SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 35
19. júní 2011 35 lagsliða fyrst breskra liða. Sigurinn vakti mikla athygli í Evrópu enda mikil fátækt í Glasgow auk þess sem allir leikmenn Cel- tic ólust upp í innan við 50 kílómetra fjarlægð frá heimavelli liðsins. Aðspurður sagði Stein einhverju sinni að þyrfti hann að velja á milli tveggja jafngóðra leik- manna, mótmælanda og kaþólikka, væri valið einfalt. „Ég vel mótmælandann því Rangers kaupir ekki kaþólikka. Ég fæ því báða leikmennina á endanum.“ Liðin hafa skipst á að vinna skosku deildina og má í raun segja að einokun þeirra hafi staðið jafnlengi yfir og deild- arkeppnin hefur verið við lýði. Liðin hafa unnið 95 titla samanlagt af 114 og hefur Rangers vinninginn með 53 titla. Áfengisbann á leikvöngum Öryggisgæsla er alltaf mikil þegar Glas- gow-liðin mætast en hún fór út um þúfur þegar liðin mættust á Hampden Park í Glasgow, þjóðarleikvangi Skota, í úrslit- um bikarsins árið 1980. Celtic skoraði eina mark leiksins í framlengingu og fögnuður stuðningsmanna mikill. Átaka milli stuðningsmanna liðanna var að vænta að loknum leik og var lögreglan við öllu búin fyrir utan leikvanginn. Fámennt lögreglulið innan vallar gerði enga tilraun til að koma í veg fyrir að ungir stuðnings- menn Celtic hlypu inn á völlinn til þess að fagna með hetjunum sínum. Eldri stuðn- ingsmenn fylgdu í kjölfarið og skyndilega var grasið þakið stuðningsmönnum beggja liða. Bjórdósum og múrsteinum var kastað, sparkað og slegið, og lítið sem örfáir lögreglumenn gátu gert. Þeir riðu um á hestum og notuðu kylfur til þess að reyna að sundra fjöldanum. Slasaðir áhorfendur fengu aðhlynningu í mörk- unum á báðum endum vallarins og yngsta kynslóðin grét af hræðslu. Yfir tvö hundruð stuðningsmenn voru að lokum handteknir. Í kjölfarið voru sett lög sem bönnuðu áfengisneyslu á knatt- spyrnuvöllum í Skotlandi. Enskar hetjur til Rangers Skoska knattspyrnukempan Graeme Souness var ráðinn sem spilandi stjóri hjá Rangers undir lok níunda áratugarins. Souness hafði spilað sem atvinnumaður á Englandi allan sinn feril og fljótlega gekk hver Englendingurinn á fætur öðrum til liðs við Rangers. Enskum liðum var meinuð þátttaka í Evrópukeppnum á þessum tíma sökum atburðanna á Hey- sel-leikvanginum árið 1985. Souness nýtti sér það til þess að fá enska leikmenn yfir landamærin sem var fá heyrt á þeim tíma. Fram að því flúðu hæfileikaríkustu skosku leikmennirnir suður þar sem launin voru mun hærri og knattspyrnan betri. Innreið ensku leikmannanna var í óþökk stuðningsmanna Rangers til að byrja með. Félagið hafði þó ekki unnið deildina í mörg ár og því ljóst að ákvarð- anir Souness stæðu og féllu með árangri hans. Deildin vannst strax á fyrsta ári og Englendingarnir sem gengu til liðs við fé- lagið í kjölfarið fengu mun hlýrri við- tökur. Souness var þó rétt að byrja. Líkt og allir aðrir knattspyrnustjórar hafði hann verði spurður að því hvort hann myndi nokkurn tímann kaupa kaþólskan leik- mann. Souness hafði svarað því til að ef leikmaðurinn væri nógu góður myndi hann kaupa hann óháð trúarbrögðum. Aðrir þjálfarar höfðu gefið sama svar án þess að þora að standa við stóru orðin. Souness meinti það sem hann sagði enda voru börnin hans kaþólsk líkt og eig- inkona hans. Kaþólikki svíkur lit Árið 1989 bárust fréttir þess efnis að skoski landsliðsmaðurinn Maurice Jo- hnston væri genginn í raðir Rangers eftir nokkurra ára veru í Frakklandi. Frétt- irnar ollu miklu fjaðrafoki enda Johnston kaþólskur. Þá var hann í guðatölu hjá stuðningsmönnum