SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 13

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 13
10. júlí 2011 13 S æmundur Pálsson á Akureyri lét gamlan draum rætast í fyrra og auglýsti hátíð fyrir sjómenn af gömlu síðutogurunum, því stór- merkilega fyrirbæri í íslenskri atvinnu- sögu; gerði sér vonir um að hann fengi 40-50 karla til að sigla um fjörðinn á eik- arbátnum Húna II og grilla saman, en úr varð stórveisla þar sem rúmlega 200 manns skemmtu sér konunglega. „Þegar 80 voru búnir að skrá sig fóru að renna á mig tvær grímur. Þá vissi ég að við gætum ekki verið í Húna,“ segir Sæ- mundur við Sunnudagsmoggann. „Svo var ég að villast niðri á bryggju eld- snemma einn morguninn og var boðið í kaffi upp í matsal Brims, gamla Útgerð- arfélagsins, og fékk þá á tilfinninguna að ég hefði hreinlega verið leiddur þangað inn. Ég var mættur á skrifstofuna á slaginu klukkan níu og salurinn var klár strax. Framkvæmdastjórinn sagði að ef við ætt- um ekki skilið að fá að nota salinn ætti það enginn skilið!“ segir Sæmundur, sem hyggst nú endurtaka leikinn. Ekki bara fyrir Akureyringa Þegar stóri dagurinn rann upp segist Sæ- mundur hafa verið í hálfgerðu sjokki. „215 manns voru skráðir og mig grunar að fleiri hafi mætt í þessa glæsilegu veislu,“ segir hann. Að morgni laugardags var messa í sneisafullri Glerárkirkju og veislan klukk- an eitt eftir hádegi. Að þessu sinni er messa aftur á dagskrá og þar verður séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi síðutog- arasjómaður, við stjórnvölinn. Sæmi tekur skýrt fram að hátíðin sé alls ekki bara fyrir Akureyringa. „Sá mis- skilningur komst af einhverjum ástæðum á kreik í fyrra, en hátíðin er sannarlega fyrir síðutogarakarla af öllu landinu, að- standendur þeirra og raunar alla aðra sem hafa áhuga.“ Nú verður hátíðin í Sjall- anum á föstudagskvöldi eftir viku, mat- arveisla og síðan skemmtun sem Valgeir Guðjónsson stjórnar og hinn eini sanni Raggi Bjarna syngur. Hefði þótt saga til næsta bæjar … Á laugardaginn heldur hersingin til Húsa- víkur á strandmenningarhátíðina Sail Húsavík. „Þar ætlar verkalýðsfélagið Framsýn að bjóða öllum í kaffi. Það hefði þótt saga til næsta bæjar í gamla daga að síðutogarasjómenn færu til Húsavíkur í kaffi og kökur!“ segir Sæmi og hlær hátt. Það orð fór af sjóurunum í gamla daga að þeir hefðu verið líflegir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Við vorum rosaleg- ir töffarar; áttum allt skuldlaust! Okkur fannst við geta allt og það stoppaði mann ekkert. En samt á ég bara góðar minningar frá þessum tíma.“ Sæmi segir skipsfélagana hafa verið töluvert saman í inniverum. „Við fórum oft til Húsavíkur eða annað í leigubílum eða rútum og máluðum rauða þá staði þar sem við komum. Við vorum stundum elt- ir hálfa leið til Akureyrar aftur og grýttir! Við gerðum stundum allt vitlaust …“ Sæmundur segir mikla manneklu hafa verið snemma á sjöunda áratugnum því margir reyndir karlar hafi farið af síðu- togurunum á síldarbáta þar sem voru uppgrip. Byrjaði 13 ára á sjónum! Okkar maður byrjaði á síðutogara 13 ára að aldri, sumarið 1963 og segir marga hafa farið á sjóinn á svipuðum aldri. „Ég fór beint úr sveitinni og út á sjó, upp á hálfan hlut. Það þótti ekkert tiltökumál þá, enda þekkti maður ekkert annað en að vinna. En menn yrðu líklega lokaðir inni á Litla- Hrauni fyrir að fara með svona unga menn á sjóinn í dag!“ Starfið var vissulega dálítið erfitt, segir Sæmi, og fyrst í stað skrýtið að vera úti á sjó svo ungur, „en ég sjóaðist fljótt. Fór í Gagnfræðaskólann um haustið en var ómögulegur og hugsaði ekki um annað en að komast á sjóinn aftur. Ég var ekki tilbúinn til að vera í Gagganum og læra, og í febrúar réð ég mig aftur á Svalbak.