SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 19
19. júní 2011 19
Velferðarflokksins mætti sömu örlögum
árið 2001 og þá hugsuðu Erdogan og
hófsamir fylgismenn hans úr röðum ísl-
amista sýn sína á ríkið og trúarbrögðin
að nýju. Afraksturinn var stofnun AKP.
Miklar breytingar hafa orðið í Tyrk-
landi frá því Erdogan komst til valda.
Hann hefur svipt herinn, sem eitt sinn
hafði tögl og hagldir í landinu, völdum
sínum og náð að ýta hinni veraldlegu
yfirstétt í landinu til hliðar.
Öflugur efnahagur á krepputímum
Talað er um að Erdogan hafi fyllt Tyrki
nýju sjálfstrausti, jafnvel þá sem ekki
styðji hann. Tyrkland er 17. stærsta hag-
kerfi heims. Borgin Gaziantep er dæmi
um breytingarnar, sem átt hafa sér stað í
landinu. Hún er þúsund kílómetra frá
Istanbúl. Eitt sinn var hún þekkt fyrir
eggaldina-kebab og pistasíuhnetutré. Nú
er hún öflug efnahagsmiðstöð. Frá 2005
hefur iðnaðarframleiðsla í borginni tvö-
faldast.
Árið áður en Erdogan komst til valda
hafði fjármálakreppa nánast riðið Tyrk-
landi á slig. Með endurfjármögnun tókst
að afstýra hruni og Erdogan naut góðs af.
Öndvert við hugmyndafræðilega forvera
sína, sem töluðu um íslamskt efnahags-
kerfi, lítur Erdogan ekki svo á að kapít-
alismi og íslam séu andstæður. Hann
hafði hagsmuni íslamskrar millistéttar í
leit að auknum lífsgæðum að leiðarljósi
og lagði áherslu á að opna efnahagslíf
landsins. Til 2007 var hagvöxtur í Tyrk-
landi að meðaltali sex af hundraði. Í
fyrra var hagvöxturinn 8,9% í Tyrk-
landi, 3,6% í Þýskalandi og 1,6% í
Frakklandi. Einkaneysla jókst um 6,8% í
landinu í fyrra, en aðeins um 0,7% í 27
ríkjum Evrópusambandsins. Sérstaka at-
hygli vekur að hlutfall ríkisskulda af
þjóðartekjum er 41,2%, en meðaltalið í
Evrópusambandinu er 80,2%. Meðal-
tekjur hafa þrefaldast í landinu í valdatíð
Erdogans. Ásjóna borga og bæja hefur
gerbreyst, nýjar hraðbrautir eru lagðar,
skýjakljúfar rjúka upp og nýjar hafnir
byggðar. Helst er óttast að þenslan sé
svo mikil að hagkerfi landsins ofhitni.
Ásókn í Istancool
Istanbúl er samkvæmt Brookings-
stofnuninni í Bandaríkjunum öflugasta
viðskiptastórborg heims. Talið er að þar
búi á milli 15 og 17 milljónir manna. Til
borgarinnar streyma ekki bara flótta-
menn frá svæðum kúrda og farand-
verkamenn. Borgin er vinsæl hjá Evr-
ópubúum og Bandaríkjamönnum og
hefur hlotið viðurnefnið „Istancool“.
Börn Tyrkja, sem á sínum tíma komu til
Þýskalands í leit að vinnu, snúa nú aftur
hámenntuð og fá iðulega hærri laun en
þau fengju í Þýskalandi. Langt er síðan
fleiri þýskir Tyrkir fóru að streyma til
Tyrklands en Tyrkir til Þýskalands.
Ekki er laust við að vaxandi máttur
Tyrklands veki ótta og vangaveltur um
að nú eigi að endurreisa það veldi, sem
Tyrkir höfðu fyrir 400 árum, þótt það
hljómi fjarstæðukennt. En áhrif Tyrkja
fara ekki á milli mála. Þeir hafa sérstöðu
í samskiptum við hópa, sem vestræn ríki
hafa engin tengsl við, hvort sem það eru
samtökin Hamas á hernumdum svæðum
Palestínumanna, Hisbollah í Líbanon eða
Moktada al-Sadr í Írak.
Þar með er ekki sagt að líkur séu á að
þeir muni snúa baki við vestrinu. Tyrkir
hafa ekki látið deilur við Ísraela hafa
áhrif á stjórnmálasambandið við Ísrael.
Þeim fannst fram hjá sér gengið þegar
ákveðið var að láta til skarar skríða gegn
Moammar Gaddafi Líbíuleiðtoga, en
leggja meira af mörkum en til dæmis
Þjóðverjar til að fylgja eftir ályktun ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að-
gerðir í Líbíu.
Tyrkir hafa sýnt að lýðræði og íslam
þrífast hlið við hlið og hægt sé að búa til
velmegun án olíu.
