SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 4
4 10. júlí 2011
Bannhelgin hefur verið rofin, þing-
menn og virtir fjölmiðlar í Frakk-
landi fjalla nú opinskátt um fram-
ferði Strauss-Kahns gegnum árin.
Franskir femínistar eru gjarnan
vinstra megin í pólitíska litrófinu
en það hefur ekki fengið þær til að
þegja þótt Strauss-Kahn sé sósí-
alisti. Nýlega efndu yfir 40 fem-
ínistahópar í Frakklandi til ráð-
stefnu með um 600
þátttakendum og var umfjöllunar-
efnið réttindi kvenna.
Konurnar benda á að þótt
meint fórnarlamb Strauss-Kahns í
New York þyki ekki lengur trú-
verðugt vitni að afbroti þar sem
aðeins eru tveir til frásagnar af-
sanni það ekki fullyrðingar hennar
um kynferðislegt ofbeldi.
Aðrar konur segja ófagra sögu
af samskiptum sínum við Strauss-
Kahn og styrkja þannig frásögn
þernunnar. Sumar þeirra segja
hann hafa sýnt ofbeldishneigð í
rúminu. Ungversk kona, Piroska
Nagy, sem var starfsmaður AGS,
lét loks undan stanslausri ásókn
Strauss-Kahns og eyddi með hon-
um nótt í Sviss á ráðstefnu í Da-
vos. Hún segir nú að í raun hafi
hann misnotað aðstöðu sína sem
yfirmaður til að fleka sig.
Engin miskunn og fleiri konur segja sögu sína
Franskir femínistar, prýddir myndarlegu skeggi, mótmæla þeim sem
verja Strauss-Kahn. „Við erum allar herbergisþernur“ stendur á tveim
skiltanna, á því þriðja er sagt að karlremban verði slegin af.
F
ranskar konur hafa lengi sýnt mikla þjóð-
hollustu og sætt sig við karlrembu af hálfu
helstu ráðamanna landsins sem varla á
sinn líka í öðrum ríkjum Evrópu. Þeir
mega allt. Hreykja sér leynt og ljóst af hjákonum
sínum, ástarævintýrum og launbörnum en eig-
inkonan átti að „halda kjafti og vera sæt“, svo að
vitnað sé í bókmenntir. Og fjölmiðlar áttu að þegja;
þetta var bara einkamál. Það yrði kaldhæðnislegt ef
mál Dominique Strauss-Kahns í New York yrði til
að binda enda á þetta gamla, opinbera leyndarmál.
Konur víða um heim hafa velt því fyrir sér hvort
fátæk kona frá Afríku eigi mikla möguleika gegn
öðrum eins valdamanni og Dominique Strauss-
Kahn, fyrrverandi yfirmanni Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Sporin hræða. Vellauðugur körfubolta-
snillingur, Kobe Bryant, var ákærður fyrir nauðgun
árið 2003 í Colorado en fórnarlambið, 19 ára skrif-
stofustúlka, neitaði að bera vitni eftir að hafa verið
svert af verjendum hans. Ákæran var felld niður.
Stúlkan fór síðar í einkamál og var þá samið um að
Bryant bæði hana opinberlega afsökunar og greiddi
henni nokkra fjárhæð. Heimildarmenn segja ekki
útilokað að mál þernunnar gegn Strauss-Kahn fái
svipaðan enda.
En margir velta líka fyrir sé hvort vörn hans
standist skoðun. Verjendur hans hafa í reynd við-
urkennt að kynmök hafi átt sér stað en með sam-
þykki beggja, engu ofbeldi hafi verið beitt. Þernan
(nafni hennar er enn leynt) hafi þjónustað hann
með munnmökum. En um leið hefur verið tekið
skýrt fram að hann hafi ekki greitt henni fyrir við-
vikið, hafi því ekki keypt sér vændi.
