SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 42
42 19. júní 2011 D álkinum barst bréf með at- hugasemd við tungutak sem varðar okkur öll. Bréfritara þótti miður að fornöfn og kyn í pistlum mínum væru sveigð frá hinu við- tekna með því að skrifa „mörg“ og „öll“ þegar hefðbundið væri að skrifa „margir“ og „allir“. Margir telja að allir ættu að vera hressir með gamla lagið á þessu, sem minnir á gilda röksemd í svissneskri þjóð- málaumræðu: „Das ist normal,“ svona hefur þetta alltaf verið og því mun það verða svona áfram. Þessi hugsunarháttur varð til þess að í Sviss fengu konur ekki kosningarétt fyrr en árið 1971. Þegar nýja biblíuþýðingin kom út árið 2007 gaus upp umræða um það sem kallað er „mál beggja kynja“ og þykir eðlilegt mál í nágrannaríkjum þar sem fólki er annt um að lögboðnar hugmyndir um jafnrétti, óháð uppruna, trúarbrögðum, aldri og kyni, endurspeglist í orðum og at- höfnum. Í veröldinni er löng hefð fyrir hinum þaulreyndu stjórntækjum kúgun, valdbeitingu, misrétti, þöggun og útilok- un en lýðræðishugsjónir okkar tíma hafa lagt kapp á að uppræta þá hefð og móta nýja siði, ekki síst í tungumálinu. Hér á landi hefur tungumálið svo mikla sérstöðu að þeirri hefð sem þar hefur mót- ast verður seint hnikað þótt hugmynd- irnar breytist. Því vilja mörg að ég skrifi frekar „margir“ um sig. Sem segir margt um alræði tungutaksins hjá vorri þjóð, ekki ósvipað því að við vorum nokkur ár að ræða hvernig ætti að nefna „alnæmi“ á íslensku – áður en umræða hófst um við- brögð og varnir við sjúkdómnum. Það sætti tíðindum að Hið íslenska bibl- íufélag skyldi taka svo ótvírætt af skarið með samþykkt sinni í júní árið 2004 og mæla fyrir um að í hinni nýju biblíuþýð- ingu skyldi leitast við að koma til móts við kröfur um mál beggja kynja og m.a. talað um trúsystkin fremur en -bræður þegar ótvírætt væri vísað til beggja kynja. Með þessari samþykkt skipaði Biblíufélagið sér í forystusveit umbótaafla í þjóðfélaginu. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hin djúpstæða breyting á viðhorfum til jafn- réttismála sem gengið hefur yfir vestræn samfélög alla síðustu öld að endurspeglast í breytingum á tungutaki. Sú hugarfars- breyting er nú viðurkennd í öllum stofn- unum og lögum samfélagsins þótt enn sé verið að vinda ofan af vanahugsun um ástæðulaus kynhlutverk. Það eru veik rök í málinu að hefð tungumálsins sé með til- teknum hætti þegar breytingin felst í því að vinna gegn aldagamalli hefð og kúgun sem hefur m.a. verið viðhaldið með tungumálinu. Sú hefð stendur djúpum rótum í heimspeki og trúarbrögðum Vest- urlanda og því leitar fólk þangað þegar þessi mál eru hugleidd eins og á sýningu Þóru Þórisdóttur á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem nú stendur yfir. Þegar við höfnum tiltekinni hefð, sem hefur í þessu tilfelli getið af sér misrétti og útilokun, er óhjákvæmilegt að þess sjái stað í tungutakinu og það breytist frá því sem áður var. Tungumálið er ekki stikkfrí þegar kemur að breytingum á grundvall- arhugmyndum í samfélaginu um réttlæti og jafnrétti. Tilfinning margra er sú að málfræðilegt kyn hafi ekkert með raunverulegt kyn að gera þegar kennari gengur inn í stofu og spyr hvort allir séu ekki mættir. Á móti kemur vitnisburður stúlkna og fulltíða kvenna sem segja slíkt tungutak útilok- andi fyrir sig. Ekki er hægt að afneita slík- um tilfinningum og segja konunum að þeim finnist þetta ekki. Sjálfur kenni ég í þjóðfræðinni við HÍ þar sem konur eru í meirihluta og stundum er enginn karl við- staddur. Í því samhengi þykir mér óeðli- legt að spyrja hvort allir séu mættir og skima svo eftir því hvort einhver karl sé í hópnum. Beiting tungumálsins er enginn mömmuleikur, eins og gömlu kommarnir töluðu stundum um rússnesku byltinguna til að afsaka ofbeldi og misgjörðir í nafni hugsjónanna. Þau sem ráða tungutakinu ráða því hvernig talað er um menn og málefni, hvaða orð eru notuð, hvað er gott og jákvætt, hvað er með og hvað ekki. Tungutakið er máttugt valdatæki og með því hafa forréttindahópar allra alda við- haldið stöðu sinni og útilokað þau sem ekki hafa átt upp á pallborðið hverju sinni. Okkur ber engin málfræðileg skylda til að standa vörð um slíkt misrétti. Eru allir hressir? ’ Tungutakið er mátt- ugt valdatæki og með því hafa forréttinda- hópar allra alda viðhaldið stöðu sinni og útilokað þau sem ekki hafa átt upp á pallborðið hverju sinni. