SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 15
Út að
endimörkum
alheimsins
Björk Guðmundsdóttir dvelur um
þessar mundir í Manchester þar
sem hún flytur efni af næstu plötu
sinni, Biophilia, á nokkrum tón-
leikum. Biophilia er þó miklu meira
en bara plata, en þetta „verkefni“
ef svo mætti kalla felur í sér stefnu-
mót fjölmargra þátta þar sem
saman fara vísindi, tækni, náttúra
– og meira að segja menntun barna
og unglinga. Morgunblaðið fór á
staðinn og sökkti sér í Bíófílíuna.
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Þ
egar lest blaðamanns renndi í hlað Manchest-
erborgar fór að rigna. Borgin hefur á orð á sér fyrir
grámósku, kulda og blautleika og húmor borgarbúa
er að sama skapi kaldhamraður. En þrátt fyrir að
vera þessi mikla iðnaðarborg er hún að sama skapi spriklandi
af fjöri og er mikil tónlistarborg. Héðan kom t.d. mikilvægasta
síðpönksveit sögunnar, Joy Division, gáfumannapoppararnir
The Smiths sömuleiðis og hér varð Madchester-senan svokall-
aða til þegar Happy Mondays og Stone Roses leiddu saman
dansvæna raftónlist og rokk; brautryðjandastarf mikið sem
endurómar enn af í samtímadægurtónlist. Það er því ekki að
undra að Björk Guðmundsdóttir, einn framsæknasti popp-
tónlistarmaður sögunnar, hafi valið borgina til að flytja Biop-
holiu, verk sem er þess eðlis að það erfitt að finna eitthvert eitt
heiti á það, svo víðfeðmt og metnaðarfullt er það. Verkið er
flutt á sjö tónleikum á The Manchester International Festival,
hátíð sem hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á samslátt ólíkra
stefna og geira. Fyrstu tónleikarnir voru 27. júní síðastliðinn
en þeir síðustu verða 16. júlí næstkomandi
Engin grámóska er þó yfir Biophiliu, en orðið var kynnt til
sögunnar af Edward O. Wilson í samnefndri bók og nær yfir
þau tengsl sem mannskepnan hefur við aðra lifandi hluti.
Verkið er nokkurs konar óður til lífsins, þar sem Björk setur
náttúruna, tækni og tónlist undir smásjána og skoðar víxl-
verkun þessara þátta. Verkefnið hefur Björk unnið með vís-
indamönnum, rithöfundum, uppfinningamönnum, tónlist-
armönnum og hljóðfærasmiðum og mann sundlar nánast
þegar maður heyrir NASA og David Attenborough nefnt í
sömu andrá og platan. Það er allt undir virðist vera en ef ein-
hver hefur orku, metnað og framsýni til að leysa verkefni af
þessu tagi þá er það Björk Guðmundsdóttir. Þó að maður sé
nánast orðlaus yfir stærðargráðunni á þessu öllu saman þá
kemur þetta manni um leið ekki í opna skjöldu. Einfaldlega
vegna þess að Björk hefur sýnt og sannað í gegnum tíðina að
hún er sannur brautryðjandi, hún fer inn á lendur sem engan
hefði órað fyrir að hægt væri að komast inn á. „Hvað næst?
hlýtur maður að spyrja. Eitthvað magnað, í öllu falli. Þessi ein-
staki listamaður hreinlega getur ekki gert neitt rangt eins og
enskir segja, ástand sem hefur varað frá upphafi ferils. Ótrú-
legt.“ Svo spurði ég í niðurlagi dóms um tónleika Bjarkar í
Langholtskirkju í ágúst 2008. Eitthvað magnað, svo
sannarlega …
Ljósmynd /Inez van Lamsweerde & Vinoodh Matadin