SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 6
6 19. júní 2011 Miklar óeirðir brutust út í Vancou- ver í Bresku Kólumbíu í Kanada eft- ir að hokkílið borgarinnar tapaði fyrir Boston Bruins á miðvikudag. Stuðningsmenn Vancouver Ca- nucks flugust á við lögreglu, kveiktu í bílum, brutu glugga, rændu verslanir og kveiktu elda víða í miðborginni. Þar á meðal var kveikt í tíu bílum. Átta manns voru fluttir á sjúkrahús með stungusár. Óeirðirnar hófust brátt eftir að leiknum lauk og stóðu í fjórar klukkustundir. Þúsundir manna söfnuðust sam- an til að horfa á leikinn á stórum skjám líkt og í öðrum leikjum í úr- slitakeppninni. Svipaðar óeirðir brutust út í borginni árið 1994 þegar Vancou- ver tapaði einnig í sjöunda leik í úr- slitum. Mörg hundruð lögreglumenn voru á vakt og áttu fullt í fangi við að hemja óeirðaseggina. „Það eru mikil vonbrigði að sjá ofbeldið í miðborg Vancouver eftir leikinn í Stanley-bikarnum í kvöld,“ sagði Gregor Robertson, borgarstjóri Vancouver, í yfirlýs- ingu tveimur klukkustundum eftir að leiknum lauk. „Vancouver er borg í heimsflokki og vandræða- legt og skammarlegt að sjá slíkt ofbeldi og óreglu.“ Óeirðir eftir ósigur í Vancouver Stuðningsmenn Vancouver Canucks fóru ránshendi um heimaborg sína eftir tap í úrslitaleik gegn Boston á miðvikudag. Reuters S igur hokkíliðs Boston Bruins gegn Vancou- ver Canucks á útivelli í Kanada á mið- vikudagskvöld var sætur. 39 ára þrauta- ganga var á enda. Fimm sinnum hafði liðið komist í úrslit í viðureigninni um Stanley-bikarinn frá því að það sigraði síðast árið 1972, en aldrei unn- ið. Á miðvikudag urðu birnirnir frá Boston meist- arar í NHL-deildinni og lyftu Stanley-bikarnum. Boston Bruins sýndu mikla seiglu í úrslitakeppn- inni og létu mótlæti ekki á sig fá. Í fyrra var liðið slegið út í úrslitakeppninni eftir að hafa náð þriggja leikja forustu gegn Fíladelfíu. Liðið þurfti fjóra sigra, en tapaði fjórum leikjum í röð og þeim síðasta og sjöunda eftir að hafa náð þriggja stiga forustu. Þetta ár var annað uppi á teningnum. Liðið lenti í þriðja sæti í austurdeildinni í vor. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar tapaði liðið tveimur fyrstu leikj- unum fyrir Montreal Canadiens, en hafði á end- anum betur eftir framlengingu í leik sjö. Úr- slitamarkið skoraði Nathan Horton, sem átti eftir að koma meira við sögu. Næsti andstæðingur var Philadelphia Flyers, sem Bruins unnu auðveldlega. Þá kom röðin að Tampa Bay Lightning og aftur þurfti sjö leiki til að útkljá viðureign liðanna. Enn á ný skoraði Horton úr- slitamarkið. Mikil harka var í leikjum Boston og Vancouver. Vancouver náði besta árangri allra liða á venjulega leiktímabilinu og naut því heimavallarréttarins. Í fyrsta leiknum beit einn leikmaður Vancouver leik- mann Boston í fingurinn. Vancouver vann fyrstu tvo leikina, en í leik þrjú vann Boston stórsigur, 8-1. Í þeim leik rotaðist áðurnefndur Horton og fékk heilahristing eftir vel útilátið högg frá Aaron Rome, leikmanni Tampa Bay. Rome var dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann fyrir vikið og er það lengsta bann í sögu úrslitanna. Horton viðurkenndi síðar að hann hefði hellt vatni úr Boston Garden á ísinn í Vancouver „til að gera hann að okkar ís“. Boston vann einnig fjórða leikinn, 4-0, og jafnaði seríuna, en fimmta leikinn vann Vancouver, 1-0. Í tveimur síðustu leikjunum tók Boston-liðið völdin, sigraði í þeim sjötta 5-2 og vann þann sjöunda 4-0. Vancouver hóf reyndra lokaleikinn af krafti og markmaðurinn Tim Thomas þurfti hvað eftir annað að taka á honum stóra sínum áður en Boston komst inn í leikinn. Aldrei áður hefur lið sigrað í NHL- deildinni eftir að hafa þurft að leika sjö leiki í þrem- ur viðureignum. Aldrei áður hefur lið í úr- slitakeppni haldið hreinu í sjöunda leik á útivelli. Fyrirfram þóttu Vancouver Canucks sig- urstranglegra liðið. Boston skoraði hins vegar 23 mörk í leikjunum sjö á móti átta mörkum Vancou- ver. Thomas var frábær í úrslitakeppninni og fór á kostum í viðureigninni við Vancouver. Í upphafi sjöunda leikjarins varði hann sitt 762. skot í úrslit- unum og sló þar með met, sem Kirk McLean hjá Vancouver setti 1994. Alls varði hann 37 skot í leiknum. Hokkíaðdáendur í Boston hafa mátt horfa upp á önnur íþróttalið borgarinnar fagna hvað eftir annað meðan á þrautagöngu liðsins hefur staðið. New England Patriots urðu meistarar í amerískum fót- bolta 2001, 2003 og 2004, Red Sox í hafnabolta 2004 og 2007 og Celtics í körfubolta 2008. Í vikunni var röðin komin að Bruins að fara sigurför um borgina. Urðu meistarar á þrautseigjunni 39 ára þrautagöngu Boston Bruins lauk í Vancouver Liðsmenn Boston Bruins fagna með Stanley-bikarinn á lofti ásamt starfsfólki liðsins. Boston hafði ekki unnið titilinn í 39 ár. Reuters Tim Thomas, markmaður Boston, ver eitt af 37 skotum sínum í úrslitaleiknum á miðvikudag. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Tim Thomas, markmaður Bost- on, er 37 ára. Thomas ólst upp í Flint í Michigan og for- eldrar hans fóru með gifting- arhringina sína til veðlánara til að geta borgað fyrir hann gjöld í markmannaskóla. Hann lék lengi í smærri deildum í Bandaríkjunum og í Evrópu, en kom til Boston 2005. Nú er hann talinn besti markmað- urinn í íþróttinni. Talinn besti markmaðurinn GRÓÐURMOLD - 50 LTR Fáðu fjóra en borgaðu einungis fyrir þrjá. Stykkjaverð, kr 1290 4 fyrir 3

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.