SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 30
30 10. júlí 2011
F
yrir nokkrum dögum átti ég
samtal við einn af viðskipta-
jöfrum þjóðarinnar frá fyrri tíð
(ekki útrásarvíking!) sem hafði
orð á því að hann vonaðist til að Lands-
bankinn yrði einkavæddur sem fyrst.
Ertu viss um að það sé skynsamlegt, sagði
ég. Honum komu viðbrögðin á óvart,
enda báðir sannfærðir um kosti einka-
framtaks frá því að við fórum að hugsa
um þjóðmál.
Það þurfa margir að horfast í augu við
sjálfa sig og rótgrónar skoðanir í kjölfar
hrunsins. Og of lítið um að það sé gert.
Þeir sem hafa staðfastlega trúað á yfir-
burði einkaframtaks eiga t.d. alveg eftir
að gera upp einkavæðinguna og þá ekki
sízt bankanna og Landsímans og ræða
hvað fór úrskeiðis og hvað þurfi að gera til
þess að þau mistök verði ekki endurtekin.
Vandi einkaframtaksins í þessu sam-
hengi snýr ekki að litlum og meðalstórum
fyrirtækjum. Þau standa fyrir sínu. Þau
áttu enga sök á hruninu og þar er að finna
hinar sönnu hvunndagshetjur atvinnu-
lífsins. Vandi einkaframtaksins snýr að
stórum fyrirtækjum, sem hafa tilhneig-
ingu til að breytast í einokunarfyrirtæki í
okkar fámenna samfélagi, sem býr við
landfræðilega einangrun. Hver segir að
einkarekið einokunarfyrirtæki sé betra en
ríkisrekið einokunarfyrirtæki?
Núverandi ríkisstjórn einkavæddi tvo
ríkisbanka af þremur ári eftir hrun. Við
skulum láta liggja á milli hluta rökin fyrir
þeirri ákvörðun. Staðreynd er hins vegar
að hún fór fram án þess að grundvallar-
breytingar hefðu verið gerðar á starfsum-
hverfi fjármálafyrirtækja eftir hrun. Og
raunar var tæpast hægt að finna eigendur,
sem vekja fleiri spurningar en einmitt þá,
sem taldir eru helztu eigendur að bönk-
unum tveimur, sem voru einkavæddir,
þ.e. erlenda vogunarsjóði.
Hvað þarf að gerast áður en yfirleitt
kemur til álita að einkavæða þann banka,
sem enn er í ríkiseigu? Að fenginni
reynslu hljótum við að hverfa aftur til
þeirrar umræðu, sem var töluvert um-
fangsmikil í aðdraganda einkavæðingar
bankanna fyrir rúmum áratug eða svo,
þ.e. um dreift eignarhald á bönkum. Þá
voru skiptar skoðanir um það. Nú getur
tæplega nokkur efast um að dreifð eign-
araðild er ekki bara skynsamleg heldur
alger forsenda nýrrar einkavæðingar.
Hinn 8. ágúst 1998 birtist hér í Morgun-
blaðinu viðtal við Davíð Oddsson, sem þá
var forsætisráðherra. Í því sagði:
„Davíð sagði að þó nú sé í tízku að tala
um kjölfestufjárfesta telji hann að í
bankastofnun geti alveg dugað að stærstu
eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa
leiðbeinandi forystu um reksturinn eigi
eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis.
Hann telji hins vegar ekki æskilegt að
einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40%
eignarhlut í bankastofnun.“
Ekki voru allir sammála þessu sjónar-
miði. Þannig sagði Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, þá þingmaður Samfylk-
ingar og nú forseti Alþingis, í samtali við
dagblaðið Dag í kjölfar ofangreinds við-
tals:
„Það held ég að verði mjög erfitt og
nánast ekki hægt. Verðbréfamarkaðurinn
á Íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja
dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá
veru myndu leiða til þess, að hlutur rík-
isins, það er almennings, í fjármálafyr-
irtækjum eins og til dæmis Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins myndi lækka
stórlega í verði. Greinilegt er þó, að Kol-
krabbinn er uggandi um stöðu þessa
máls.“
Sjónarmið Ástu Ragnheiðar og fleiri
urðu að lokum ofan á við einkavæðingu
bankanna, þótt hún kæmi þar hvergi við
sögu enda í stjórnarandstöðu. Um ástæð-
ur þess hef ég fjallað annars staðar og
verður ekki endurtekið nú. En dettur
nokkrum í hug í dag að einkavæða Lands-
bankann á ný án þess að setja löggjöf um
dreifða eignaraðild?
Önnur grundvallaratriði sem setja þarf
löggjöf um eru eftirfarandi:
Mjög strangar reglur um, hverjir megi
eiga banka. Jafnframt hlýtur það að vera
álitamál hvort endanlegt mat á því eigi að
liggja hjá Fjármálaeftirlitinu einu.
Bann við því, að viðskiptabanka-
starfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi
fari fram undir sama hatti.
Strangar reglur um það hvort og þá
með hvaða hætti íslenzkir bankar geti
fengið leyfi til að reka starfsemi í öðrum
löndum.
Um þessi grundvallaratriði hefði þurft
að setja löggjöf áður en tveir af þremur
ríkisbönkum voru einkavæddir á ný og
erfitt að skilja hvers vegna það var ekki
gert. Slík löggjöf skiptir þó máli, þegar
kemur að því að vogunarsjóðirnir selji
bankana tvo. Það munu þeir gera og þá
skiptir máli að rétt lagaumhverfi sé til
staðar.
