SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 24
24 10. júlí 2011
Á
tta liða úrslit HM kvenna í knatt-
spyrnu í Þýskalandi hefjast í dag,
laugardag.
Lið Brasilíu hefur þótt leika mjög
vel eins og búist var við en eitt og annað hefur
komið á óvart; Svíar unnu t.d. sögulegan sigur
á Bandaríkjamönnum og í C-riðli og urðu efst-
ir. Þetta var í fjórða skipti sem þjóðirnar mæt-
ast á HM og fyrsti sigur Svía. Bandaríska liðið
hafði raunar aldrei tapað leik í riðlakeppni HM
en úrslitin gera það að verkum að Svíar mæta
Áströlum í átta liða úrslitunum en Bandaríkja-
menn takast á við Brasilíu. Það ætluðu þær sér
ekki svo snemma í mótinu.
Það eru einnig söguleg tíðindi að Norðmenn,
sem löngum hafa átt eitt besta landslið heims,
komust ekki upp úr riðlakeppninni; unnu
Miðbaugs-Gíneu en töpuðu bæði fyrir Brasilíu
og Ástralíu. Norðmenn urðu heimsmeistarar
1995 og hafa aldrei dottið svona snemma út á
HM, en ekki er nóg með að norsku stúlkurnar
komust ekki í átta liða úrslitin heldur misstu
þær þar með af sæti á Ólympíuleikunum í
London á næsta ári.
Mikið er horft á HM í sjónvarpi; til dæmis
fylgdust 1,9 milljónir manna í Bandaríkjunum
með leik þjóðarinnar við Kólumbíu, fleiri en
fylgdust með nokkrum leik á HM 2003 og
2007. Í Þýskalandi horfðu um 3,5 milljónir á
leikinn í sjónvarpi, um 5% þýsku þjóðarinnar!
skapti@mbl.is
Venjulega skiptast leikmenn ekki á treyjum fyrr en að leik loknum en engu líkara er en Bandaríkja-
maðurinn Stephanie Cox og Josefine Oqvist frá Svíþjóð vilji helst drífa í því. Ekkert var gefið eftir.
Leikmenn Norður-Kóreu
kyrja þjóðsöng landsins fyrir
leikinn gegn Kólumbíu
Inka Grings var að sjálfsögðu ljómandi glöð eftir að hún
skoraði gegn Frökkum. Kerstin Garefrekes er til hægri.
Andreia, markvörður Brasilíu, kýlir boltann frá eftir sókn Norðmanna. Marita Skammelsrud
(t.v.) og Madeleine Giske þjarma að henni. Norsku stúlkurnar komust ekki upp úr riðlinum.
Lene Mykjaland miður sín eftir tap Noregs gegn Ástralíu. Cristiane, leikmaður Brasilíu, fagnaði marki gegn Miðbaugs-Gíneu með miklum tilþrifum. Hin frábæra Marta kann að meta fagnið.
Konur fara á kostum
Heimsmeistarakeppni
kvenna í fótbolta þykir
frábærlega heppnuð.