SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 12
12 19. júní 2011 Fimmtudagur Arnar Eggert Thoroddsen er hollt að borða svona japan-mix og sterkar rískökur í staðinn fyrir nammi á kvöldin? Föstudagur Árni Torfason Hraun og kók. Fljót- legasta leiðin að fá orku þegar mikið er að gera. Gerður Kristný Í gær ætlaði ég að senda Braga Baggalút sms og spurja hanni hvort hann ætlaði með mér á Grímuna í kvöld en sendi skilaboðin óvart til Braga Kristjóns bóksala. Fyrir þá sem iða af spenningi skal það upp- lýst að hann ætlar ekki. Tobba Mar- inósdóttir er að fara að hitta dólga á Kex – það er eitthvað! Fésbók vikunnar flett Um daginn var fjallað um bítbox frá TDK hér í blaðinu sem var bæði mikið um sig og níðþungt. TDK Sound Cube ekki af sama meiði, en útfærlsan tals- vert frábrugðin eins og sjá má. Ten- ingurinn er með hátalara á hverri hlið og ætlaður sem „bíotbort“ sem hægt er að fara með hvert á land sem er og framleiða almennilegan hávaða. Græj- an gengur fyrir rafhlöðum ef vill (D- hlúnkum), en einnig er rafmagns- tengi. Hún er með USB-tengi til að taka við músík frá Apple iPod / iP- hone / iPad, en líka er hægt að tengja hvaða spilastokk sem er við hana með minijack-snúru. Hljómur er þræl- fínn og ekki vantar kraftinn. Bassinn og þéttur og fínn. Þeir sem notað hafa hallærisgræjur við iPodinn sinn hing- að til fá kannski áfall þegar þeir heyra hvernig músíkin hljómar, enda gerir góð græja kröfu um almennilega þjöppun á músíkinni. Í tækinu er FM-útvarp og innbyggt loftnet sem hægt er að draga út. Það er líka með hljóðjöfnun (eq) og hægt er að tengja við það gítar eða hljóð- nema og stilla svo styrk á því saman við músíkina sem spiluð er til dæmis af spilastokk. Það var eiginlega klúður, fannst mér, þegar Nokia N8 var auglýstur sem snjallsími og þá í sam- keppni við iPhone- og Android-síma – af hverju auglýstu menn hann ekki einfaldlega bara sem frábæran síma? Nefni sem dæmi að í honum er framúrskarandi myndavél – sú besta í far- síma. Eins og sjá má er á sím- anum HDMI-tengi og því hægt að tengja hann beint við flest sjónvarps- tæki og það svínvirkar hvort sem maður ætlar að skoða myndskeið sem tekið var á símann, eða horfa á kvikmyndir sem búið er að lesa inn á hann. Síminn er með 12 milljón díla myndflögu, en það segir ekki alla söguna því hann er með Carl Zeiss- linsu sem skiptir gríðarmiklu máli. Í símanum er líka fínn hugbúnaður til að sýsla með myndir, grófvinna þær og senda áfram. Hann tekur 720 díla myndskeið. Þeim sem hafa nasasjón af Android- eða iOS-stýrikerfunum finnst það eflaust ókostur að á símanum sé Symbian-stýrikerfi, en allir þeir sem notað hafa Nokia-síma kunna á hann fyrir vikið. Það er þó óneit- anlega orðið nokkuð við aldur. Frábær farsími Sú var tíðin að allir símar voru Nokia eða vildu vera Nokia. Svo sofnuðu Nokia- menn á verðinum og misstu nánast af snjallsímabyltingunni. Það breytir því þó ekki að þeir kunna að framleiða frábæra síma eins og sannast á Nokia n8. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ferðagræja Tónlistartening- urinn mikli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.