SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 39
19. júní 2011 39 White tekur sig vel út með hatt. myndu „vera áfram góðir vinir og ala saman upp yndisleg börn okkar“. Þetta eru ekki orðin tóm því samskipti þeirra eru greinilega góð því kvöldið áður en yfirlýs- ingin var send út fylgdist White með Elson koma fram á Bonnaroo-tónlistarhátíðinni. Tónlistarferill Elson White varð frægur fyrir veru sína í rokktvíeykinu The White Stripes, sem hætti störfum fyrr á árinu en hann leggur nú áherslu á hljómsveit sína The Ra- conteurs. Elson, sem hefur notið mikillar velgengni sem fyr- irsæta, hefur nú hafið tónlistarferil en hún gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári en hún ber nafnið The Ghost Who Walks. Platan hefur fengið ágætar viðtökur en á Metacritic.com er hún með einkunnina 68 af 100. Reuters Karen Elson á forsíðu breska Vogue og á sýning- arpalli með höfuðskraut frá Önnu Sui. ’ Við erum þakk- lát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og tímann sem við eig- um eftir að eyða bæði saman og í sitt hvoru lagi í að fylgjast með börnum okkar vaxa úr grasi. ingabanki atvinnulífsins, sem gárungarnir kölluðu stundum drengja- banka Bjarna Ármannssonar, inn í Íslandsbanka en stærsta skrefið var stigið um áramótin 2002-2003. Við skulum einfalda söguna; Björgólfs- feðgar fengu Landsbankann en S-hópurinn tók við Búnaðarbankanum, það er viðskiptablokk sem hafði beina eða óbeina tengingu við Fram- sóknarflokk. Landsbankinn hóf nýja sókn og banki bændanna og Kaup- þing sameinuðust og úr varð heilmikið ævintýri og næstu árin áttu menn heftir að tína rúsínur upp úr skónum. Það var á haustdögum 2008 sem spilaborgin hrundi með falli íslenska efnahagskerfisins og viðskiptalífsins alls – þeim afleiðingum sem menn eru enn að bíta úr nálinni úr með. Skilanefndir eru enn að störfum og sérstakur saksóknari yfirfer heilu bílhlössin af gögnum hvar skordýr virðast spretta undan hverjum steini. Þá hefur fjöldi bóka um hrunið verið skrifaður og gerðar bíómyndir. Enn erum við þó, að ætla má, alltof nærri hruninu til að við höfum mynd af því sem raunverulega gerðist. Guðni Th. Jóhannesson skrifaði bókina Hrunið sem var gefin út vor- mánuðum 2009. Hann segir enn óhægt að kveða upp sagnfræðilega dóma um hrunið og slíkt verði tæplega hægt fyrr en mál er því tengjast hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. „Saga efnahagsævintýrisins og endaloka þess verður skrifuð aftur og aftur á sama hátt og ævisaga helstu stórleikara Íslandssögunnar hefur margoft verið skráð af ýmsum höfundum. Hver tími gefur okkur nýtt sjónarhorn á mál. Iceasave- reikningarnir voru á sínum tíma kallaðir tær snilld en reyndust svo verða okkur myllusteinn um háls. En hver veit nema að eftir fá ár spyrji einhver hvort hér hafi orðið eitthvert hrun. Þannig breytist sagan sí- fellt,“ segir Guðni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Saga efna- hags- ævintýrisins og endaloka þess verður skrifuð aftur og aftur. Guðni Th. Jóhannesson Humarinn sem var veiddur í vikunni nálægt Prince Edward-eyju í Kanada verður ekki borðaður heldur endar í huggulegu fiskabúri í sædýrasafni. Það er vegna þess að humar þessi er blár. Mjög sjald- gæf stökkbreyting veldur þessum óvenjulega lit en aðeins einn af mörgum milljónum humra er blár. Það er þó alveg hægt að borða hann, hann verður meira að segja rauður við suðu, rétt eins og hinir. Blessaður blár humar Blár humar rétt eins og sá sem var veiddur í sjónum við Kanada. Tollayfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á rúm 70 kíló af eðlukjöti við landamærin að Mexíkó á fimmtudag en kjötið var falið í tönkum ætluðum fiski. Smyglarinn var 37 ára gamall Bandaríkjamaður, sem hefur nú verið ákærður. „Það gætu verið nokkrar ástæður en sú helsta sem kemur í hug er að í mörgum heimshlutum er eðlukjöt tal- ið vera mikill herramannsmatur,“ sagði starfsmaður tollgæslunnar um mögulegar ástæður innflutningsins. Með eðlukjöt í tollinum Eðlukjötið er vægast sagt ógirnilegt. Reuters Maður frá Oregon í Bandaríkjunum, sem hætti í skóla skömmu fyrir útskrift árið 1932, hefur nú loks útskrifast 99 ára gamall. Leo Plass frá Redmond, sem á aðeins tvo mánuði eftir í aldarafmælið, fékk gráðuna sína fyrir nokkrum dögum frá Eastern Oregon University. Plass var í kennaranámi og átti lítið eftir þegar hann hætti. Kreppa var í Bandaríkjunum og hann gat ekki lifað á 80 bandaríkjadölum á mánuði. Hann hætti í náminu þegar vinur hans bauð honum starf við skógarhögg, sem gaf af sér helmingi meiri pening. Hann komst seinna að því að hann hefði átt aðeins þrjár stundir eftir af náminu. „Slæmt að þið sögðuð mér það ekki þá. Ég hefði nú verið þarna allt kvöldið til að klára þessa þrjá tíma.“ En hvað er það sem veldur langlífi stúdentsins? „Góð fjölskylda, gott líf, góður mat- ur,“ svaraði Plass einfaldlega. 99 ára og nýútskrifaður Leo Plass við út- skriftina.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.