SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 28
28 10. júlí 2011 S ú mynd sem Íslendingar hafa af hruninu er því skökk, en meira kemur til. Margir hafa nýtt sér það öngþveiti sem skapaðist í kjölfar hrunsins til að grafa undan ríkandi öflum og plægja nú jarðveginn fyrir skoð- anir sem flestir voru búnir að hafna. Reiðin er mikil því fall bankanna hafði áhrif á okkur öll. Það er því frjór farvegur fyrir öfgaskoðanir í dag. Algjörlega er þó litið framhjá þeirri staðreynd að það sem gerðist er í sjálfu sér ekki merkilegt í stóra samhenginu. Bankahrun hafa oft orðið í heiminum síðustu 400 árin og almenn- ingur hefur alltaf þurft að taka skellinn. Bankahrunið er þó sennilega sársauka- fyllra fyrir okkur Íslendinga en aðra af þeim sökum að viðlíka atburðir hafa aldr- ei orðið áður hér á landi. Í sakleysi okkar vorum við ekki undirbúin og kunnum því lítt að takast á við þau vandamál sem óhjákvæmilega fylgja alvarlegum fjár- málakreppum. Eitt af því sem mikið hefur verið fjallað um er fall Seðlabanka Íslands, að af glópsku einni hafi starfsmenn Seðlabank- ans lánað bönkunum offjár og það hafi síðan allt tapast. Menn skella sér á lær og segja þetta vera stærsta einstaka fjár- málalega áfall sem við Íslendingar urðum fyrir við bankahrunið. Í þessari grein ætla ég að gera tilraun til að setja lán Seðla- bankans til bankanna í samhengi við stóru myndina þrátt fyrir að með því muni ég kalla yfir mig reiði „góða fólks- ins“. Rétt er að taka fram að í greininni er eingöngu fjallað um þennan afmarkaða þátt. Engin tilraun er gerð til að skýra af hverju bankakerfið sjálft varð jafn ber- skjaldað og raun bar vitni. Kannski bíður það seinni tíma. Jafnframt set ég mig ekki í hlut- verk saksóknara við rit- un greinarinnar eins og nú er svo vinsælt að gera. Aðdragandinn Í lok síðustu aldar hófst nýtt tímabil í viðskiptasögu landsins þeg- ar íslensk fyrirtæki hófu að þreifa fyrir sér erlendis með nýja markaði, oft með ágæt- um árangri. Við upphaf nýrrar aldar var settur enn meiri kraftur í þessa útrás í kjölfar þróunar sem varð um heim allan. Mikið magn peninga var í boði á alþjóð- legum lánsfjármörkuðum og kjörin voru afar góð. Menn fylltust ofurtrú á að með upplýsingatækni og nýrri þekkingu á fjármálum, áhættustýringu og hagfræði hefði mönnum tekist að hemja hagsveifl- una – kreppur væru liðin tíð. Menn eins og Alan Greenspan voru teknir í guðatölu og mikil áhættusækni tók við af varúð og áhættufælni á fjármálamörkuðum – fjár- festar voru gripnir glópagleði. Slakað var á opinberu eftirliti með fjármálamörk- uðum um allan heim. Í þessu andrúmslofti voru bankarnir ís- lensku einkavæddir. Erfiðlega gekk að finna kaupendur í upphafi þar sem sett höfðu verið skilyrði um dreifða eignarað- ild. Erlendir fjárfestar höfðu ekki áhuga. Það var ekki fyrr en vikið var frá kröfu um dreifða eignaraðild að raunverulegur skriður komst á málið. Skipt var um að- ferðafræði og nú var talað um að æskilegt væri að fá kjölfestufjárfesta. Í kjölfar einkavæðingar bankanna var settur enn aukinn kraftur í útrásina. Eignarhaldsfélögin stóru hófu að leita tækifæra erlendis og bankarnir sjálfir með. Eignarhaldsfélögin notuðu efna- hagsreikning bankanna til