SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 34
34 19. júní 2011 S lagsmál þjálfara, 13 gul spjöld, 3 rauð spjöld og 34 áhorfendur handteknir. Enn einu sinni voru allt annað en úrslitin á allra vörum að loknum leik Celtic og Rangers í skoska boltanum í mars síðastliðnum. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í yfir hundrað ár en fjandskapur milli áhang- enda liðanna er af öðrum toga en gengur og gerist í íþróttum. Slagsmál og hand- tökur eru tvöfalt fleiri og heimilisofbeldi eykst til muna í Vestur-Skotlandi í þeim umferðum skosku úrvalsdeildarinnar sem erkifjendurnir í Glasgow leiða saman hesta sína. En hvað veldur þessum mikla fjandskap félaganna? Óboðnir kaþólskir gestir Hungursneyð og sjúkdómsfaraldur á Ír- landi um miðja 19. öld urðu til þess að fjölmargir íbúar landsins, flestir kaþ- ólskir, leituðu betra lífs annars staðar. Þeir fátækustu sem ekki höfðu efni á miða til Bandaríkjanna fóru meðal annars til Skotlands. Í Skotlandi voru flestir mót- mælendatrúar og leist þeim illa á kaþ- ólsku gestina sem var fyrir vikið ekki tekið fagnandi. Þeir héldu því hópinn, mynduðu eigin samfélög þar sem börn þeirra gengu í kaþólska skóla. Undir lok aldarinnar stofnaði einn innflytjendanna, kaþólskur prestur, knattspyrnufélagið Celtic. Opinberi tilgangurinn var að safna fé til að berjast gegn fátækt í austurhluta Glasgow-borgar. Barátta gegn fátækt var þó ekki eina ástæða þess að félagið var stofnað. Hinir fátæku kaþólikkar höfðu áhyggjur af þeim áhrifum sem athvörf og matargjafir mótmælendanna gætu haft á hugsana- gang svangra barna sinna. Þau vantaði samastað og knattspyrna var einnig kjör- inn vettvangur fyrir Írana að sanna sig fyrir heimamönnum. Knattspyrnufélag var því prýðislausn. Liðið fékk óskabyrj- un þegar það sigraði Rangers 5-2 í sínum fyrsta opinbera knattspyrnuleik árið 1888. Rangers var stofnað rúmum áratug fyrr handan árinnar Clyde í vesturhluta Glas- gow. Ólíkt Celtic sem var frá stofnun fé- lag írsk-kaþólskra verkamanna var Rangers óháð trú og stétt. Góður árangur Celtic á upphafsárunum gerði Skotana áhyggjufulla. Binda þurfti enda á titla- söfnun kaþólikkanna og leita að liði sem gæti veitt Celtic keppni. Þegar Rangers fór að vinna glæsta sigra á nágrönnum sínum flykktu Skotar sér á bak við liðið sem smám saman varð trúarlegt og þjóð- ernissinnað andsvar við innflytjend- unum. Hvert tækifæri var nýtt í leikjum liðanna til þess að syngja níðsöngva um óvininn og stuðningsmenn Celtic svör- uðu í sömu mynt. Félögin maka krókinn Allar götur síðan hafa leikir liðanna ein- kennst af mikilli baráttu innan vallar sem utan. Bikarúrslitaleikur liðanna árið 1909 var sögulegur. Raunar var um endurtek- inn úrslitaleik að ræða þar sem fyrri leiknum hafði lyktað með jafntefli. Á þeim tíma voru sögusagnir uppi um að liðin gerðu í því að skilja jöfn til þess að drýgja tekjur sínar enda mikil aðsókn á leikina. Kaldhæðnisleg staðreynd að á meðan fjandskapur liðanna byggðist að einhverju leyti á fátækt voru vel sóttir leikirnir mikil tekjulind fyrir bæði félög. Viðurnefni félaganna Old Firm hefur ver- ið tengt þessu viðhorfi félaganna til þess að nýta sér áhuga og deilur stuðnings- manna til þess að maka krókinn. Þegar leiknum lauk með jafntefli og þau skilaboð bárust að ekki yrði fram- lengt heldur yrði leikinn þriðji