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is El ín Es th er Málið „Fölur“, meinarðu. Tja, ég er nú ísbjörn, svo það er bara eðlilegt. Þú ert eitthvað svo föl í dag. Er allt í lagi? Ég er sko að tala við áruna þína. F eneyjatvíæringurinn er einn stærsti og virtasti viðburður á sviði samtímalista og jafnframt eini alþjóðlegi myndlist- arviðburðurinn sem Íslendingar taka þátt í, íslenskir listamenn sýndu þar fyrst árið 1960 og Ísland hefur verið með opinberan skála á tvíæringnum frá 1984. Fulltrúar Íslands á Feneyjatvíær- ingnum að þessu sinni eru listamennirnir Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Að þessu sinni er íslenska sýningin sett upp þar sem áður var þvottahús Palazzo Zenobio í Col- legio Armeno Moorat-Raphael í Dorsod- uro. Yfirskrift sýningar þeirra er Under Deconstruction og byggist á nýrri fram- setningu á verkefni þeirra Landið þitt er ekki til (2003-), tónlistar-vídeóverkinu Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (2008- 2011), og hljóðskúlptúrnum Exorcising Ancient Ghosts (2010-2011), sem er uppi á þaki skálans. Landið þitt er ekki til er herferð sem þau Libia og Ólafur hófu í Istanbúl í Tyrk- landi 2003. Verkið hefur síðan farið víða um heim og miðlað skilaboðunum „Land- ið þitt er ekki til“ á mörgum tungumálum á auglýsingaskiltum, í sjónvarps- og út- varpsauglýsingum, á gosdósum og frí- merkjum meðal annars. Í Feneyjum sýna Libia og Ólafur verkið í fjórum útgáfum. Fyrir Tvíæringinn tóku þau upp tónlist- argjörning sem byggist á því að messó- sópransöngkonan Ásgerður Júníusdóttir sigldi um síki Feneyja á gondóla og söng „þetta er tilkynning frá Libiu og Ólafi: Landið þitt er ekki til“ við tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur. Textinn sem Ás- gerður söng var á fjölda tungumála við undirleik David Boato á trompet og Al- berto Mesirca á gítar. Libia og Ólafur sömdu textann, meðal annars upp úr lýs- ingu sýningarstjórans Antonia Majaca á verkefninu Landið þitt er ekki til. Á meðan á Tvíæringnum stendur verður vídeóinnsetning af gjörningnum sýnd í íslenska skálanum og gjörningurinn var svo endurtekinn 2. og 3. júní á foropn- unardögum Feneyjatvíæringsins, en þá sigldi gondólinn meðal annars framhjá sýningarskálum annarra ríkja í Giardini di Castello og Arsenale. „Gerðu það sjálfur“, málverk sem Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín málaði sam- kvæmt fyrirmælum listamannanna, er svo hluti af verkinu, en það var unnið og sýnt í sendiherrabústaðnum í Berlín. Lokahluti verksins er svo neonskúlptúrinn „Il tuo paese non esiste“ („Landið þitt er ekki til“ á Ítölsku) sem er á veggnum framan á skálanum. Einnig er vídeóverkið Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, sem Libia og Ólafur unnu í samstarfi við Karólínu Eiríks- dóttur, sýnt í skálanum, en það er flutn- ingur á tónverki Karólínu við stjórnarskrá Íslands fyrir sópran- og baritónrödd, pí- anó, kontrabassa og blandaðan kamm- erkór. Hymnodia flutti verkið undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Tinna Þorsteins- dóttir leikur undir á píanó, Gunnlaugur Torfi Stefánsson á kontrabassa og Ingi- björg Guðjónsdóttir sópransöngkona og Bergþór Pálsson syngja einsöng. Verkið var fyrst flutt opinberlega í mars 2008, sex mánuðum fyrir hrun bankakerfisins. Víd- eóverkið er af nýlegum flutningi verksins, sem var unnið fyrir Hafnarborg og í sam- starfi við RÚV. Einnig er verkið Exorcising Ancient Ghosts á svölum skálans, en það er hljóð- verk á tveimur tungumálum sem byggist á rannsókn Libiu og Ólafs á réttindum kvenna og útlendinga í Grikklandi til forna og var sýnt í Napólí árið 2010. Verkið er innblásið af lögum frá því um miðja fimmtu öld f.Kr. þar sem borgurum Aþenu var meinað að ganga að eiga eða eiga náið samneyti við útlendinga. Í Fen- eyjum er það hljóðinnsetning á þaki skál- ans þannig að arkítektúr skálans verður hluti af verkinu. Upptökurnar verða spil- aðar samtímis úr leirvasa með tólf heyrn- artólum. Þátttaka Íslands í Feneyjatvíær- ingnum er skipulögð af Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, KÍM, Landið þitt er ekki til Nú stendur yfir í Feneyjum alþjóðleg myndlist- arhátíð sem haldin er annað hvert ár, Feneyja- tvíæringurinn, La Biennale di Venezia. Framlag Íslands að þessu sinni er fjölþætt hljóðlistaverk Libia Castro og Ólafs Ólafssonar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Verk Libia Castro og Ólafs Ólafssonar „Landið þitt er ekki til“ í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.