að stækka og öfugt. Hraðinn á vexti bankanna jókst í takti við vöxt viðskiptaveldanna. Banka- kerfið innlenda, mælt með útlánum og innlendri verðbréfaeign, óx um nærri 68% að meðaltali á ári að raunvirði tíma- bilið 2000 til september 2008 – kerfið nærri fimmfaldaðist að stærð á þessum tíma hvort sem mælt er í krónum eða er- lendum gjaldmiðlum, sjá 1. mynd. Fjármögnun kerfisins Til að vaxa á slíkum hraða þurftu bank- arnir að hafa alla anga úti með fjár- mögnun. Innlán náðu ekki að fjármagna nema brot stækkunarinnar. Því var sótt á erlend mið með lánshæfiseinkunn sem var með því besta sem þekktist. Vel gekk að afla lánsfjár í ótryggðum skuldabréfa- útboðum. Í lok árs 2005 fóru erlendir fjármálamenn þó að spyrja hvort hugs- anlega væri eitthvað bogið við íslenska fjármálaævintýrið. Norski olíusjóðurinn gekk fram fyrir skjöldu í nóvember 2005 og tók skortstöðu gegn Íslandi. Í byrjun árs 2006 jókst óróinn enn þegar áhættu- fælni fór að gera vart við sig hjá fjár- málamönnum sem sérhæfðu sig í gjald- miðlum nýmarkaðsríkja. Talað var um að Ísland gæti farið á hliðina og láns- fjármarkaðir lokuðust. Vorið og sumarið 2006 gekk þessi þróun þó að nokkuð til baka. Um þetta leyti hófu bankarnir að nýta sér lánamöguleika Seðlabankans í ríkari mæli. Seinni hluta árs 2005 tvö- Fall Seðlabanka Íslands? Mikið hefur verið rætt og ritað um hrun ís- lensku bankanna. Sitt sýnist hverjum. Rann- sóknarskýrsla Alþingis gefur gott yfirlit um hvernig kaupin gerðust á eyrinni en í skýrsl- una vantar samhengið. Hún grandskoðar hvert tré en gerir enga til- raun til að lýsa skóg- inum. Atburðirnir á Ís- landi gerðust ekki í einangrun. Þeir urðu í samhengi við þróun sem orðið hafði í öllum hinum vestræna heimi áratuginn á undan og atburði sem áttu sér stað í Bandaríkjunum um mitt ár 2007. Tryggvi Þór Herbertsson Raunstærð bankakerfisins innlenda mælt í krónum og erlendum gjaldmiðlum 600 500 400 300 200 100 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Heimildir: Seðlabanki Íslands, hagstofan, útreikningar höfundar Í krónum Í erlendum gjaldmiðlum Lán seðlabanka til bankakerfisins og stærð þess janúar 2004 - september 2008 800 700 600 500 400 300 200 100 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Heimildir: Seðlabanki Íslands, hagstofan, útreikningar höfundar Lán seðlabanka til lánakerfisins Innlend útlán og verðbréfaeign bankakerfisins Efnahagsreikningur nokkurra seðlabanka (=100 janúar 2007) 450 400 350 300 250 200 150 100 50 jan . 2 00 7 Heimildir: Seðlabanki Íslands, hagstofan, útreikningar höfundar Svíþjóð Ísland Bretland Evrusvæði Bandaríkin ma r. 2 00 7 ma í. 2 00 7 júl . 2 00 7 se p. 2 00 7 nó v. 2 00 7 jan . 2 00 8 ma r. 2 00 8 ma í. 2 00 8 júl . 2 00 8 nó v. 2 00 8 jan . 2 00 9 ma r. 2 00 9 ma í. 2 00 9 júl . 2 00 9 se p. 2 00 9 nó v. 2 00 9 Fjármögnun viðskiptabankanna í Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu árið 2008 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Heimildir: Seðlabanki Íslands, hagstofan, útreikningar höfundar Seðlabanki Íslands Seðlabanki Evrópu Tryggvi Þór Herbertsson Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3. Mynd 4.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.