SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 45
10. júlí 2011 45 Lesbók M ér finnst ákaflega gaman að vita hvað aðrir eru að lesa og hvað þeim finnst um bækurnar sem þeir lesa. Ég varð virkilega að beita mig hörðu fyrir einhverjum mánuðum þegar ég sá mann á Heathrow vera að lesa Napóle- onsskjöl Arnaldar Indriðasonar á ensku. Mig langaði ógurlega til að hlamma mér niður við hliðina á honum og spyrja hvernig honum þætti bókin. Bók sem er allnokkuð öðruvísi en aðrar bækur Arnaldar Indr- iðasonar, mikill æsingur og byssuhasar. Allt alveg óskap- lega skemmtilegt. Ég vildi vita vita hvort útlendingurinn, sem var niðursokkinn í bókina, væri sammála mér um skemmtanagildið. En ég ávarpaði hann ekki, enda er ég ekki nógu mikið fyrir að tala við ókunnugt fólk. Í fyrradag sá ég í Eymunds- son útlending grípa íslensku þýðinguna á Góða dátanum Svejk, blaða vandlega í henni og rýna ákaft í nokkrar línur. Mig langaði að spyrja hann um áhuga hans á Svejk og af hverju hann rýndi svo áhuga- samur í íslensku útgáfuna. Ég stillti mig en hélt áfram að fylgjast með honum blaða í bókinni. Í flugvélum og á flugvöllum gjóa ég alltaf augum til þeirra sem eru með bók og reyni að sjá kápuna til að komast að því hvað þeir eru að lesa. Stundum dæmir maður fólk ósjálfrátt eftir bókinni, sem er sennilega ekki sanngjarnt því fólk er ekki alltaf að lesa bækur sem það er sátt við. Það þekkir maður sannarlega sjálfur af stundum biturri reynslu. Ég veit samt að ef ég sæi einhvern lesa P.G. Wodehouse eða Oscar Wilde myndi ég senda hinum sama hlýlegt bros sem ætti að merkja: Við erum kannski ekki af sama þjóðerni, en við erum alveg örugglega í sama liði. Hvað ertu að lesa? ’ Í fyrradag sá ég í Eymundsson útlending grípa íslensku þýðinguna á Góða dátanum Svejk, blaða vandlega í henni og rýna ákaft í nokkrar línur. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is L árus Jón Guðmundsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók, Í Lárusarhúsi. Grafíkmyndir á bók- arkápu og upphafssíðum kafla eru eftir Aðalheiði Ólöfu Skarp- héðinsdóttur. Þetta er önnur ljóðabók höfundar en áður hefur komið út kvæðabókin Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði fyr- ir börn. Frá sonnettum til ljóðabálka „Já og nei,“ segir Lárus spurður að því hvort ljóðin í bókinni hafi eitthvert þema. „Þetta er svolítið safnkennt, skulum við segja, ljóðin eru frá ýmsum tíma. Ég hugsa að þemað sé bara mann- eskjan og tilveran.“ Ljóðin eru ort á um 10 ára tímabili, flest þeirra nýleg, og skiptir Lárus þeim í fjóra kafla. „Fyrsti kaflinn er að mestu leyti sonnettur, síðan er meira óbundið, í þriðja kaflanum má finna mismunandi bragarform og í þeim síðasta ljóðabálka. Það er kannski eina skýringin á þess- um kaflaskiptum.“ Í byrjun hvers kafla eru litlar myndir og segist Lárus hafa tekið þær úr grafíkmyndinni eftir konuna sína, Aðalheiði Ólöfu, sem er framan á bókarkápunni. „Myndirnar ríma svolítið við efni ljóðanna,“ segir Lárus spurður að því hvort hann hafi valið mynd- irnar sérstaklega fyrir hvern kafla. Í bókinni er eftirmáli sem heitir Uppruni andans en þar segir Lárus söguna að baki hverju ljóði. Hann segist oft sakna þess að vita ekki hvað rak skáld til að yrkja um tiltekið efni. „Þetta er aldrei gert og kannski er ég að brjóta einhver tabú með þessu, ég veit það ekki,“ segir Lárus og bætir við að umfjöllunarefni ljóða geti komið skemmtilega á óvart. „Hátim- bruð ljóð sem manni finnst að hljóti að vera mikil vinna og pæl- ingar á bak við eru svo kannski bara samin á 10 mínútum af ein- hverju ómerkilegu tilefni.“ Hann tekur undir að ljóða- skýringarnar geti gefið lesendum persónulega tengingu við skáld- ið. „Það var einmitt það sem mig langaði svolítið að koma á fram- færi.“ diana@mbl.is Manneskjan og tilveran í fjórum köflum Lárus Jón Guðmundsson var að gefa út nýja bók. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 ÍSLENSKI SAFNADAGURINN 10. júlí Fjölskylduleiðsögn kl. 14 í fylgd Dagnýjar Heiðdal KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 14. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins (9.6. – 16.10. 2011) Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 10. júlí: Ókeypis aðgangur Ratleikur fyrir fjölskylduna, tilboð á bókum í verslun og íslenska skyrkonfektið til sölu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. KRAUM og kaffi. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Húsasafn Þjóðminjasafnsins: Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00 Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00 Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Sunnudag 10. júlí - Íslenski safnadagurinn Hugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson fjölskylduleiðsögn og vinnustofa kl. 14 Verk úr safneign leiðsögn um sýninguna kl. 15 Sýningarnar standa til 14. ágúst Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.