Þaggað niður í gagnrýnendum
En í landinu ríkir einnig breytt and-
rúmsloft og aukin íhalds- og afturhalds-
semi. Íslamistarnir í ríkisstjórninni hjóla
í andstæðinga sína. Listamenn og
frammámenn, sem ekki deila skoðunum
þeirra, fá það óþvegið, reynt er að þagga
niður í gagnrýnum dagblöðum og blaða-
mönnum er varpað í fangelsi fyrir frá-
leitar sakir.
Sedat Ergin, sem lengi stjórnaði rit-
stjórnarskrifstofum dagblaðsins Hürryet
í Ankara, segir að Erdogan hafi verið
mjög varkár þegar hann fyrst tók við
völdum, tekið fast á móti andstæðingum
sínum í hernum, viðskiptalífi og fjöl-
miðlum, en af virðingu. „Hann rak
ákveðinn sína pólitík, en hélt aftur af
sér,“ sagði hann í viðtali við Der Spiegel.
Það hafi breyst eftir kosningasigurinn
2007: „Þá fór hann að beita ríkisvaldinu
að geðþótta.“ Hann segir að þessi til-
hneiging hafi magnast og enginn haldi
lengur aftur af honum.
Ákveðin tímamót urðu 2008 þegar
réttarhöld hófust yfir samsærishóp hátt-
settra fyrirverandi yfirmanna úr hern-
um, sem áður höfðu verið ósnertanlegir.
Þeim var gefið að sök að hafa ætlað að
steypa stjórn Erdogans á fyrsta kjör-
tímabili hans. Samsærishópurinn kenndi
sig við Ergenekon, frumheimkynni
Tyrkja í Mið-Asíu. Ergenekon-málið var
í fyrstu kærkomin hreinsun fyrir Tyrki,
en þegar handtökum fór fjölgandi fóru
að renna á menn tvær grímur. Stjórn-
arandstæðingum úr röðum fræðimanna,
embættismanna, lögfræðinga og blaða-
manna var komið fyrir bak við lás og slá.
Málaferlin urðu að aðferð stjórnvalda til
að losa sig við gagnrýnendur.
Steininn tók úr þegar blaðamaðurinn
Ahmet Sik var handtekinn á heimili sínu
vegna gruns um að tengjast hryðjuverk-
um. Sik hafði átt þátt í að afhjúpa sam-
særisáætlanir Ergenekon-hópsins, en fór
síðan að rekja net íslamista í stuðnings-
liði stjórnvalda. Hann er einn af 68
blaðamönnum og tugum fræðimanna,
sem enn sitja í haldi.
Gagnrýnendur Erdogans líkja honum
við Vladimír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, og segja að lítið skilji þá að.
Erfið staða kvenna
Þá þykir staða kvenna hafa versnað til
muna í Tyrklandi í stjórnartíð Erdogans.
Fyrri stjórnir stóðu sig vissulega illa, en á
milli 2002 og 2009 fjölgaði svokölluðum
heiðursmorðum úr 66 í 953. Stjórnvöld
verja sig með því að ástandið hafi ekki
versnað heldur hafi utanumhald um töl-
fræðina batnað.
Í Der Spiegel er vitnað í félagsfræðing-
inn Binnaz Toprak, sem segir að nokkuð
sé til í tölfræðiskýringunni, en bætir við:
„Þrýstingurinn á trúarlega hegðun, að
biðja reglulega, fasta, drekka ekki
áfengi, hefur vaxið. Samfélagið er orðið
íhaldssamara.“ Upp mun komið and-
rúmsloft þar sem konur utan stórborg-
anna sjást ekki á götum úti og vaxandi
tilhneigingar gætir til að túlka orð Kór-
ansins gegn konum.
Miklir kraftar hafa verið leystir úr
læðingi í Tyrklandi á undanförnum árum
og þeir leita ekki allir í sömu átt. Gagn-
rýni á gerræðistilburði Erdogans á rétt á
sér, en hann er ekki blindur á þá gagn-
rýni, sem að honum beinist, eins og kom
fram í áðurnefndri sigurræðu hans:
„Enginn skyldi velkjast í vafa um að það
er spurning um heiður fyrir mér að verja
lífsstíl, trú og gildi bæði þeirra sem kusu
mig og kusu mig ekki.“
Byggt á AFP, Die Zeit og Der Spiegel.
Reuters
Ferja lætur úr Eminonu-höfn í Istanbúl. Kosningaspjöld Erdogans eru í baksýn. Óeirðalögregla leitar skjóls í átökum við mótmælendur á vinstri vængnum fyrir kosningar.
’
Miklar breytingar hafa orðið í Tyrklandi frá
því Erdogan komst til valda. Hann hefur svipt
herinn, sem eitt sinn hafði tögl og hagldir í
landinu, völdum sínum og náð að ýta hinni verald-
legu yfirstétt í landinu til hliðar. Talað er um að Er-
dogan hafi fyllt Tyrki nýju sjálfstrausti, jafnvel þá,
sem ekki styðji hann.