SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 47
19. júní 2011 47 L istamaðurinn Bergur Thorberg vann nýlega til verðlauna fyrir myndbandsportrett sitt Mr. Gissurarsons confession í samkeppni sem var opin öllum listamönnum á Norðurlöndum. Þetta var í þriðja skiptið sem keppnin var haldin en hún fer fram annað hvert ár. Í keppninni var staða portrettsins innan myndlistar á Norðurlöndum skoðuð sérstaklega og í kjölfar hennar sýningin Portræt Nu 2011 opnuð í Friðriksborgarkastala, Det Naturhistoriske Museum, í Danmörku hinn 6. maí síðastliðinn. Dómnefnd skipuð 10 fulltrúum allra Norðurlandaþjóð- anna valdi 50 verk af 501 sem barst í keppnina og voru sex verðlaun veitt sérstaklega. Þrenn verðlaun féllu Ís- lendingum í skaut en auk Bergs hlaut Íslenski gjörninga- klúbburinn verðlaun fyrir verkið Amos og Katrín Matt- híasdóttir fyrir Matthías Hildi. Sýningin er svokölluð farandsýning og mun ferðast áfram eftir að henni lýkur í Friðriksborgarkastala 1. ágúst næstkomandi. Talandi portrett Bergur segir að með portrettverki sínu, Mr. Giss- urarsons confession, hafi hann nálgast portrettlistina á nýjan hátt og hlotið verðlaunin í keppninni fyrir það. Flestir listamannanna hafi verið með hefðbundin máluð portrett eða ljósmyndir en hans hafi verið eina talandi verkið á sýningunni og þannig skorið sig úr. Hann segir verk sitt vera örstutt myndband sem sé um leið portrett af manni. Í verkinu eru bæði ljóð og tónlist eftir Berg sem „módel“ hans, eins og hann segir sjálfur, raular. „Portrettið er af Guðmundi Gissurarsyni sem ég kynntist fyrir nokkrum árum. Verkið er byggt á sam- tölum okkar á tveggja til þriggja ára tímabili áður en por- trettið varð til svo verkið er ekki eitthvað sem var gert á einum degi eða viku. Það er svo mikils virði ef einhver vill gefa listamanni þann tíma sem hann þarf til að ná því fram sem hann vill,“ segir Bergur. Hann segist viljandi hafa sett Guðmund í nokkuð ógn- vænlegt umhverfi þegar hann var að taka hann upp. „Hann lítur út eins og glæpamaður í yfirheyrslu. Ég skapaði þetta umhverfi til þess að skerpa á myndinni og koma því á framfæri að við erum öll bæði fangar í eigin líkama og fangar í samfélaginu. Við erum í stöðugum yfirheyrslum. Verkið heitir „confession“ og það má segja að þetta sé játning til lífsins. Aðaltilgangur minn með portrettinu var að áhorfandinn skynjaði svipað í sjálfum sér og hann upplifir við að horfa á portrettið,“ segir Bergur. Í umsögn Åslaug Krokan Berg um verkið segir meðal annars að verkið sé afdráttarlaust og kröftugt í einfald- leika sínum. Að hennar sögn er þetta játning til lífsins og stöðu mannsins í heiminum. Verk um mannkynið og þá staðreynd að þegar upp er staðið er manneskjan alltaf einsömul. Bergur segir sköpun portrettsins vera samspil lista- manns og „módels“. Listamaðurinn vinni og „módelið“ gefi. Þetta samspil leiði svo til einhvers konar lokanið- urstöðu og síðan taki áhorfandinn við. „Það er það sem er mest spennandi ef vel tekst til, þetta viðprjón áhorfandans. Hvernig hann móttekur verkið og upplifir það. Þú hefur bara sjálfan þig til að miða við og oftar en ekki blandast sjálfsmynd þín inn í. Ef þú ert að gera portrett ertu að miklu leyti líka að gera sjálfsmynd. Áhorfandinn miðar svo líka við sjálfan sig og fer kannski ósjálfrátt að horfa inn í eigið líf þegar hann skoðar verkið. Þá er maður náttúrlega ánægður,“ segir Bergur og bætir við að þetta eigi í raun við um öll verk, þau eigi að lifa sjálfstæðu lífi. Með hrærigraut á bakinu Bergur er hvað þekktastur fyrir svokölluð kaffimálverk sín sem hann hefur unnið að í um 20 ár en þau málar hann með kaffi á bæði pappír og striga og hafa þau verið til sýnis víða um heim. „Ég vinn þessi verk öll á hvolfi og fer þannig bakleiðina inn í verkið. Ég nota líka tækni þar sem ég snerti ekki strigann þegar ég er að gera verkin.“ Að eigin sögn hefur Bergur komið víða við og hafði prófað ýmislegt áður en hann fór yfir í málaralistina. Hann segist hafa byrjað menntun sína í leiklist auk þess að hafa starfað mikið í tónlist áður en hann fór að mála. „Í dag er þetta orðinn einn hrærigrautur. Þetta er eins og að vera með bakpoka á bakinu. Þú ert starfandi listamaður og þegar þú stendur frammi fyrir einhverjum verkum er gott að hafa pokann á bakinu og allt það sem þú hefur safnað í hann. Hann er eins konar saga þín og það er gott að geta teygt sig í hann. Hvað sem er getur svo komið upp úr honum.“ Endursköpun manneskjunnar Bergur segir að sér hafi fundist portrettið mjög góð leið þegar hann var að byrja í málverki. „Í einu andliti ertu með ansi margt. Andlitið sjálft er lykill að manneskjunni því það er yfirleitt það fyrsta sem þú átt samskipti við. Allt sem þú þarft að vita er í andlitinu og það hjálpar þér svo ef þú heldur áfram í listum. Portrettið var því mjög gott inngönguport fyrir mig og myndbandsportrettið eðlilegt framhald af því.“ Í dag eru portrettmyndir úti um allt að sögn Bergs. Portrettlistina segir hann þó gamla, frá því fyrir Krist. Hún hafi svo þróast með tímanum en lengi vel hafi por- trettmyndir verið forréttindi yfirstéttarfólks sem hafði efni á því að láta mála af sér portrettmyndir og gerði það sem eins konar minnisvarða um sjálft sig. Með útbreiðslu myndavélarinnar og netsins séu portrettmyndir orðnar mun algengari áður og verið sé að taka andlitsmyndir um allan heim, hvort sem það er af fólki eða einhverju öðru. „Núna þegar portrettmyndir eru orðnar svona al- mennar byggist góð portrettmynd enn frekar á sambandi listamanns og „módels“ eins og ég sagði áðan. Þetta er ekki eitthvað sem er gripið úr lausu lofti heldur er jafnvel innri mynd manneskjunnar. Þú ert eiginlega að end- urskapa eða -túlka manneskjuna, ekki bara útlitið heldur allt hitt líka,“ segir hann. Bergur bendir á að hægt er að sjá portrettverk hans Mr. Gissurarsons confession á www.youtube.com/user/ thorberg123. Morgunblaðið/Kristinn Raular játningu til lífsins Bergur Thorberg hlaut verðlaun fyrir myndbandsportrett sitt Mr. Gissurarsons confession. Í verkinu nálgast hann portrett- listina á nýjan hátt. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Bergur Thorberg vann nýlega til verðlauna fyrir myndbandsportrett.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.