SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 38
38 10. júlí 2011
E
ngin tilviljun er að framkvæmdum við Hringveginn um-
hverfis landið lauk á því herrans ári 1974. Einmitt þá var
ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar minnst og því var
efnt til hátíðahalda víða um land. Það þótti líka sjálfsagt að
undirstrika, að þjóðin væri að nema eigið land og sú var einmitt
raunin. Einangrun byggða var rofin með brú yfir Skeiðarársand;
Öræfasveit komst í alfaraleið og Hornfirðingum sem ekki hafði verið
fært til Reykjavíkur nema að fara rangsælis umhverfis landið var nú
leiðin greið í bæinn með því að ferðast sunnan jökla.
Framkvæmdirnar sem þurfti til þessa voru umfangsmiklar. Lagður
var vegur frá Núpsvötnum í Skaftafell, 61 km langur með tólf brúm.
Stærsta verkefnið í þeim pakka var bygging Skeiðarárbrúar, ein-
breiðrar með stálbitum á stöplum. Hönnun brúarinnar þótti verk-
fræðilegt afrek enda reist á djúpum og gljúpum sandi. „Það mun vera
samdóma álit allra, sem til þekkja, að vegagerðin yfir Skeiðarársand
sé viðamesta framkvæmd sem ráðist hefur verið í á Íslandi og búastVegurinn yfir Skeiðarársand var tekin í notkun með mikilli viðhöfn þjóðhátíðarsumarið 1974.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Myndasafnið 14.07. 1974
Hringvegur og
happadrætti
C
hloë Sevigny varð fyrst fræg fyrir leik
sinn í kvikmyndinni Kids frá árinu 1995
en auk þess að hafa getið sér gott orð
sem leikkona þykir hún mikill tísku-
frömuður. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir sér-
stakan stíl sinn og hannar nú vinsæla fatalínu í
samvinnu við Opening Ceremony en samstarfið
hófst árið 2008. Nýjasta línan frá henni var sýnd
fyrir skemmstu í New York, nánar tiltekið í
íþróttasal við Mulberry Street. Línan var undir
sterkum áhrifum frá tíunda áratugnum. Það er við
hæfi bæði vegna þess að Sevigny varð fræg á þess-
um árum og ennfremur eru almennt sterk áhrif frá
þessu tímabili á tónlist og tísku um þessar mundir.
Þáttur Sonic Youth í frægðinni
Hönnun Sevigny er nú til sölu í hundrað búðum
víðs vegar um heiminn og hefur sala þeirra gengið
vel. Má rekja það meðal annars til þess að kaup-
endur vonast til þess að öðlast það sem leikkonan
býr yfir, að vera töff án þess að virðast þurfa að
hafa neitt fyrir því.
Sagan er fræg af því þegar Sevigny var uppgötv-
uð. Tískuritstjóri tímaritsins Sassy tók eftir henni
úti á götu í East Village í New York árið 1993, þegar
hún var 19 ára. Henni fannst stúlkan svo svöl að
hún bað hana að vinna fyrir tímaritið. Hún sat fyr-
ir á myndum í tímaritinu og í kjölfarið fyrir X-Girl,
fatalínu Kim Gordon úr hljómsveitinni Sonic Yo-
uth, sem var mjög vinsæl á tíunda áratugnum. Se-
vigny lék líka í tónlistarmyndbandi við lag hljóm-
sveitarinnar.
Um svipað leyti skrifaði rithöfundurinn Jay
McInerney sjö blaðsíðna grein um Sevigny í The
New Yorker þar sem hann kallaði hana, „the new
it-girl“ þannig að Sevigny var sannarlega málið á
síðari hluta tíunda áratugarins.
Um síðustu helgi var The New York Times með
langa grein um leikkonuna, sem staðfestir enn og
aftur hversu langlíf persóna hún er í hinum vara-
sama poppmenningarheimi, sem byggist að miklu
leyti upp á dægurflugum. Það er eins og það sé
Ein af tískutáknmyndum tíunda áratugarins
var leikkonan Chloë Sevigny, sem er enn
áhrifamikil í poppmenningarheiminum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Sevigny er óhrædd við
að taka áhættu í fatavali
eins og í júní síðastliðnum
á verðlaunahátíð Samtaka
fatahönnuða í Bandaríkj-
unum (CFDA).
Reuters
Töff og
alltaf í tísku
Frægð og furður
Uppáklædd á kvikmyndafrumsýningu.