Sandy Banks, dálkahöfundur hjá L.A. Times, er
hugsi yfir atburðarásinni. „Hún á víst að hafa fyllst
óstjórnlegri girnd við að sjá skvapið á allsberum
líkama hans,“ segir Banks. „Er ég ein um að finnast
erfitt að trúa þessu?“
Menn velta líka fyrir sér hvort 62 ára gamall,
kvæntur maður sem stöðugt skiptir um viðhöld,
montar sig af því að engar konur standist hann og
efnir til kynferðislegra skyndikynna með herberg-
isþernu rétt áður en hann sest að miðdegisverði
með dóttur sinni, sé leiðtogaefni.
Fyrst eftir handtökuna voru margir Frakkar á því
að um ofsóknir hræsnisfullra Bandaríkjamanna
gegn Strauss-Kahn væri að ræða, aðrir að pólitískir
andstæðingar hans í Frakklandi væru á bak við
„gildruna“. Þegar þernan reyndist vera ótrúverðug
jókst enn stuðningur við hann og farið var að ræða
á ný í fullri alvöru um hann sem forsetaefni. En
samúðin hefur dvínað á ný. Síðustu kannanir sýna
að meira en helmingur landsmanna er á móti fram-
boði hans þótt um 60% kjósenda Sósíalistaflokks-
ins vilji enn að hann fái tækifæri.
„Þú ert bara öfundsjúkur“
Helstu ráðamenn flokksins eru í klípu og reyna
sumir að drepa málinu á dreif, forystan er greini-
lega klofin í málinu. Enginn efast um skarpa greind,
pólitíska hæfileika og hagfræðikunnáttu Strauss-
Kahns sem sagður er geta verið afar heillandi. En
dómgreindin virðist stundum yfirgefa hann og
grunurinn um ofbeldishneigð á eftir að loða við
hann. Nánir ráðgjafar segja hann stöðugt vilja tefla
á tæpasta vað, tilgangslaust hafi verið að vara hann
við því að tryllt kvennafar og slark gætu komið
honum í koll. „Þú ert bara öfundsjúkur,“ var svarið
sem einn þeirra fékk.
Bent er á að jafnvel þótt nauðgunarmálið í New
York verði fellt niður þarf Strauss-Kahn að takast á
við annað mál. Guðdóttir hans, Tristane Banon,
hyggst kæra hann fyrir ruddalega kynferðisárás á
sig 2003 er hún var 19 ára blaðakona. Banon er
dóttir konu sem gegnir trúnaðarstöðu fyrir sósíal-
ista. Móðirin segist nú iðrast þess að hafa á sínum
tíma talið dótturina á að kæra ekki Strauss-Kahn.
Fullyrt er að 75.000 nauðganir séu framdar í
Frakklandi ár hvert, andrúmsloftið geri ofbeldis-
fullum körlum auðvelt um vik. Fáar konur þori að
kæra. Frægt er að fyrrverandi ráðherra sagði nýlega
að hún þyrði ekki að mæta í pilsi á fundi í þinginu,
svo mikið væri um alls kyns ruddaskap af hálfu
karlanna á löggjafarsamkundunni í París.
Kynóðir valda-
menn í gapastokk
Franskar konur hafna gömlum
karlrembuhefðum
Nauðgunarákæran gegn Strauss-Kahn hefur verið eitt helsta umfjöllunar-
efni fjölmiðla um allan heim frá því að málið kom upp í maí.
Reuters
Vikuspegill
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Strauss-Kahn er sonur efnaðs
lögfræðings, fjölskyldan bjó í
Marokkó þar til sonurinn var
12 ára. Hann er þrígiftur, eig-
inkona hans er Anne Sinclair,
þekkt sjónvarpskona í Frakk-
landi, bandarísk að uppruna.
Hún er erfingi mikilla auðæfa.
Hjónin eiga bústaði í Frakk-
landi og Bandaríkjunum, einn-
ig glæsivillu í Marokkó.
Trygg og forrík
eiginkona
Lambalæri hvítlauks- og rósmarín
marinerað
1398kr.kg
FRÁB
ÆRT
Á
GRIL
LIÐ
fyrst og fremst ódýrt