktu tónleikarnir mikla athygli og mæltust almennt vel fyrir. Hvorki fleiri né færri en 96 tónlistarmenn voru á sviðinu í Oslo Spektrum og 3.500 manns fylgdust andaktug með Dimmu Borgum flytja lög á goðsagna- kenndum plötum á borð við Death Cult Armageddon og Puritanical Euphoric Misanthropia. Í umsögn tónlistargagnrýnanda dagblaðsins Aft- enposten kom fram að tónleikarnir hafi verið mikil upplifun en hin ólíku hljóð hafi á köflum þvælst hvert fyrir öðru. „En þegar þetta virk- aði fékk maður gæsahúð um allan lík- amann.“ Rýnirinn fékk gæsahúð um allan líkamann Upphefð þeirra Dimmu Borgara er mikil í Noregi. V ösk sveit norskra ríkiserindreka situr nú sveitt á námskeiðum og drekkur í sig upplýsingar um svartmálm – ekki frumefnið, heldur tónlistarstefnuna sem óx út úr málminum fyrir um tveimur áratug- um. Höfuðvígi stefnunnar hefur um árabil verið í Noregi og nú er svo komið að utanríkisþjónustan á orðið fullt í fangi með að svara fyrirspurnum frá útlöndum um norskan svartmálm. Fyrir vikið var brugðið á það ráð að uppfræða starfsmenn. Kjersti Sommerset, sem er yfir fræðslumálum hjá norsku utanríkisþjónustunni, tjáði dagblaðinu Dagens Næringsliv á dögunum að svo virðist sem útlendingar hafi vaxandi áhuga á svartmálmi sem fyrirbæri og verði þess vart í öllum 106 starfs- stöðvum þjónustunnar um heim allan. „Við leggj- um mikla áherslu á að starfsmenn okkar kunni góð skil á menningu í sinni fjölbreyttustu mynd og svartmálmur er vissulega partur af norskri menn- ingu og sögu,“ segir Sommerset. Ekki bara Ibsen og firðirnir Upprennandi ríkiserindrekar hafa upp til hópa tekið þessari áherslubreytingu vel, alltént trúir Silje Bryne, sem senn fer til starfa í norska sendi- ráðinu í París, Dagens Næringsliv fyrir því að hún hafi haft mikið gagn af kynningu á norsku svart- málmssenunni. „Ég sé tilgang í því að nefna ekki bara Ibsen og firðina þegar rætt er við útlendinga um Noreg, heldur líka afkastamikla útflutnings- afurð eins og svartmálminn. Þetta er ört vaxandi vörumerki sem skapar okkur sérstöðu meðal hinna norrænu frændþjóða og er þyngdar sinnar virði í gulli – svartagulli.“ Einn helsti málmvísindamaður Noregs, rithöf- undurinn Håvard Rem, sem meðal annars ritaði bók um svartmálmsstefnuna, Fnæs frumbyggjans (n. Innfødte skrik), talar um alþjóðavakningu í þessu sambandi. Börn ’68-kynslóðarinnar séu í auknum mæli farin að leita að rótum sínum og sæki í fjörgamla tíma áður en nýlendur og kristni komu til sögunnar. „Ungt fólk úti um allan heim samsamar sig þessari leit og fólk sem er yngra en fertugt tengir Noreg fyrst og fremst við svartmálm. Það gildir í raun einu hvort það kann að meta tónlistina eður ei – orðræðan er fyrir hendi,“ segir Rem. Rem bendir ennfremur á að svartmálmur hvetji menn til að leita í ræturnar. Norsku hljómsveit- irnar sæki í víkingahefðina, Óðinn og æsina og nú séu að koma fram sambærileg bönd austur í Asíu sem sæki næringu í austurlenska trú og siði. Rem hefur sjálfur tekið þátt í að lesa ríkiser- indrekunum fyrir og viðurkennir að ekki hafi ver- ið einfalt að fara yfir frumskeið svartmálmsins þegar sjálfsvíg, morð og kirkjuíkveikjur settu ljót- an blett á stefnuna. Alræmd er ein af frum- herjasveitunum, Mayhem. Örlög hennar voru í stuttu máli á þessa leið: Söngvarinn Dead féll fyrir eigin hendi og bassaleikarinn Varg Vikernes myrti gítarleikarann Euronymous. Þá var trymbillinn, Hellhammer, einn eftir í bandinu og starfsemi þess því sjálfhætt. Rem segir ímyndina aðra í dag, svartmálmsböndin séu ekki lengur svona ódæl. „Gleymum því heldur ekki að Ibsen var af mörg- um álitinn niðurrifsseggur á sinni tíð.“ Shagrath, hinn eldhressi söngvari eðalsveitarinnar Dimmu Borga. Þar sem frum- bygginn fnæsir Norska utanríkisþjónustan bregst við vaxandi áhuga á nýjasta gullinu, svartmálmi Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mayhem-liðarnir Dead og Euronymous á góðum degi. Svartmálmur er öfgafull hlið- arstefna þungarokks sem kom fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum. Und- anfarin tuttugu ár hafa margar af helstu sveitum stefnunnar verið norskar. Umdeild ásýnd og á köflum ofstækisfullir textar hafa dæmt stefnuna til vistar í jaðri tónheima. Hvernig ætli Henrik gamla Ibsen hefði litist á svartmálminn? Dæmd til vistar í jaðrinum Skannaðu kóðann til að horfa á myndband af laginu Gateways með Dimmu Borgum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.