SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 13
19. júní 2011 13 H inn 10. maí árið 1940 steig breskur her hér á land og hertók Ísland. Hernám Breta stóð fram í október árið 1942 þegar Bandaríkja- menn tóku við af Bretum. Staðsetning Ís- lands var hentug og Ísland varð mikilvægur hlekkur í varnarkeðju Bandamannanna svokölluðu, sem náði yfir allt Atlantshafið. Bretar höfðu yfir að ráða feikilega stórum flota flugvéla og skipa hérlendis og miklum mannskap. Herinn, sem kom til landsins árið 1940, var í raun ekki einungis breskur her, heldur var um að ræða her breska samvinnulýðveldisins. Yfir 200 hermenn lét- ust hér á landi á árunum 1940 til 1942 og má finna minn- isvarða tileinkaðan þeim í Fossvogskirkjugarði. Graf- reitir hermannanna eru þó staðsettir í sex mismunandi kirkjugörðum víðsvegar um landið. Flestir her- mannanna eru grafnir í Fossvogskirkjugarði, en einnig eru grafreitir á Akureyri, Blönduósi, Borg, Reyðarfirði og á Seyðisfirði. Þær þjóðir breska samvinnulýðveldisins er tóku þátt í stríðinu, halda úti stofnun sem hefur það að markmiði að viðhalda minningu þessara stríðshetja, er báru beinin í stríðum samvinnulýðveldisins. Stofnun þessi ber heitið The Commonwealth War Graves Comm- mission og var sett á fót árið 1917 þegar fyrri heimsstyrj- öldin stóð sem hæst. Aðalmarkmið hennar var að skrá- setja lista yfir fallna hermenn, veita þeim útför og viðhalda grafreitum og minningu fallinna hermanna. Stofnunin hefur sinnt þessu hlutverki sínu allt frá árinu 1917 til dagsins í dag. Í dag hefur stofnunin umsjón með rúmlega 1,7 milljónum grafreita í 150 löndum víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi. Stofnunin sendir reglulega fólk til þessara 150 landa til þess að yfirfara grafreiti og minnismerki á vegum stofn- unarinnar. Barry Murphy er yfirmaður málefna stofn- unarinnar á Íslandi og náði Morgunblaðið tali af honum er hann dvaldist hér á landi síðastliðna viku. Áður en stofnunin kom til áttu fallnir hermenn það til að gleymast og oft á tíðum vissu fjölskyldur þeirra ekki um afdrif þeirra. „Þegar stofnunin var sett á fót var ákveðið að almennum hermönnum yrði gert jafn hátt undir höfði og liðsforingjum. Liðsforingjar sem féllu í bardaga voru fluttir heim og grafnir þar á meðan al- mennir hermenn gleymdust og fjölskyldur fengu oft á tíðum ekki að vita um örlög ástvina sinna,“ segir Murphy. Með tilkomu stofnunarinnar var í fyrsta skipti farið að skrásetja lista yfir nöfn þeirra föllnu og séð til þess að þeir fengju almennilega útför; að þeirra væri minnst á þann hátt er stríðshetju sæmir. Ástæða heim- sóknar Murphys var aðallega sú að koma þökkum til breska sendiráðsins og yfirmanna kirkjugarðanna. „Starfsmenn breska sendiráðsins, sem og starfsmenn kirkjugarðanna, hafa unnið mjög gott starf við að við- halda grafreitunum og minnisvörðunum sem staðsettir eru hér á landi. Aðalástæða heimsóknar minnar er að koma þökkum til breska sendiráðsins og til starfsmanna kirkjugarðanna,“ segir Murphy, en hann fer einnig með málefni stofnunarinnar í Færeyjum og í Bretlandi. Á heimasíðu stofnunarinnar er gríðarlega öflugur gagna- grunnur, sem hefur að geyma nöfn þeirra föllnu her- manna er dóu í stríðum samvinnulýðveldisins og stað- setningu grafreita þeirra. Slóð heimasíðunnar er www.cwgc.org. Fjölmargir Bretar notfæra sér þennan gagnagrunn til að hafa uppi á nöfnum og staðsetningu grafreita forfeðra sinna. Murphy hveðst ánægður með samstarf stofnunarinnar við íslenska kirkjugarða. „Samstarf stofnunarinnar, breska sendiráðsins á Íslandi og íslensku kirkjugarðanna hefur verið feikilega gott. Allir hlutaðeigandi hafa lagt sitt af mörkum til að viðhalda góðu samstarfi og sýnt vilja til þess að leysa þau vandamál sem upp hafa komið, fljótt og örugglega,“ segir Murphy. Jafnframt segir hann að sameiginlega saga og undirliggjandi skilningur eigi sinn þátt í góðu samstarfi. „Sameiginleg saga og und- irliggjandi bræðrakærleikur þjóðanna hefur að mínu mati haft sitt að segja þegar litið er til þess farsæla sam- starfs sem stofnunin hefur átt við íslenska ríkið og starfsmenn kirkjugarðanna. Ég vil hrósa starfsmönnum og yfirmönnum íslensku kirkjugarðanna fyrir gott starf og jafnframt koma þakklæti stofnunarinnar á framfæri,“ segir Murphy. Ferðamenn er heimsækja grafirnar hafa haft orð á því og lýst ánægju sinni með það hversu vel sé haldið utan um grafirnar. „Við höfum heyrt margar ánægjuraddir með viðhald á minnismerkjum og grafreitum her- mannanna á Íslandi. Það kemur fólki á óvart að á eins afskekktum stað og Íslandi, sé ástand grafanna eins gott og raun ber vitni.“ Barry Murphy við leiði breskra hermanna í Fossvogskirkjugarði Morgunblaðið/Kristinn Minnisvarðar breskra hermanna í góðu standi Bretar leggja mikla áherslu á að heiðra minningu þeirra sem báru beinin í stríðum sam- vinnulýðveldisins. Sérstök stofnun, The Commonwealth War Graves Commmission, heldur utan um þau mál og var maður frá henni, Barry Murphy, hér á landi í vikunni. Róbert Benedikt Róbertsson robert@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.