SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 18

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 18
18 10. júlí 2011 S eðlabanki Bandaríkj- anna tók að lækka vexti í kringum alda- mótin, til að koma í veg fyrir harða lendingu eftir hryðjuverkaárásir og eftir að tæknibólan sprakk. Þetta óeðli- lega lága vaxtastig varð til þess að eignabóla myndaðist í Bandaríkjunum, en sú bóla teygði sig alla leið til Íslands. Íslensku bankarnir fengu ótæpilega lánað, í skjóli þess að matsfyrirtæki töldu þá njóta ríkisábyrgðar. Lánveitendur skoðuðu því ekki rekstur bank- anna sem skyldi og innflæði er- lends fjármagns til Íslands var mikið. Við þetta bættist að vextir voru hækkaðir á Íslandi, til að stemma stigu við inn- flæðinu. Það hafði öfug áhrif við það sem ætlað var, því þá tóku útlendir fjárfestar að taka lán annars staðar, á lágum vöxtum, og kaupa íslensk verð- bréf, sem báru mun hærri vexti, og hirða vaxtamuninn. Innflæðið jókst því enn frekar og gengi krónunnar hækkaði. Við þessar aðstæður tóku al- menningur og fyrirtæki erlend eða gengistryggð lán í miklum mæli, enda voru vextir erlendis lægri en hér og engin verð- trygging til staðar. Þegar eigna- bólan í Bandaríkjunum sprakk kom fát á fjármálaheiminn og menn áttuðu sig á því að bank- arnir myndu aldrei geta staðið undir þessari skuldsetningu. Aðgengi þeirra að endur- fjármögnun lokaðist og þeir fóru á lokum í þrot. Því snarm- innkaði eftirspurnin eftir krón- um og gengi krónunnar hrap- aði, sem aftur leiddi til þess að höfuðstóll allra þeirra erlendu lána sem Íslendingar höfðu tekið á bólutímanum hækkaði mikið. Veðsetningarhlutföllin Veðsetningarhlutföll bankanna hafa lækkað og nær hlutfallið hæst 70% hjá Landsbankanum, 80% hjá Íslandsbanka og 60- 80% hjá Arion Banka og MP Banka. Veðsetningarhlutfallið hjá Íbúðalánasjóði nær hæst í 80%. Á ákveðnu tímabili fyrir hrun gátu einstaklingar fengið allt að 100% lán til fasteigna- kaupa en það er liðin tíð og bankar og lánastofnanir gera allir þá kröfu að íbúðakaup- endur, sem þurfa að taka lán, hafi allir eitthvað eigið fé. Lækkun hámarks veðsetning- arhlutfalls fasteignalána gerir það að verkum að það getur reynst erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á fasteignamark- aðinn. Krafan um að eiga 20- 30% af markaðsverði eign- arinnar getur reynst mörgum, sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði, erfiður þröskuldur. Ef við gefum okkur til dæmis að íbúð kosti 20 milljónir, þýðir það að ein- staklingur þarf að eiga 4-8 milljónir í eigið fé til þess að geta tekið lán sem og að stand- ast greiðslumat. Því er aðeins einn kostur í stöðunni, og hann er sá að yfirtaka áhvílandi lán. Stjórnmálafræðingurinn Jó- hann Már Helgason fékk, ásamt sambýliskonu sinni Hildi Björnsdóttur lögfræðingi, sam- þykkt tilboð í fasteign á dög- unum og bíða nú eftir greiðslu- mati. Fasteignaleitin hófst í lok mars og hefur það ferli staðið þangað til í síðustu viku. „Við erum búin að vera að leita frekar lengi, byrjuðum að skoða markaðinn í lok mars og núna í júlí er loksins eitthvað farið að gerast í þessum mál- um,“ segir Jóhann. „Við erum þriggja manna fjölskylda og höfum verið á leigumark- aðnum. Fólkið sem við leigðum af var úti í námi, en er nú á heimleið. Þegar við komumst að því fórum við að líta í kring- um okkur og sáum að verðið á leigumarkaðnum var allt of hátt. Leiguverðið á íbúðum, sem eru í svipuðum klassa og íbúðin sem við erum búin að vera með á leigu, hefur hækkað töluvert. Við eigum smá sparifé og fórum því að skoða mögu- leikann að kaupa okkar eigin eign. Við reiknuðum dæmið og sáum að ef við myndum kaupa eign með því að yfirtaka nokk- uð hagstætt lán yrði greiðslu- byrðin minni en ef við héldum áfram að leigja,“ segir Jóhann. Þegar fólk kaupir fasteignir er mikilvægt að vanda valið, þar sem fasteignakaup eru yfirleitt stærstu viðskipti fólks á lífs- leiðinni. „Við erum tvö með eins og hálfs árs gamlan strák og vorum því að leita eftir snyrtilegri 3-4 herbergja íbúð á þægilegum og barnvænum stað. Við höfum legið yfir fast- eignavef Morgunblaðsins og svo var okkur bent á að hafa sam- band við fasteignasala og gefa upp ákveðna kríteríu og fá ábendingar frá þeim.