SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 21
19. júní 2011 21 „Það gerði það ekki áður enda starf forleggjarans meira en full vinna og erfitt að finna stund til að sinna áhuga- málinu. Á síðustu árum hefur mér hins vegar tekist að sameina þetta og tek mikið af höfundamyndum og myndir fyrir bækur og einstaka bókakápur. Þá er samviskan góð og mér líður ekki eins og ég sé að svíkjast um. Ég var dauð- feiminn við þetta til að byrja með og fannst eins og ég væri að troða mér að og hefði kannski enga hæfileika til að standa í þessu en viðbrögðin hafa glatt mig þannig að sjálfstraustið er betra.“ Hvernig kom það til að efnt er til sýningar í Gimli? „Hugmyndin kviknaði í samtali Guð- rúnar konu minnar og Birnu Bjarna- dóttur sem leiðir íslenskudeild Mani- toba-háskóla sem er einmitt 60 ára í ár. Birna kynnti þetta fyrir Tammy Ax- elsson, bæjarstjóra í Gimli, sem er jafn- framt framkvæmdastjóri myndarlegs safns í Gimli, The New Iceland Heritage Museum. Tammy fékk síðan fleiri myndir til að skoða og hrósaði mér óspart og vildi ólm fá mig með sýningu. Mér líður eins og Bítlunum hlýtur að hafa liðið þegar þeir fóru vestur um haf. Tammy lofaði að stúlkurnar tækju á móti mér á flugvellinum og rifu hár sitt í fögnuði.“ Það hafa myndir eftir þig birst á prenti í gegnum tíðina! „Það hafa einhverjar myndir birst í bókum og á kápum. Annars hef ég ekki verið að halda myndunum mikið fram nema kannski á Facebook í von um að fá eitthvert klapp á bakið og fá stað- festingu á að það væri einhver ástæða fyrir mig til að ljósmynda af alvöru. Ljósmyndun og vinnsla þeirra er reyndar það eina sem fær mig til að gleyma vinnunni. Ég get horfið inn í þennan heim og tæpast vitað af mér á meðan. Í kvikmyndahúsi eða við hvaða aðra iðju sem er skýtur útgefandinn stöðugt upp kollinum.“ Maður lætur gamminn geisa á Antigua. Ólafur Gunnarsson rithöfundur glaður í bragði. Fuglar á flugi í Gróttu. Egypskur úlfaldi tekur til máls. Maður á förnum vegi í Kaíró. ’ Yfirgefnar síld- arverksmiðjur og fallin mannanna verk draga mig til sín. Svo er ég mikið gefinn fyrir drama og nota skýjafarið óspart til að ná því fram.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.