SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 38
38 19. júní 2011 Rokkarinn Jack White og fyrirsætan Karen Elson hafa ákveðið að skilja. Héldu þau af því tilefni heljarinnar veislu eins og svona skrautlegu pari sæmir en þau segjast fara hvort sína leið í góðu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is R okkarinn Jack White og fyrirsætan Karen El- son hafa ákveðið að skilja. Yfirvofandi skilnaður virðist vera laus við dramað og deilurnar, sem oft einkenna hjónaskilnaði fræga fólksins. Þau segjast skilja í góðu og héldu af þessu tilefni skilnaðarpartí þar sem sex ára brúðkaupsafmæli þeirra var ennfremur fagn- að. Veislan var haldin um síðustu helgi í Nas- hville, Tennessee, þar sem þau eru búsett. „Í veislunni verður dansað, teknar myndir, skapaðar minningar og þar verða drykkir með áfengi. Þetta er bara fyrir góða vini og fjölskyldu svo ekki taka neina óvænta gesti með eða fýlupoka,“ sagði í boðs- kortinu. Giftu sig í Brasilíu White og Elson giftu sig í júní 2005 í Brasilíu þar sem árnar Rio Negro, Sol- imones og Amazon mætast í borginni Manaus. Athöfnina framkvæmdi Shaman-prestur en hjónabandið var eftir það staðfest í nálægri kaþólskri kirkju. Þau eiga tvö börn saman, Scarlett og Henry Lee. „Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og tímann sem við eigum eftir að eyða bæði saman og í sitt hvoru lagi í að fylgjast með börnum okkar vaxa úr grasi,“ sögðu þau í yfirlýs- ingu en létu hinsvegar ekkert uppi um af hverju þau væru að skilja. „Þau sögðu ennfremur að þau Jack White á sviði með The Raconteurs. Skilja í góðu Ú tilokað er að selja eignarhlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eins aðila enda sjálfstæði bankans þá í húfi. Til greina kemur hins vegar að selja allan hlutinn, 51%, samtímis. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á haustfundi þingflokks og landsstjórn Framsóknarflokksins í ágúst 1999. Ráðherrann sagði til greina koma að allur hluti ríkisins færi á markað í einu, en um leið yrði lögð áhersla á að tryggja dreifða eign- araðild í bankanum. Í Morgunblaðinu um og eftir aldamót má finna ótalmargar greinar um sölu ríkisbanka til einkafyrirtækja. Fyrst voru seldar litlar sneiðar úr fyrirtækjunum í „dreifðri eignaraðild“ og festu tugir þúsunda ein- staklinga kaupa á bréfum í til að mynda Búnaðarbankanum og fleiri fyr- irtækjum. Hvað bankana varðar var aðeins ákveðinn eignarhlutur seld- ur og það sem hver og einn fékk þynntist út eftir því sem kaupendurnir urðu fleiri. En svo kom að því að bankarnir voru seldir. Fyrst rann Fjárfest- Ingvar Ragnarsson, til vinstri, og Tómas Kristjánsson voru starfsmenn áhættu- og fjarstýringar Fjárfestinga- banka atvinnulífs. Með bankanum hófst íslenska efnahagsævintýrið sem endaði eftirminnilega úti í mýri. Morgunblaðið/Sverrir Myndasafnið 2000 Hrun og sagan breytist sífellt Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.