SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 44
44 10. júlí 2011
Susan Hill - The Small Hand bbbmn
Þegar Adam Snow er á leið frá viðskiptavini í Sur-
rey villist hann á krókóttum sveitavegum í rökkr-
inu og þar kemur að hann ákveður að stoppa við
heimreið og hyggst ganga upp að húsinu og leita
aðstoðar. Hann áttar sig fljótlega á því að húsið er
mannlaust, nánast að hruni komið, en þar sem
hann stendur á dyraþrepinu finnur hann að lítilli
hendi er smeygt í hægri hönd hans. Þannig hefst
þessi indæla draugasaga, þ.e. indæl fyrir þá sem
hafa gaman af gamaldags draugasögum. Hér er nefnilega enginn
hamagangur og hryllingur, bara óhugnanleg spenna sem magnast
smám saman. Barnshöndin heldur nefnilega áfram að smeygja sér í
lófa Snows, og gildir einu þótt hann sé langt frá gamla húsinu;
höndin sækir á hann meira að segja þar sem hann er staddur í
munkaklaustri í frönskum fjöllum að skoða gamlar skræður. Smám
saman kemur svo í ljós að eigandi handarinnar hefur illt í hyggju og
eins að í fortíð Snows er leyndarmál sem hann ekki vissi af. Stutt
saga og skemmtileg, gamaldags draugasaga af bestu gerð.
Lawrence Block - A Drop of the Hard Stuff
bbbbm
Með þekktustu glæpasagnasmiðum vestan hafs er
Lawrence Block sem skrifað hefur á sjöunda tug
bóka með ýmsum aðalpersónum. Þar á meðal má
nefna innbrotsþjófinn Bernie Rhodenbarr, Evan
Tanner, launmorðingjann John Paul Keller og
drykkfellda lögreglumanninn Matthew Scudder.
Scudder-bækurnar eru orðnar sautján á ald-
arfjórðungi, sú sautjánda, A Drop of the Hard Stuff,
kom einmitt út í byrjun maí síðastliðins. Scudder-
bækurnar flakka fram og aftur í tíma og sú sem hér er til umræðu
hefst þar sem söguhetjan segir sögu frá því fyrir löngu þegar hún
hefur loks náð tökum á drykkjunni – sagan gerist um það leyti sem
Scudder fagnar því að hafa verið edrú í ár. Þá hittir hann gamlan
skólafélaga sem er að vinna sig í gegnum sporin tólf og staddur á því
níunda – hittir alla sem hann beitti rangindum og reynir að bæta
fyrir það. Málið er bara að eitt af því sem hann gerði var að fremja
morð og félagi hans í því vonda verki kærir sig ekki um að allt kom-
ist upp og þaggar niður í honum. Það er þó ekki nóg, það þarf að
drepa fleiri, og svo fleiri. Afbragðs vel skrifuð bók, að vanda, og for-
vitnileg, þó það séu í henni kannski fullmargir AA-fundir.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
19. júní - 2. júlí
1. Bollakökur
Rikku - Friðrika
Hjördís Geirs-
dóttir / Vaka-
Helgafell
2. Sokkaprjón -
Guðrún Sigríð-
ur Magn-
úsdóttir / Vaka-Helgafell
3. 10 árum yngri á 10 vikum -
Þorbjörg Hafsteinsdóttir /
Salka
4. Ég man þig - Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
5. Allt á floti - Kajsa Ingem-
arsson / Mál og menning
6. Fimbulkaldur - Lee Child / JPV
útgáfa
7. Galdrameistarinn 9 - Engill í
vanda - Margit Sandemo /
Jentas
8. Ævintýri góða dátans Svejks -
Jaroslav Hašek / Mál og
menning
9. Andrés Önd - Syrpa - Walt
Disney / Edda
10. Það sem aldrei gerist - Anne
Holt / Salka
Frá áramótum
1. Ég man þig -
Yrsa Sigurð-
ardóttir /
Veröld
2. 10 árum yngri
á 10 vikum -
Þorbjörg
Hafsteins-
dóttir / Salka
3. Djöflastjarnan - Jo Nesbø /
Undirheimar
4. Betri næring - betra líf -
Kolbrún Björnsdóttir / Veröld
5. Léttir réttir Hagkaups -
Friðrika Hjördís Geirsdóttir /
Hagkaup
6. Morð og möndlulykt - Camilla
Läckberg / Undirheimar
7. Ljósa - Kristín Steinsdóttir /
Vaka-Helgafell
8. Konan í búrinu - Jussi
Adler-Olsen / Vaka-Helgafell
9. Svar við bréfi Helgu -
Bergsveinn Birgisson /
Bjartur
10. Mundu mig, ég man þig -
Dorothy Koomson / JPV
útgáfa
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Allur listinn.
