SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 21
10. júlí 2011 21
Tíska
D
rungaleg stemning réð ríkjum á há-
tískusýningu franska tískuhússins
Chanel í París í vikunni. Þetta mark-
ast ef til vill af því að Karl Lagerfeld,
aðalhönnuður hússins, eignaðist nýverið
myndaseríu úr hinni sígildu framtíðarmynd
Metropolis. Myndinar voru í eigu aðalstjörnu
myndarinnar Brigitte Helm og áritaðar af leikstjór-
anum Fritz Lang.
Sviðið var svart og glansandi, eins og það væri
nýbúið að rigna á það og fyrirsæturnar voru dul-
arfullar á svip í glæsilegum fötunum. Meðfylgjandi
myndir eru allar frá sýningunni á hátískufatalínu
komandi hausts. Tískuhúsið býr yfir ákveðinni fag-
urfræði, sem Lagerfeld hefur þróað áfram
síðustu ár en andi Coco Chanel svífur
jafnframt yfir vötnum.
Sterkbleikur er flottur í
bland við þetta svarthvíta.
Svört gegnsæ slæða hvílir
yfir hvíta litnum.
Pilsið verður allt léttara
svona gegnsætt.
Fjaðraprentið undirstrikar léttleikann.Herra Karl Lagerfeld þakkar fyrir sig.
Tvíddragtir eru aðalsmerki
Chanel-tískuhússins.
Hvítt og svart er
sígild samsetning.
Gegnsætt
og glæsi-
legt.
Reuters
Brúðarkjóllinn er jafnan stjarnan á hátískusýningunum.
Pífurnar koma vel út.
Dularfullt og
drungalegt
Dökk og drungaleg stór-
borgarstemning ríkti á há-
tískusýningu Chanel í París.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is