SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 10
10 19. júní 2011 Á sama tíma og RÚV hefur fengið auknar tekjur í gegn- um hinn svonefnda nefskatt, þar sem áhorfendur og áheyrendur eiga ekkert val um hvort þeir vilja vera í hópi notenda og Stöð 2 hefur hækkað áskriftargjöld sín aftur og aftur, gerist það að þessir tveir ljósvakar hafa í sí- auknum og endurteknum mæli fært sig yfir á svæði tekjuöflunar, sem ég held að hljóti í besta falli að kallast grátt, en er sennilega iðulega brot á þeim reglum sem gilda um auglýsingar, auglýs- ingahlé, kostun og áfengisauglýsingar. Þar á ég m.a. við það hvernig báðar sjónvarpsstöðvarnar hafa fært sig upp á skaftið í sambandi við auglýsingahlé inni í dag- skrárliðum. Sú var tíðin að áhorfendur fengu að horfa á Kastljós og aðra innlenda dag- skrárgerð, án þess að gert væri auglýsingahlé, enda kváðu reglur, samkvæmt gömlu út- varpslögunum, á um að ekki mætti brjóta upp dagskrárliði með auglýsingahléum. Nú er svo komið að það skiptir ekki máli hvað er á dagskrá, það eru alltaf gerð auglýsingahlé. Þetta á við um Kastljós, Land- ann, Útsvar, Popppunkt, Ís- land í dag, Sjálfstætt fólk, nánast hvaða dagskrárlið sem er og er afar hvimleitt. Hvar er eftirlitið með því að þessir fjölmiðlar fari að lög- um? Hvers vegna komast þeir upp með að setja sér sínar eig- in reglur í sambandi við tekju- öflun? Hvers vegna fá þessir fjölmiðlar að auglýsa áfengi óáreittir, þótt áfengisauglýsingar séu bannaðar í fjölmiðlum á Ís- landi? Að vísu skal ég viðurkenna, að það er mjög erfitt að henda reiður á því hvað má og hvað má ekki, þegar rýnt er í hinn nýja lagabastarð, sem nefnist Lög um fjölmiðla og öðlaðist gildi í apríl sl. Það er hreint með ólíkindum að lesa þann óskiljanlega laga- bálk, boðin og bönnin, fyrir utan fáránlega málnotkun, sem ég hygg að allir málelskir menn fái hroll af að lesa. Nokkur dæmi: „fjölmiðlaveita“ – hvað er að nafnorðinu fjölmiðill? Væri ekki álíka gáfulegt að breyta nafnorðunum hitaveita, í hitamiðl- unarveita, og rafveita í rafmiðlunarveita? „Myndmiðlunarefni“ – Hvað er að orðinu myndefni? „Fjarkaupainnskot“ – Hvað þýð- ir þessi bastarður eiginlega?! Ömurlegt til þess að vita, að menntamálaráðherrann, sem er kominn í barneignafrí, Katrín Jakobsdóttir, og hefur aldrei verið sökuð um að kunna ekki ís- lensku, skuli bera ábyrgð á þessum illa samda og fáránlega laga- bálki. Annar hlutur sem fer óhemjumikið í taugarnar á mér er þessi hvimleiða „nýjung“ sem nefnd er kostun. Síðast þegar lögreglu- foringinn Barnaby var á dagskrá RÚV var búið að lauma feitletr- aðri auglýsingu inn á kynningu þáttarins, sem var svohljóðandi: „Barnaby er sýnd í samstarfi við Corolla“ og þegar Stöð 2 sýnir þátt fyrir unga fólkið sem nefnist Glee, þá birtist á skjánum, á meðan á sýningu stendur: „Läkerol tyggjó færir þér Glee“. Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég stóð í þeirri sakleysislegu trú, að nefskatturinn hái til RÚV og óduldar auglýsingatekjur ættu að standa undir efniskaupum RÚV. Sömuleiðis stóð ég í þeirri trú að Stöð 2, sem hefur drjúgar áskriftar- og auglýsinga- tekjur, ætti að fjármagna efniskaup sín með þessum liðum. Þessi dómadagsvitleysa er fyrir margt löngu komin út fyrir öll velsæmismörk og ættu stöðvarnar að hverfa frá svona við- skiptaháttum hið snarasta. Ég lít þannig á, að þá sjaldan sem ég sé eitthvað í dagskrám þessara tveggja stöðva, sem ég er áskrifandi að sem ég vil horfa á, að ég hafi svo sannarlega greitt