SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 37
10. júlí 2011 37
pakka- og skyndi-menninguna, menn-
ingu þar sem við þurfum ekkert að kunna
til að búa til mat sem er ekki góður. Við
erum að stytta okkur leið alveg að
óþörfu. Þess vegna finnst mér heim-
ilisfræðin gríðarlega mikilvæg grein. Við
eigum hamra inn í krakkana að það sé
mjög eðlilegt að elda, vinna með mat og
hugsa um mat. Það er í rauninni besta
forvörnin gegn offitunni, að elda sjálfur.
Það er ekki hægt að elda óhollan mat ef
maður eldar hann frá grunni og þannig
ber maður meiri virðingu fyrir matnum.“
Hann segir heimilisfræðikennarastarf-
ið vera fyrst og fremst fjölbreytt og gef-
andi. „Ég er að kenna fag sem krökk-
unum finnst gaman að læra, það hjálpar
til!“
Hann segist þurfa að koma miklu að í
fáum kennslustundum. „Mér finnst elda-
mennskan sjálf skipta mestu máli og ég
reyni að kenna þeim aðra hluti í gegnum
matreiðsluna. Ég reyni að hafa lítið af
þessum bóklegu tímum. Krakkarnir læra
um hreinlæti, næringu og hollustu.“
Útieldun er líka hluti af heimilisfræð-
inni í Laugarnesskóla. „Krakkarnir læra
að elda á prímus og yfir eldi og kolum. Ég
kenni þeim að gera hentugar súpur og
pastarétti til að elda á prímus. Þetta er
mín leið til að ýta undir útiveru og nátt-
úrutenginguna hjá krökkunum. Ég hef
aðallega verið að hugsa um að þau hafi
sjálfstraustið þegar og ef þau vilja fara að
njóta náttúrunnar á þennan hátt,“ segir
Guðmundur, sem veit að leiðin að hjarta
krakkanna er í gegnum matinn.
Ruslið er að sjálfsögðu flokkað.
Krakkarnir elduðu tikka masala-kjúkling.
Svo þarf auðvitað að ganga frá eftir sig.
Þema dagsins var indversk matseld.
Þennan rétt elduðu krakkarnir
daginn sem Sunnudagsmogginn
kom í heimsókn.
Naan-brauð
Úr spelti eða heilhveiti
Hráefni:
4 dl spelt eða heilhveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
2 dl ab-mjólk
Aðferð:
1. Blandaðu þurrefnunum saman í
skál.
2. Bættu ab-mjólkinni út í.
3. Skiptu deiginu í 4 hluta og
búðu til litlar flatar kökur úr þeim.
4. Hitaðu brauðin á pönnunni á
báðum hliðum þar til þau eru gyllt
og gegnumsteikt.
5. Brauðin eru sett í rakt stykki
til þess að þau harðni ekki.
6. Gott er að pensla þau með
ólífuolíu áður en þau eru borin
fram.
Gott er að bæta í þetta brauð t.d.
kúmeni, kóríander-fræum eða
chili-flögum. Magnið fer eftir
smekk en 1-2 teskeiðar gefa gott
bragð.
Tikka-masala
og hrísgrjón
Hráefni:
2 kjúklingabringur
2 msk. ólífuolía
2 kardimommufræ
1 laukur, smátt saxaður
1 tsk. smátt saxað ferskt engifer
1 tsk. smátt saxaður hvítlaukur
½ tsk. cumin-duft
½ tsk. turmerik-duft
2 tsk. chili-duft
½ tsk. garam masala
1 msk. tómatpúrra
1 dós saxaðir tómatar
3 dl vatn
salt
Kóríander til að skreyta.
Aðferð:
1. Settu olíu í pönnu yfir með-
alhita. Þegar hún hefur hitnað
skaltu bæta kardimommufræjum
og lauk saman við. Hrærðu þar til
laukurinn brúnast aðeins.
2. Bættu kryddum og hvítlauk
saman við og leyfðu því að hitna í
olíunni.
3. Bættu tómatpúrru og tómötum
saman við og hrærðu vel. Lækk-
aðu hitann og láttu þetta malla.
4. Skerðu kjúklinginn niður í ten-
inga og settu út í ásamt vatninu.
Gættu þess að setja eins mikið
vatn og þér finnst þurfa. Þetta á
ekki að vera of þunnt.
5. Láttu malla í 10-20 mínútur
eða þar til kjúklingurinn er fulleld-
aður.
6. Saltaðu eftir smekk og settu
niðursaxað kóríander yfir áður en
þú berð fram.
Berðu fram með hrísgrjónum,
naan-brauði og salati.
Indverskt
þema