SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 10

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 10
10 10. júlí 2011 F jórða málsgrein í 17 síðna langri samstarfsyfirlýsingu Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá því 10. maí 2009 er svohljóðandi: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum. Ríkisstjórnin mun kapp- kosta að byggja upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum horfum við sérstaklega til frændþjóða okkar á Norðurlöndum.“ Þetta hefur ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur ekki gert, alls ekki og fremst í flokki pukrara, leynimakkara og ógegnsæis fer sjálfur oddviti ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir. Hún velur sér við hverja hún talar, hverjum hún svarar og hvort hún yfirhöfuð svarar. Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra Íslands, sker sig úr með áberandi hætti, hvað þetta varðar, því hún dvelur beinlínis langdvölum í felum. Hún svarar ekki í síma, þegar reynt er að hafa samband við hana símleiðis; hún svarar ekki skilaboðum; hún stendur sig mjög vel í því að láta alls ekki ná í sig og þá er það upptalið sem ég man eftir í fljótu bragði að hún standi sig vel í. Það var fimmtudaginn 30. júní sl. sem ég hóf eina ferðina enn tilraunir mínar til þess að fá samband við forsætisráðherrann. Ég hringdi í ráðuneytið og bað um samband við ritara forsætisráðherra. Sú elskulega kona sagði mér að Jóhanna væri upptekin. Ég bað fyrir skilaboð til hennar og sagði að ég myndi ekki tefja hana lengi. Væri bara með eina fyrir- spurn. Hún lofaði að koma boðunum til skila, sem ég efast ekki eitt andartak um að hún hafi gert. En allt kom fyrir ekki. Ítrekaðar hringingar mínar allan fimmtudaginn og föstudaginn og svo dag- lega alla þessa viku, og næstum þriggja tíma bið í forsætisráðu- neytinu á fimmtudag, ásamt öðrum blaða- og fréttamönnum, báru engan árangur. Aldrei bólaði á forsætisráðherra, sem þó sást hlaupa á milli herbergja í gegnum læstu glerdyrnar í ráðuneytinu um hádegisbilið. Hún vissi vel af veru okkar fjölmiðlamanna og óskum um viðtöl. En hún sá sér ekki fært að veita fimm mínútur af sínum dýrmæta tíma. Okkar tími er augljóslega ekki dýrmætur í augum forsætisráðherra. Og ekki lét aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hrannar B. Arn- arson, heldur svo lítið að svara, hvorki smáskilaboðum, né skila- boðum sem voru látin liggja hjá honum í ráðuneytinu. En hann hefur hins vegar tíma til þess að tala við DV og Stöð 2 og segja þeim ósatt. Hrannar veit ósköp vel að það var sendiráðunautur kín- verska sendiráðsins sem sagði mér í símtali í síðustu viku að Jó- hanna Sigurðardóttir hefði verið upptekin á þeim tíma sem Wen Jiabao forsætisráðherra hugðist koma hingað til lands í opinbera heimsókn. Orðrétt var vitnað í sendiráðunautinn í fréttinni í laug- ardagsblaði Morgunblaðsins fyrir viku, þar sem hann greindi frá því að enn hefði Kínverjum og Íslendingum ekki tekist að finna tíma sem hentaði báðum forsætisráðherrunum. Hrannar getur haldið áfram ófrægingarherferð sinni á hendur mér og Morg- unblaðinu, en hann situr í súpunni og virðist una dvöl sinni þar vel. Kínverjar ákváðu einfaldlega að hlýða ekki „boðvaldi aðstoð- armannsins“. Þeir ákváðu að gerast ekki þátttakendur í lyganeti Hrannars og Jóhönnu, sem mátti ekki vera að því að taka á móti forsætisráðherra Kína. Merkilegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Came- ron, forsætisráðherra Breta, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, máttu öll vera að því að taka á móti forsætisráð- herra Kína og ganga frá stórum viðskiptasamningum við hann og sendinefnd hans. En vitaskuld eru þau ekki jafn önnum kafin og forsætisráðherra Íslands! Tvíeykið Jóhanna og Hrannar Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hrannar B. Arnarsson Jóhanna Sigurðardóttir ’ Kínverjar ákváðu ein- faldlega að hlýða ekki „boðvaldi aðstoðarmannsins“. Þeir ákváðu að gerast ekki þátttakendur í lyganeti Hrannars. 