SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 25
19. júní 2011 25 Annar starfsvetur í Hofi hefst formlega á Ak- ureyrarvöku í ágúst með stórtónleikum Björgvins Halldórssonar. Þá verður haldið upp á ársafmælið með opnu húsi og tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, auk tónleika Björgvins. Í kjölfarið fylgja m.a. tónleikar í tilefni þess að Ingimar Eydal hefði orðið 75 ára. Þeir bera yfirskriftina „Fjölskylduferð í Skódanum“ en Ingimar var stoltur eigandi Skódabifreiða um árabil eins og mörgum er í fersku minni. Í samstarfi við Kvikmyndaklúbb Akureyrar og Bíó Paradís í Reykjavík verða í Hofi sýndar klassískar kvikmyndir næsta vetur og Silf- urtunglið, leikhópurinn sem setti upp Hárið sl. vetur, setur upp söngleikinn Spamalot eft- ir félaga úr Monty Python-hópnum en það verk ku hafa slegið í gegn í Bretlandi og víð- ar. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hofs, segir næsta vetur líta vel út bæði varðandi menningarstarsfemi og funda- og ráðstefnuhald. „Við erum reyndar farin að bóka ráðstefnur nokkur ár fram í tím- ann, í mörgum tilfellum viðburði sem ekki hefði verið hægt að halda hér í bænum nema vegna Hofs.“ Hljómsveitin Skálmöld rokkar í Hofi í haust og í október verður Páll Óskar gestur Jóns Ólafssonar í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram. Þá er vert að geta þess að útvarpsþátt- urinn Gestir út um allt verður aftur á dagskrá Rásar 2 eftir sumarfrí, sendur beint úr af stóra sviðinu í Hofi. Sú nýbreytni verður tekin upp í haust að í boði verða þrjár tegundir áskriftarkorta; m.a. kort þar sem hægt er að velja sitt lítið af hverju; t.d. klassíska tónlist en jafnframt annað sem yngri kynslóðin velur alla jafna frekar. Fjölskylduferð í Skóda Ingimars ekki gleyma að við lítum á Hof sem fjár- festingu til framtíðar, eins og til dæmis skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, svo ég nefni dæmi. Ákveðin atriði gjörbreyta hug- myndum fólks um bæjarfélög og menn- ingarhús er slíkt fyrirbæri.“ Þórgnýr segir ekki þurfa að fara í felur með að þegar jafnmagnað fyrirbæri og Hof sé tekið í notkun falli skuggi á starf- semi annars staðar en hann líti ekki á það sem hættu til frambúðar. „Þeir sem lenda í skugganum jafna sig fljótt og vel og húsið færir öllum ákveðin tæki- færi.“ Menningar- húsið Hof er rekið af sjálfseign- arstofnun sem fær framlag frá Akureyr- arbæ. Bæjaryfirvöld hafa rætt við ríkisvaldið um að það komi á ein- hvern hátt að rekstri Hofs til að létta und- ir með bæjarfélaginu, en ekki er útlit fyrir að af því verði í bráð. „Ríkið kemur að rekstri Hörpu í Reykjavík meðal annars með fjárframlagi til þeirra stofnana sem þar eru til húsa, bæði Sinfóníunnar og Óperunnar, og það væri eðlilegt að ríkið kæmi með einhverjum sambærilegum hætti að rekstri Hofs,“ segir Ei- ríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann bendir á að stuðningur við starf- semi í Hofi sé í raun stuðningur við at- vinnulíf á svæðinu enda hafi það tölu- verð áhrif á aðra at- vinnustarfsemi. Ingibjörg kveðst ekki líta á Hörpu sem ógn við Hof. „Miklu frekar stuðning því mikið fjármagn hefur verið sett í að markaðssetja Ísland sem ráðstefnuland og við njótum góðs af því. Og verkefni sem framleidd verða fyrir Hörpu munu koma norður og öfugt.“ Spurð hvað standi upp úr eftir fyrsta veturinn nefnir Ingibjörg fyrst hve margir ungir listamenn hafi komið þar fram og staðið sig vel. Hún nefnir líka fjölbreytnina: „Ég held það hafi komið fólki þægilega á óvart að hér eru ekki bara háklassískir viðburðir. Hingað eiga allir erindi og það er mjög ánægjulegt.“ Hún kveðst skynja mikla ánægju þeirra sem komið hafa í húsið. „Burtséð frá öll- um dómum finnst mér besti mælikvarð- inn að standa fyrir utan salinn þegar fólk kemur út og sjá hve því líður vel og hefur haft gaman af. Það hefur oft svifið frekar en gengið út úr salnum eftir tónleika eða sýningar!“segir Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs. Systkinin Páll Óskar og Diddú héldu tónleika saman fyrsta sinni. Hér eru þau með Guðmundi Óla Gunnarssyni stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eftir Aðventuveislu SN. Kristján Ingimarsson leikari fór á kostum á vígsluhátíðinni. Gestir báru hann bókstaflega á höndum sér! Mikil spenna var á meðan úrslitaviðureign Norðurþings og Akureyrar í Útsvari fór fram. Útvarpsþáttur Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar, Gestir út um allt, sem sendur var út beint á Rás 2 síðasta sunnudag í mánuði, vakti lukku og gestir tóku virkan þátt í söng. Magnúsi Jónssyni og öðrum leikurum var vel fagnað í lok frumsýningar Rocky horror. Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sýndi Pétur og úlfinn á stóra sviðinu í október. 1862 Nordic Bistro er í Hofi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.