“ Eftir að skipinu var lagt fór Sæmundur á Hrímbak og þegar hann hlaut sömu ör- lög og sá fyrrnefndi fór Sæmi á Harðbak og var þar lengst af. „Ég fílaði þetta alveg í botn. Var í mörg ár með þeim frábæra skipstjóra Áka Stefánssyni og náði því að vera með Villa heitnum Þorsteins [Vil- helm Þorsteinssyni, sem síðar var annar tveggja framkvæmdastjóra Útgerðar- félags Akureyringa]. Það finnst mér upp- hefð og ég get sagt þér það að margir af yngri mönnunum, sem áttu möguleika á að fara á síðutogara en gerðu það ekki, sjá mikið eftir því í dag. Þó ekki hafi verið nema að fara í einn eða tvo túra. Þeir vildu geta sagt frá því og vissulega var það rosaleg upplifun.“ Unnið á dekkinu Eftir að Sæmundur hætti hjá ÚA fór hann á fyrsta skuttogara Eskfirðinga, Hólma- tind, sem hann segir að þætti ekki stórt skip í dag „en þá sá maður byltinguna varðandi aðbúnað og annað frá síðutog- urunum. Aðbúnaður í Hólmatindi var svo sem ekkert sérstakur en miklu betri en við áttum að venjast.“ Hann segir vinnuna á síðutogara hafa verið erfiða. „Það var allt unnið á dekk- inu og þegar verið var að taka trollið inn vorum við alltaf með veðrið í fangið því látið var reka undan því. Þegar veðrið var vont varð maður bara að gjöra svo vel að passa sig því stundum gekk sjórinn yfir óbrotinn. Oft var mikið frost en maður fann ekkert fyrir því. Maður þekkti ekk- ert annað og fannst þetta toppurinn.“ Og lífið var gott um borð, segir hann. „Þegar ég var á síðutogurunum voru 32 karlar um borð og það var samrýndur hópur.“ Þá var ekkert sjónvarp að glápa á. Sög- ur voru sagðir og brids spilað af miklum móð. Enginn komst undan því. „Ég lærði því mjög ungur að spila brids. Maður var bara tekinn, settur út í horn og sagt að spila! Það var spilað á vaktinni ef ekkert var að gera og mikið í siglingum.“ Menn urðu klökkir Síðutogararnir voru gjarnan úti í 12 daga en allur gangur var á því hve menn komu oft heim. Stundum var siglt, eins og það var kallað, og fiskur seldur í Englandi eða Þýskalandi og síðan haldið beint aftur til veiða og Sæmundur segir að stundum hafi togarinn ekki landað í heimahöfn lengi vegna íss. „Einu sinni komumst við ekki heim í nokkra mánuði. Einn vet- urinn var alltaf siglt og ekki landað hér heima fyrr en í maí og þá í Reykjavík; við komumst ekki heim til Akureyrar vegna íss þó komið væri fram í maí.“ Nú þegar hafa 160 menn skráð sig á há- tíðina um næstu helgi, m.a. frá Vest- mannaeyjum og Bolungarvík, og Sæ- mundur býst við holskeflu eftir helgi. Hann hlakkar til. „Ég skal segja þér að það var mikil upplifun þegar menn hitt- ust í fyrra. Sumir höfðu ekki sést í 40 til 50 ár og urðu klökkir þegar þeir féllust í faðma.“ „Vorum rosalegir töffarar“ Hátíð síðutogarasjómanna hvaðanæva af landinu haldin í annað sinn á Akureyri. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Knattspyrnulið Harðbaks 1969. Aftari röð f.v.: Sigurður Sigfússon, Sæmundur Pálsson, Einar Müller, Rúnar Jóhannsson, Sigurjón Jónsson, Heimir Tómasson og Frímann Hallgrímsson. Fremri röð f.v.: Friðrik Sigfússon, Árni Bjarnason, nú formaður Félags skipstjórnarmanna, Atli Viðar Jóhannsson, Ólafur Hermannsson, Hjörtur Marinósson og Þorsteinn Vilhelmsson. Sæmundur Pálsson sjóari sem stendur fyrir hátíð fyrir togarajaxla annað árið í röð. Hátíðin fer fram á Akureyri aftur en er fyrir menn af öllu landinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sæmundur Pálsson 13 ár á leið á sjó á Sval- bak, fyrir hálfan hlut! ’ Það var mikil upp- lifun þegar menn hittust í fyrra. Sumir höfðu ekki sést í 40 til 50 ár og urðu klökkir þegar þeir féllust í faðma.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.