fyrir fullu verði og hafna því al- farið að ég eigi að fyllast þakklæti í garð bílaumboðs, fyrir það að fá að horfa á Barnaby. Dæmin um svona misnotkun eru vitanlega miklu fleiri en ég nefndi hér að ofan, en mér fannst bara rétt að tilgreina nýleg dæmi frá báðum stöðvunum, til þess að gæta jafnræðis. Ljósvaki á gráu svæði Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ari EdwaldPáll Magnússon ’ Þessi dóma- dagsvitleysa er fyrir margt löngu komin út fyrir öll velsæmismörk og ættu stöðvarnar að hverfa frá svona við- skiptaháttum hið snarasta 8:50 Leikur gegn Svisslend- ingum í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í kvöld. Við strákarnir hefjum daginn á morgunmat á Hótelinu í Álaborg sem hefst klukkan 9. Við borðum vel. Ég tók hafragrautinn, brauð, álegg og appelsínudjús og svo auðvit- að gamla góða lýsið. 10:15 Ávallt á leikdegi tök- um við léttan göngutúr. Við löbbum í kringum hótelið, spjöllum saman og reynum að dreifa huganum. Eftir að göngu- túrnum lauk var haldið inn á herbergi og fram að hádegi eyddi ég tímanum í að vafra að- eins á netinu. 12:00 Hádegismatur. Þegar það er leikur um kvöldið fáum við okkur kjúkling, hrísgrjón og reynum að úða í okkur miklu af kolvetnum. Spennan er farin að gera vart við sig enda stórleikur framundan á móti Svisslend- ingum, í leik sem við verðum að vinna. 13:00 Þá er komið að hvíld- arstundinni. Ég sef alltaf í hvíld- artímanum og að þessu sinni svaf ég í einn klukkutíma og tuttugu mínútur. Sumir nota hvíldina til þess að horfa á myndbönd eða lesa bók en mér finnst best að sofa. 15:00 Síðasta máltíðin fyrir leikinn. Ég fæ mér pasta og kjúkling og eftir matinn er komið að liðsfundinum. Eyjólf- ur þjálfari fer yfir leikinn á móti Sviss. Hann tilkynnir byrjunar- liðið og fer yfir hvað við gerum í okkar föstu leikatriðum og hvernig leikaðferð hann vill að við beitum. Það er aðeins farið yfir leikaðferð Svisslendinganna og nú er spennan farin að magnast. Við búum okkur undir erfiðan leik enda Svisslendingar ansi góðir. 16:30 Lagt í hann á leik- vanginn í Álaborg í rútunni. Flestir eru með heyrnartólin og hlusta á góða músík sem kemur þeim í gírinn og ég er engin undantekning. Við notum líka tímann til að spá í andstæðing- inn og tala okkur saman um hvernig við eigum að halda honum í skefjum. 18:00 Flautað til leiks í við- ureigninni á móti Sviss. Þetta reynast rúmar 90 mínútur af vonbrigðum. Það gekk ekkert upp hjá okkur og við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur. Vor- um bara skítlélegir og þetta reynist vera lélegasti leikurinn sem ég hef spilað með U21 árs landsliðinu. Hann gat ekki komið á verri tíma. 21:00 Komum upp á hótel og fáum okkur að borða. Stemningin í okkar herbúðum er ömurleg og skyldi engan undra. Ég er kominn upp í rúm klukkan 23.30 og var fljótur að detta inn í draumaheiminn frekar dapur í bragði. Ég tók leikinn mikið inn á mig enda fyrirliði liðsins. Dagur í lífi Bjarna Þórs Viðarssonar, fyrirliða U21 árs landsliðsins Bjarni Þór Viðarsson glímir við Xherdan Shaqiri í leiknum afdrifaríka gegn Sviss síðastliðinn þriðjudag. Rúmar 90 mínútur af vonbrigðum Breska leikkonan Elizabeth Hurley sést hér í góðra vina hópi á konunglegu Ascot- veðreiðunum í suðurhluta Englands á föstudag. Það er ekki nema von að leikkonan líti út fyrir að vera spennt því hún á hlut í hestinum Census, sem lenti í öðru sæti í keppninni. Veröldin Hurley fylgist með hestunum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.