Það er óneitanlega athyglisvert, að þótt
bankarnir hafi verið í miðju þeirrar at-
burðarásar, sem leiddi til hrunsins haust-
ið 2008 hafa sáralitlar efnislegar umræður
farið fram hér á landi um slíkar breytingar
á lagaumhverfi þeirra. Í öðrum löndum
hafa þær umræður verið miklar og nægir í
því sambandi að benda á Turnerskýrsl-
una, sem út kom í Bretlandi á árinu 2009.
Þótt frumkvæði að svo umfangsmikilli
löggjöf komi yfirleitt frá ríkisstjórn þarf
það ekki endilega að vera svo. Í ljósi þess,
að Sjálfstæðisflokkurinn gegndi lykil-
hlutverki í hinni upphaflegu einkavæð-
ingu fjármálafyrirtækja væri bæði æski-
legt og skynsamlegt að flokkurinn hefði
frumkvæði að setningu nýrrar og ítar-
legrar löggjafar um rekstur fjármálafyrir-
tækja. Með því mundi flokkurinn gera
tvennt í senn; gera upp við fyrri tíð og
taka pólitískt frumkvæði að nauðsyn-
legum breytingum. Og það á ekki sízt við
vegna þess, að meginatriði nýrrar stefnu-
mörkunar hljóta að vera í samræmi við
upphaflegar hugmyndir forystumanna
flokksins frá árinu 1998.
Á að einkavæða Landsbankann?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
D
anskur tannlæknir stórslasaðist þegar hann
féll 50-60 metra við Dettifoss á þessum degi
fyrir 74 árum. Rotaðist hann og hlaut skrám-
ur og sár á höfði og fór úr liði á mjöðm en
slapp við beinbrot. Þótti með miklum ólíkindum að
maðurinn skyldi lifa fallið af.
Slysið varð með þeim hætti að tannlæknirinn, hinn
rúmlega tvítugi Ole Braae, var að taka myndir við gil-
brúnina en skrikaði fótur, veltist niður mosavaxna
brekku og staðnæmdist ekki fyrr en rétt niður við ána.
Braae var í skoðunarferð á vegum Ferðafjelags Íslands og
var töluverðan spöl frá ferðafélögum sínum þegar hann
hrapaði.
Þeir urðu slyssins hins vegar fljótt varir og leituðu
leiða til að komast niður að ánni þar sem Braae lá með-
vitundarlaus. Það var hægara sagt en gert enda miklum
erfiðleikum bundið að komast þangað. Fara þurfti niður
brattar og hættulegar skriður áður en komist var að hin-
um slasaða og liðu á bilinu þrjár til fjórar klukkustundir
þangað til ferðafélagar Braaes komust á vettvang til að
hlúa að honum. Þeim til mikils léttis var hann með lífs-
marki og skömmu síðar kom læknir á staðinn, Jón
Árnason á Kópakeri.
Dágóðan tíma til viðbótar tók að búa Braae undir
flutninga, auk þess sem erfiðlega gekk að koma honum
upp úr gilinu. Björgunin tókst þó giftusamlega og komu
menn með hinn slasaða heim að Skinnastöðum 12-14
klukkustundum eftir að slysið átti sér stað en frá Detti-
fossi að Skinnastað er um 35 kílómetra löng leið.
Í Morgunblaðinu 13. júlí er greint frá slysinu og rætt
við Jón Árnason lækni. Kemur þar fram að hinn slasaði
hafi aðeins fengið meðvitund augnablik við og við og að
meiðsli hans séu mikil. Hafði læknirinn áhyggjur af
miklum hita Braaes sem hann taldi stafa af ofkælingu en
var vongóður um að hann myndi halda lífi. Það fór svo.
Í fréttinni kom fram að Braae hefði um tíma starfað
hjá Halli Hallssyni tannlækni í Reykjavík og að danskir
vinir hans, Færch-systkinin, sem voru með í ferðinni,
dveldust við sjúkrabeð hans á Skinnastað.
Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og
rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er
hluti af Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og er skil-
greindur sem Náttúruvætti samkvæmt Umhverfis-
stofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafra-
gilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.
Dómari fékk kúlu í höfuðið
Greint er frá öðru óvenjulegu slysi á sömu blaðsíðu í
Morgunblaðinu 13. júlí 1937 en tveimur dögum áður
hafði dómari orðið fyrir kúlu í kúluvarpskeppninni á
íþróttamóti við Ferjukot og meiðst stórmikið.
Slysið vildi þannig til að einn af dómurunum, Viggó
Jónsson frá Einarsnesi, var að mæla upp kast en einn af
keppendunum í kúluvarpinu kastaði kúlunni of fljótt
með þeim afleiðingum að hún lenti í höfði Viggós.
Magnús Ágústsson læknir var staddur á mótinu og
brást skjótt við. Ekki gat hann séð að höfuðkúpan væri
brotin og vonaðist, í samtali við Morgunblaðið, til þess
að meiðslin væru ekki eins hættuleg og horfðist á í
fyrstu. Viggó missti ekki meðvitund við höggið en fyrst
á eftir var hann alveg mállaus.
Degi síðar leið honum eftir bestu vonum.
orri@mbl.is
Lifði af 50-
60 metra
fall við
Dettifoss
Það er ekkert smá fall að detta niður gilið við Dettifoss.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
’
Fara þurfti niður brattar og
hættulegar skriður áður en
komist var að hinum slasaða.
Dettifoss er ekki árennilegur enda aflmesti foss Íslands.
Morgunblaðið/Ragar Axelsson
Á þessum degi
10. júlí 1937