leikur urðu stuðningsmenn beggja liða brjálaðir. Þeir reyndu að brjótast inn í aðstöðu leik- manna og stjórnarmanna árangurslaust svo þeir sneru sér að vellinum. Mörkin voru toguð niður, skorin í sundur og fóru fjölmargir stuðningsmenn heim með hluta af stöng eða slá. Kveiktur var bál- köstur við annan enda vallarins þar sem áhorfendabekkir brunnu til kaldra kola. Þá var kveikt í á þriðja tug inngönguhliða vallarins. Þegar slökkviliðið kom á svæð- ið mætti þeim grjótkast frá þúsundum stuðningsmanna beggja liða. Það kom fáum á óvart þegar skoska knattspyrnu- sambandið féllst á tillögur félaganna um að slaufa fyrirhuguðum þriðja úrslitaleik um bikarinn. Fjandskapurinn eykst Þótt stuðningsmennirnir hafi í raun stað- ið saman í ólátunum 1909 er það und- antekning á því hvernig málum hefur verið háttað. Kreppan í Skotlandi á þriðja áratug síðustu aldar gaf tóninn. Atvinna var af skornum skammti og hart barist um þá vinnu sem í boði var. Þegar hart er í ári er blórabögguls leitað og skoska kirkjan benti á innflytjendurna, írsku ógnina. Billy Boys, hópur úr röðum stuðningsmanna Rangers, áttu þátt í því að koma Ku Klux Klan á fót í Glasgow og spennan jókst. Skotvopn og hnífar fóru á loft í bardögum þar sem gengi úr röðum stuðningsmanna liðanna börðust til síð- asta blóðdropa. Átök milli kaþólikka og mótmælenda á Írlandi og síðar Norður- Írlandi skvettu einnig olíu á eldinn. Stolt- ið hefur alltaf verið mikið og fáni írska lýðveldisins fylgir Celtic hvert sem liðið fer á meðan sameinuðum fána Bretlands og þar með talið Norður-Írlands er haldið á lofti af stuðningsmönnum Rangers. Ólíkar aðferðir félaganna Knattspyrnufélögin fóru ólíkar leiðir í uppbyggingu sinni. Forsvarsmenn Rang- ers ákváðu að leyfa einungis mótmæl- endum að klæðast bláum búningi félags- ins og reyndar starfaði enginn fyrir félagið ef hann var annarrar trúar. Hinn 26 ára gamli framherji Alex Ferguson skrifaði undir samning við uppeldisfélag sitt Rangers árið 1967. Ferguson sem í dag hefur titilinn Sir og þjálfar Manchester United er sjálfur mótmælandi en kona hans Cathy kaþólsk. Stjórnarmaður Rangers forvitnaðist um trúmál eig- inkonu hans og sér Ferguson enn þann dag í dag eftir viðbrögðum sínum við þessari móðgandi fyrirspurn. Öskur og læti hefðu verið eðlileg viðbrögð en svo spenntur var hann að skrifa undir að hann gerði ekkert veður út af framkomu stjórnarmannsins. Celtic útilokaði hins vegar engan á grundvelli trúar sinnar og hafði því úr stærri hópi leikmanna að velja. Kenny Daglish var til að mynda uppalinn stuðn- ingsmaður Rangers sem beið í ofvæni eft- ir að félagið byði honum samning. Þegar Rangers lét bíða eftir sér stökk Celtic á kappann sem varð goðsögn í hvíta og græna búningnum. Þjálfarinn Jock Stein stýrði liðinu til síns glæstasta sigurs árið 1967 þegar liðið varð Evrópumeistari fé- Vandamálið endalausa í Glasgow Skosku knattspyrnuliðin Celtic og Rangers hafa löngum verið erkifjendur. En baráttan um titla er aðeins hluti af vandanum, sem ristir mun dýpra og hefur alvarleg áhrif á þjóðlífið og er komin á borð stjórnmálamanna. Kolbeinn Tumi Daðason Lögregla hefur hendur í hári manns sem reyndi að ráðast á sparkstjóra Celtic. Öryggisverðir fylgja Neil Lennon knatt- spyrnustjóra Celtic af velli eftir leik.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.