SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 22
22 10. júlí 2011
S
umir íslenskir stjórnmálamenn virðast
sannfærðir um að nú þurfi þeir helst að
komast undan þeirri ímynd að þeir séu
deilugjarnir atvinnuþrasarar. Nú eigi
stjórnmálamenn helst að vinna sem hópur, hvað-
an sem þeir eru runnir.Allir eiga að hafa „að-
komu“ að ákvörðunum. Allir eiga að sameinast
um að koma málum í „farveg“ sem mótaður sé af
sameiginlegri „framtíðarsýn“ stjórnmálamanna,
sem allir „sitja við borðið“ og nái þannig að skila
fullbúnum kosti til ákvörðunar. Aðrir líta á allt
það tal sem lítt skiljanlegt froðusnakk bullukolla,
sem helst feli þó í sér dulbúið samsæri stjórn-
málastéttarinnar gegn almenningi, sem stundum
er kallaður kjósendur. Með þessari aðferð fær
hann aldrei að vita hvaða kostir voru fyrir hendi.
Skal hann þannig jafnan látinn standa frammi
fyrir gerðum hlut stjórnmálastéttarinnar sem
starfi í raun í einum flokki nema örfáa daga fyrir
kosningar. Enginn getur metið hvort þær ákvarð-
anir sem hópeflið ungar út séu að einhverju leyti
byggðar á þeim lífsskoðunum sem væntanlega
hafa ráðið mestu um hvar menn hafa skipað sér í
flokka.
Vítin til að varast
Þetta minnir vissulega á þróunina í Evrópusam-
bandinu. Það verður ekki séð að neinu skipti fyrir
þróun þess sambands hvaða flokkar vinni í kosn-
ingum í einstökum þjóðríkjum. Kjósendur átta sig
æ betur á þessu og það er ein af ástæðum snar-
minnkandi þátttöku í kosningum til Evrópu-
þingsins, sem er reyndar málamyndasamkoma.
Að vísu er í sumum löndum Evrópu lögskipað að
kjósendur mæti eins og sauðfé til slátrunar á kjör-
stað þegar eftir því er kallað og liggur við sekt eða
fangelsi ef út af er brugðið. Þannig lög eru til að
mynda í Belgíu. Sú mikla „lýðræðisregla“ hefur
ekki borið meiri árangur en svo, að nú ári eftir
síðustu þingkosningar þar í landi hefur ekki enn
tekist að mynda ríkisstjórn í samræmi við kosn-
ingaúrslitin. En hin nýja stjórnmálatíska sem
nefnd var í upphafi bréfsins og gengur út á að
kjörnir fulltrúar gleymi því í 1400 daga af hverj-
um 1460 hver kaus þá til starfa er undarleg. Ekki
síst vegna þess að stjórnmálamenn hafa einmitt
um hríð átt í erfiðleikum með að sannfæra kjós-
endur um að það skipti máli hver sé kosinn og
hver ekki og að kenningin um að stjórnmálamenn
séu hvort sem er „sami grautur í sömu skál“ sé
ekki rétt. Verklagsreglan um að stjórnmála-
mönnum beri beinlínis að haga sér eins og þeir
séu sami grautur í sömu skál er ekki líkleg til að
sannfæra kjósendur um hið gagnstæða.
Og sumt lýtur sínum eigin lögmálum
Og auðvitað er það svo að raunsæir kjósendur
hafa þóst gera sér grein fyrir því að vel er hugs-
anlegt að til að mynda í sveitarstjórnum hafi
kosningaúrslit ekkert með það að gera hvernig
sveitarfélagið sér um sín mál í stórum dráttum.
Snjómokstur haldi áfram. Þrif gatna og gangstétta
sé ekki háð því hvort D-listi eða V skipi topp-
stöður í borgarstjórninni. Malbikunarfram-
kvæmdir verði í svipuðum dúr, barnaheimili séu í
gangi og skólahald og stætisvagnar muni þjóta á
milli hverfa álíka tómir og vant er og þar fram
eftir götunum. Og svo vilja stjórnmálamenn bæta
um betur og sannfæra almenning um að einnig að
öðru leyti skipti ekki máli úr hvaða röðum stjórn-
málamenn komi. Og til að mynda gerist það í
Reykjavík þegar stjórnmálamenn ákveða að
breyta leikreglum í miðju spili og segja að nú skuli
þeim refsað sem hafi ruslatunnur sínar meira en
15 metra frá öskubílnum, þá virðist borgarstjórn-
in allt í einu skipuð eineggja 15-burum sem öllum
þyki þetta jafngott. Hvernig í ósköpunum stend-
ur á því? Voru þeir allir með „aðkomu“ þegar
málið var sett í „farveg“ út frá sérstakri sorp-
hirðulegri „framtíðarsýn“ þar sem allir komu „að
borðinu“? Nú má auðvitað halda því fram að fjar-
lægð öskutunna frá sorpbifreiðum geti varla lotið
pólitískum grundvallarlögmálum eða lífsskoðun.
Þar fari best á því að hin nýja pólitíska stétt með
stétt standi saman sem einn maður að ákvarð-
anatöku. En það er hins vegar grundvallarspurn-
ing hvort leikreglum skuli breytt í miðju spili.
Hvort grunnþjónusta sem í áratugi hefur verið
greidd með þjónustugjöldum fasteigna verði felld
þar undan eftir tifandi réttlæti tommustokksins
Reykjavíkurbréf 08.07.11
Kjósendur þurfa að eiga val
– raunverulegt val