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
S
tóra stökkið átti að gerbreyta lífs-
háttum í Kína, nútímavæða landið og
iðnvæða með hraði, kippa því inn í nú-
tímann – Kína átti að standa jafnfætis
löndum í Vestur-Evrópu eftir fimmtán ára
átak.
Leiðtoginn mikli, Mao Zedong, stýrði þessu
tröllaukna verkefni og herti á kröfum eftir því
sem verr gekk. Víst breyttust lífhættir í Kína
fyrir tilstilli átaksins og segja má að stökkið
hafi verið mikið, en það var því miður aftur á
bak og breytingin til hins verra – ljóst er að
tugmilljónir létu lífið úr hungri og harðræði;
það eina sem menn deila um er hversu margir
féllu í valinn; voru það 30-40 milljónir, eða
kannski „bara“ 18 milljónir?
Sagnfræðingurinn Frank Dikötter hefur lýst
því svo að þvinganir, ógnanir og skipulagt of-
beldi hafi verið undirstaða stökksins mikla og
afleiðing þess hafi verið mestu fjöldamorð
mannkynssögunnar. Hann fékk í vikunni svo-
nefnd Samuel Johnson-verðlaun fyrir bókina
Mao’s Great Famine. Í henni kemur fram að
hungursneyðin hafi staðið lengur en menn
höfðu áður gert sér grein fyrir og niðurstaða
Dikötters er að fórnarlömbin hafi verið 45
milljónir. Dikötter er Hollendingur og prófessor
í nútímasögu Kína sem starfar við Kínverska
háskólann í Hong Kong og mun vera fyrsti
vestræni fræðimaðurinn sem fær að grandskoða
skjalasöfn kommúnistaflokksins.
Flokkur illvirkjanna enn við völd
Í viðtali við vefritið The Epoch Times segir Dik-
ötter að ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem
einræðisherrar og illþýði hafi verið við völd
forðum þá sé kommúnistaflokkurinn enn við
völd í Kína og stjórnvöld almennt andsnúin því
að fjallað sé um illvirki sem unnin hafi verið á
fyrstu árum flokksins, því þetta sé sami flokk-
urinn. Ekki megi þó líta framhjá því að það geti
komið stjórnvöldum vel að útlendingur skrifi
um þetta tímabil í sögu landsins, enda væri það
erfitt eða ógerningur fyrir Kínverja.
Þó að mikið hafi verið skrifað um Maó og
Kína hafa fáir vetsrænir sagnfræðingar fjallað
um þetta átakanlega tímabil í kínverskri sögu.
Dikötter segir það sitt mat að það sé ekki síst
fyrir það að afstaða manna til Kínverja sé lituð
af kynþáttahyggju, en einnig að enn eimi eftir
af þeirri hugsun að stjórnkerfi Kína sé kannski
æskilegt mótvægi við evrópska þjóðfélags-
skipan. „Fjöldi manna í dag telur að Kína undir
alræðisstjórn sé mótvægi við lýðræði og þeirrar
trúar voru ótalmargir á dögum kalda stríðsins.
Fyrir vikið sáu menn í gegnum fingur sér með
það sem gekk á í Kína og hugsuðu margir sem
svo að tilgangurinn helgaði meðalið í þeirri
barnslegu trú að af hörmungunum myndi
spretta sósíalísk paradís.“
Dikötter segir að kalda stríðið hafi verið
óttalegur tími og mikið um ofsóknir á báða
bóga og á Vesturlöndum voru menn til að
mynda ofsóttir fyrir að vera kommúnistar.
„Harmleikurinn er samt sá að þegar öll kurl
koma til grafar þá höfðu flestir öfgahægri-
mennirnir rétt fyrir sér. Þegar maður kemst í
skjalasöfnin hættir þetta þó að vera spurning
um stjórnmálaskoðanir og fer að snúast um
sönnunargögn.“
Eins og Dikötter rekur sína rannsóknarsögu
var það kostur hve einsflokksríkið er upptekið
af því að fylgjast með einsflokksríkinu og því
séu menn sífellt að skjala allt. Annað sem hjálpi
til sé að sífelldar pólitískar hreinsanir kalli á sí-
felldar rannsóknir til að fletta ofan af skúrk-
unum og „sönnunargögnin“ geti verið prýði-
legar heimildir.
Maó Zedong 1958, við upphaf Stökksins mikla. Myndin, sem er olíumálverk, er dæmigerð áróðursmynd, Maó
ljósklæddur innan um dökkklædda bændur, hæstur og fremstur í flokki sem myndar einskonar píramída.
Stökkið mikla
aftur á bak
Stökkið mikla kölluðu menn efnahagsáætlun
sem kínverski kommúnistaflokkurinn hrinti
af stokkunum í lok sjötta áratugarins. Víst
var stökkið mikið, en það var heljarstökk sem
varð 45 milljónum manna að fjörtjóni.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is