7:30 Ég vakna við það að mamma mín eða pabbi koma inn til mín og vekja mig. Ég er með FM957 í gangi frá kvöldinu áður þar sem ég sofnaði út frá því. Strákarnir í Villta vestrinu á FM gera allt vitlaust á morgn- ana! Síðan fer ég og fæ mér að borða morgunmat, að því loknu fer ég og geri mig kláran fyrir vinnu. 8:15 Þá fæ ég mömmu til að skutla mér í vinnuna, ég er að vinna í Vinnuskóla Kópavogs og er í hópi við Vatnsendaskóla og það tekur smá-tíma fyrir mig að koma mér uppí Vatnsendaskóla þar sem ég bý í Smárahverfinu. 8:25/30 Mættur til vinnu, hitti vinnuhópinn minn fyrir utan skólann og við förum og sækjum verkfæri í vinnuskúr sem er fyrir utan skólann og löbbum í beð sem Vinnuskólinn er búinn að setja hópinn á. 8:40 Hópurinn kominn við Álfkonuhvarf og við byrjum að vinna í stóru beði þar. 10:00 Nestistími … þar fæ ég mér stundum að borða eða þá nota tímann til að hvíla mig og leggst í grasið. 10:15/20 Byrjum aftur á að vinna og spjalla … 11:30 Vinnudeginum okkar er lokið og ég fer í strætóskýlið hjá Vatnsendaskóla og tek strætó heim. 11:50 Ég labba inn um dyrn- ar heima, beinustu leið í sturtu og fer síðan og fæ mér að borða með mömmu og pabba. Síðan kíkir maður oftar en ekki í tölv- una og tekur þennan „basic“ internetrúnt … Facebook, Twit- ter og þessar síður. 13:00 Á þessum tíma fer mig oftar en ekki að langa að hitta einhverja vini. Í dag fékk ég vin- konu mína í heimsókn. 14:30 Vinkona mín kemur í heimsókn og við ákváðum að fara í sund. Árbæjarlaugin varð fyrir valinu í þessu frábæra veðri sem var þennan dag. 15:00 Við ákveðum að taka strætó í sund í Árbænum … það er svolítið mikið vesen að taka strætó þangað uppeftir. Tók strætó uppí Mjódd og svo í Hólana í Breiðholtinu og þaðan að labba í Árbæjarlaug. Skemmtilegt umhverfi þarna í kring. 15:30 Kominn ofan í sund- laugina. Rosalega mikið af fólki, en það var hægt að koma þarna smá og „tana“ þó svo ég hafi ekki fengið neinn lit, en þá er alltaf gott að kíkja í sund. 18:00 Kominn úr sundinu. Labba til baka uppí Hólana í Breiðholti og þar er beðið eftir strætó. Strætóferðin var mjög löng, eins og strætóferðir verða oft. 18:40 Kominn í Hamra- borgina í Kópavogi og þar fórum við vinkona mín í Nóatún og ég fékk mér að drekka, og síðan var labbað niður á Subway og hún fékk sér kvöldmat þar og við vorum þar á meðan við biðum eftir strætóinum í Smárahverfið. 19:36 Strætó tekinn í Smárahverfið í Kópavoginum og við löbbuðum úr strætóskýlinu og heim til mín. 20:00 Komin heim til mín og þar tekur á móti okkur grjóna- grautur og annað góðmeti sem mamma mín er búin að vera að elda … hún er snilldarkokkur þessi kona! 20:30 Búinn að borða og ganga frá eftir mig! Við förum í herbergið mitt og förum í tölv- una og svona, poppuðum, hlustuðum á tónlist, sjónvarpið var í gangi, spjölluðum og gerð- um bara fullt af skemmtilegum hlutum! 22:40 Vinkona mín labbar út í strætóskýli frá mér og ég er einn eftir heima í tölvunni 23:00 Fór og fékk mér smá- kvöldsnarl (sem stundum verð- ur að miðnætursnarli) og vask- aði upp eftir poppið og herleg- heitin sem fylgdu því. Síðan komu mamma mín og pabbi heim úr göngutúr en þau höfðu verið í heimsókn hjá ömmu minni. 23:15 Fór að gera mig kláran fyrir svefninn, bursta tennur, þvo mér í framan og allt þetta sem maður gerir áður en maður fer að sofa. 23:30/40 Leggst upp í rúm með tölvuna mína, sem ég fer með eins og barnið mitt, mér þykir svo vænt um þessa elsku! Spjalla við nokkra vini á Face- book og Skype jafnvel, tékka á nokkrum bloggsíðum frá Noregi sem ég skoða daglega. Síðan kíkir maður stundum á MBL sjónvarp til dæmis og tékkar á einhverju skemmtilegu efni sem hefur komið inn um daginn og hlæ oftar en ekki að því sem fyndið er þar, gott svona fyrir svefninn. Síðan loka ég tölvunni svona í kringum 00:00, kannski aðeins seinna og leggst á kodd- ann, oftar en ekki með nætur- vaktina á FM957 í gangi. Mjög gott að sofna við það. Æðisleg- um degi lokið! Dagur í lífi Arnars Arnar Ingólfssonar, vinnuþjarks í Vinnuskólanum Morgunblaðið/Sigurgeir S. „Tanar“ í lauginni

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.