Celtic þar sem hann spilaði fyrir Frakklandsdvölina og jafn- mikið hataður af Rangers-mönnum. Nokkrum dögum fyrr hafði hann komið fram í sjónvarpsviðtali í Celtic-búningi þar sem hann lýsti því yfir að hann væri aftur á leið í herbúðir þeirra, hann vildi hvergi annars staðar spila. Enn átti þó eftir að skrifa undir samninginn. Líkt og trúin geta peningar flutt fjöll og í þessu tilfelli fór Johnston úr hvítum og grænum búningi Celtic í bláan búning Rangers á augabragði. Í vesturenda Glasgow kveiktu stuðn- ingsmenn Rangers í treflum og ársmiðum í mótmælaskyni. Blómakransar voru lagðir fyrir utan Ibrox, heimavöll liðsins, til minningar um félag byggt upp af mót- mælendum. Stuðningsmannafélög á Norður-Írlandi bönnuðu allar ferðir á leiki liðsins og kaup á Rangers-vörum, og eftirlíkingar af Graeme Souness voru brenndar á báli. Austan árinnar beindist gremja stuðn- ingsmanna Celtic að Johnston sjálfum. Morðhótanir bárust og veggjakrot með skilaboðum til Johnston varð algeng sjón á götum borgarinnar. Fyrstu dagana sem leikmaður Rangers var flogið daglega með Johnston til Englands þar sem hann gisti og síðar valdi hann að búa í Edinborg frekar en Glasgow. Stuðningsmenn Rangers tóku Johnston í sátt enda spilaði hann lykilhlutverk í meistaraliði félagsins tvö ár í röð. Ekki spillti fyrir sigurmark á lokamínútunni í leik gegn Celtic á Ibrox. Stuðningsmenn Celtic munu hins vegar seint fyrirgefa svikin. Allt snýst um peninga Í dag eru leikmenn úr öllum áttum vel- komnir í herbúðir Rangers og hafa fjöl- margir kaþólikkar spilað með liðinu á undanförnum árum. Þrátt fyrir að stuðn- ingsmennirnir hafi tekið kaþólska leik- menn liðsins í sátt og fagni mörkum sem þeir skora til jafns við mörk eigin trú- bræðra virðist hatrið í garð Celtic engu minna. Á Ibrox er enn sungið um dauða Íra og sameinað Bretland. Stuðnings- menn Celtic virðast hafa tekið út meiri þroska en nágrannar sínir. Celtic Park hefur því sem næst verið laus við ofsa- trúarsöngva í lengri tíma. Lítill hópur stuðningsmanna liðsins og stuðnings- menn írska lýðveldishersins IRA lætur þó enn öllum illum látum á útivöllum. Öfgatrúin skapar liðunum þó sérstöðu og gefur trúræknum knattspyrnuáhuga- mönnum um allt Skotland ástæðu til þess að halda frekar með risunum í Glasgow en næsta félagsliði í hverfinu. Fleiri stuðningsmenn skila sér í meiri miðasölu og aukinni sölu á varningi. Ef ekki væri fyrir Celtic nyti Rangers engrar sérstöðu. Til þess að viðhalda fjárhagslegu heljar- taki sínu og yfirburðum í skoskri knatt- spyrnu eru félögin háð hvort öðru. Það virðist því félögunum í hag að viðhalda að einhverju leyti fjandskapnum. Flutningur Celtic og Rangers úr skosku úrvalsdeildinni í þá ensku er umræða sem blossar upp með reglulegu millibili. Þjóð- ernisstolt beggja félaga virðist að engu orðið þegar sá gluggi opnast því for- ráðamönnum félaganna líst afar vel á þann möguleika. Ljóst er að sögulegu einvígi Celtic og Rangers yrði að ein- hverju leyti að fórna kæmi til slíks flutn- ings. Svo virðist sem félögin geti sætt sig við það enda tekjumöguleikar í ensku úr- valsdeildinni margfalt meiri. Ofbeldið heldur áfram Heimsókn á grannaslag Celtic og Rangers hefur verið líkt við ferðalag aftur til for- tíðar. Þjóðfánum er flaggað líkt og sjálf- stæðisbarátta Íra standi enn yfir og söngvar gefa til kynna að stuðningsmenn eigi eitthvað sökótt hvorir við aðra. Samt eru ár og dagar síðan bláfátækir skoskir mótmælendur og kaþólskir Írar börðust um mat og atvinnu á strætum Glasgow. Með bættum efnahag og menningu