“ Hvað er á boðstólum Jóhann segir að það hafi í raun- inni aldrei komið til greina að taka nýtt lán. „Vandamálið við að taka nýtt lán er að maður þarf að eiga töluvert eigið fé. Við erum bæði nýkomin úr námi, með námslán á bakinu og nýbúin að eignast barn og eig- um því ekki þetta mikla eigið fé. Þannig að við sópuðum þeirri hugmynd fljótlega af borðinu. Við sáum strax að möguleikar okkar fólust í því að yfirtaka lán og semja við bankann um að lengja lánstím- ann til að draga úr greiðslu- byrðinni og borga þá bara ein- hverja ákveðna upphæð í milli til seljanda,“ segir Jóhann. Þegar lánamöguleikar eru skoðaðir hjá lánastofnunum kemur í ljós að fólk sem hyggur á lántöku þarf að hafa töluvert eigið fé á milli handanna. Há- marks veðsetning fasteigna hjá Arion Banka og MP Banka er 80% og skiptast lánin í tvo hluta. Annars vegar lán sem eru með upp að 60% veðsetn- ingarhlutfall með 4,3% föstum vöxtum og eru til allt að 40 ára. Mjög fáir eiga höfuðstól upp á 40% af verðmati þeirrar eignar sem þeir hyggjast festa kaup á, og bjóða því bankarnir aukalán sem eru með auka 20% veð- setningu, en þau eru til 25 ára á 5,4% föstum vöxtum. Þetta þýðir að ef einstaklingur tekur 60% lán til 40 ára og 20% lán til 25 ára, og nýtir fulla 80% veðsetningu, þá eru vegnir meðalvextir 4,58%. Veðsetningarhámark fast- eigna hjá Landsbankanum er 70%, en hægt er að fá aukalán sem er þá ekki kallað fasteigna- eða íbúðarlán og er ekki á eins góðum kjörum. Hægt er að velja um verðtryggð og óverð- tryggð lán á breytilegum vöxt- um. Óverðtryggðu lánin eru á 5,55% til 6,05% breytilegum vöxtum og er lánstíminn allt að 40 ár. Verðtryggðu lánin eru á 4,3% breytilegum vöxtum og eru einnig til allt að 40 ára. Lánsfjárhæðin þarf að rúmast innan við 100% af brunabóta- mati að viðbættu lóðarmati. Hjá Íslandsbanka er há- marksveðsetning 80%, sem skiptist niður í 70% lán á fyrsta veðrétti á 4,3% breytilegum vöxtum og 10% aukalán á 5-6% vöxtum. Vextirnir á aukaláninu ráðast af því hvaða veð eru fyrir láninu. Íbúðalánasjóður lánar 80% af kaupverði, en þó aldrei hærri lánsfjárhæð en 20 milljónir. Það þýðir að ef þú ætlar að taka 80% lán hjá Íbúðalánasjóði, má eignin ekki kosta meira en 25 milljónir. Vextirnir eru í dag Erfið staða ungs fólks á fasteignamarkaði Bankarnir hafa lækkað veðsetningarhlutföll fasteignalána. Það hefur myndað illviðráðanlegan þröskuld og gert það að verkum að eini raunhæfi möguleikinn fyrir marga er að yfirtaka eldri lán. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Dæmi ef maður ætlar að kaupa 25.000.000 kr. eign og fullnýta hámarks veðsetningu. Dæmi um kröfu um eigið fé Arion banki, MP banki Verð fasteignarinnar 25.000.000 kr. Lán 1 á fyrsta veðrétti á 4,3% föstum vöxtum til allt að 40 ára Veðsetning 60% Lán 15.000.000 kr. Aukalán á öðrum veðrétti á 5,4% föstum vöxtum til allt að 25 ára Veðsetning 20% Lán 5.000.000 kr. Vegnir meðalvextir eru því 4,575% fastir vextir Ekkert uppgreiðslugjald er á aukaláninu Eigið fé sem viðkomandi þarf að eiga er því 10.000.000 kr ef aukalán er ekki tekið, en 5.000.000 kr ef aukalán er tekið. Íbúðarlánasjóður Verð fasteignarinnar 25.000.000 kr. Lán á fyrsta veðrétti á 4,40% eða 4,90% föstum vöxtum til allt að 40 ára Veðsetning 80% Lán 20.000.000 kr. Eigið fé sem viðkomandi þarf að eiga er því 5.000.000 kr. Íslandsbanki Verð fasteignarinnar 25.000.000 kr. Lán 1 á fyrsta veðrétti á 4,3% föstum vöxtum til allt að 40 ára Veðsetning 70% Lán 17.500.000 kr. Aukalán á öðrum veðrétti á 5-6% föstum vöxtum til allt að 30 ára Veðsetning 10% Lán 2.500.000 kr. Vegnir meðalvextir eru því 4,388%-4,513% breytilegir vextir En vextir á aukaláninu ráðast af því hvaða veð eru fyrir láninu Ekkert uppgreiðslugjald er á aukaláninu Eigð fé sem viðkomandi þarf að eiga er því 7.500.000 kr ef aukalán er ekki tekið en 5.000.000 kr ef aukalán er tekið. Landsbankinn Verð fasteignarinnar 25.000.000 kr. Lán 1 á fyrsta veðrétti á 4,3% föstum vöxtum til allt að 40 ára Veðsetning 70% Lán 17.500.000 kr. Eigið fé sem viðkomandi þarf að eiga er því 7.500.000 kr Möguleiki er að fá aukalán sem er þá ekki kallað fasteigna-eða íbúðarlán og er ekki á eins góðum kjörum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.