mætti ætla að umburðarlyndi ykist og ættu stuðningsmenn knattspyrnuliða ekki að vera undantekning á því. Fjölskylda Marks Scott er til vitnis um að svo er ekki. Að loknum leik Celtic gegn Partick Thistle haustið 1995 gekk hinn 16 ára gamli Scott ásamt tveimur félögum sínum heim á leið frá leikvanginum. Þeir gerðu sér grein fyrir því að leið þeirra lægi um hverfi Rangers-stuðnings- manna. Skynsamir klæddust þeir jakka yfir Celtic-treyjum sínum og treflana földu þeir í vösunum. Móðir Scott hafði rennt upp jakka hans fyrir leikinn og beðið hann að fara varlega. Scott hló að áhyggjum móður sinnar. „Engar áhyggj- ur, mamma. Svoleiðis gerist ekki leng- ur.“ Á leið sinni framhjá krá nokkurri dró Rangers-stuðningsmaður tilefnislaust upp hníf og skar hinn unga Scott á háls með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Að loknum úrslitaleik bikarsins vorið 1999 þar sem Celtic og Rangers mættust varð hinn 16 ára Thomas McFadden fyrir barðinu á tveimur stuðningsmönnum Rangers. McFadden hafði horft á leikinn á krá þar sem móðir hans starfaði en hún hafði bannað honum að fara á leikinn, svo hrædd var hún um son sinn. Fjögur stun- gusár þar af tvö í hjartastað urðu McFad- den að bana og fékk félagi hans lífs- hættulega áverka. Líkt og í tilfelli Scott var árásin tilefnislaus. Þessar sorgarsögur eru því miður ekkert einsdæmi. Alvarlegustu fréttirnar undanfarna mánuði snúast um þjálfara Celtic Norð- ur-Írann Neil Lennon. Frá því að Lennon gekk til liðs við Celtic sem leikmaður í upphafi þessarar aldar hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Árið 2002 þurfti hann að draga sig út úr landsliðshópi Norður- Írlands og leggja landsliðsskóna á hilluna vegna morðhótunar en Lennon var lyk- ilmaður í liðinu. Fyrir tveimur árum var hann lagður inn á spítala sökum barsmíða stuðningsmanna Rangers eftir að hann hætti sér út á lífið. Á undanförnum mán- uðum hafa nokkrar bréfsendingar með sprengjum og byssukúlum stílaðar á þjálfarann verið stöðvaðar. Í kjölfar þess- ara alvarlegu hótana sá fjölskyldan sig knúna til að flytja en erfiðlega gengur að hafa uppi á ódæðismönnunum sem flest bendir til að séu frá Norður-Írlandi. Ör- yggisverðir fylgja Lennon hvert fótmál en þrátt fyrir það náði stuðningsmaður He- arts, mótmælendaliðsins frá Edinborg, að hlaupa inn á völlinn í heimaleik liðsins gegn Celtic og slá til Lennon. Verðirnir skárust í leikinn og buguðu manninn sem var sem betur fer óvopnaður. Banna söngva Í kjölfar ólátanna í viðureign liðanna í mars síðastliðnum ákvað forsætisráð- herra skosku heimastjórnarinnar að grípa í taumana. Fulltrúar lögreglunnar og skoska knattspyrnusambandsins settust niður og sömdu áætlun, í samvinnu við fulltrúa Celtic og Rangers, sem nýtur fjárhagslegs stuðnings heimastjórnar- innar. Til stendur að útiloka dæmda of- beldismenn frá leikjum liðanna, lög- reglumenn munu ræða við leikmanna- hópa beggja liða, koma á í veg fyrir ofsa- drykkju í nágrenni vallanna fyrir leik auk þess sem stuðningsmenn sem syngja söngva er byggjast á trúarfordómum verða aðvaraðir og að lokum handteknir. Þá á að vanda valið við dag- og tímasetn- ingu leikja liðanna. Liðin mættust einu sinni áður en tímabilinu lauk nú í maí. Þótti hegðun áhorfenda til fyrirmyndar en hafa verður í huga að öryggisgæslan var mun meiri en tíðkast. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort árangur náist til langtíma litið. Leikir Celtic og Rangers einkennast af mikilli baráttu – innan vallar sem utan. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.